Vinstri grænir. Jarðýtuna á verksmiðju Elkem á Grundartanga.

Ekki nægir það Steingrími J. og félögum í VG að framkvæma stopp stefnu hvað varðar uppbyggingu stórra fyrirtækja. Nei, nú skal einnig ráðist að þeim fyrirtækjum sem eru starfandi. Nú skal settur svo myndarlegur viðbótarskattur á þau að rekstrargrundvöllur verði ekki lengur til staðar.Það veður ansi hressilegt kjaftshögg fyrir starfsmenn járnblendisverksmiðjunnar þegar öllu verður skellt í lás. Nokkur hundruð missa vinnuna. Kannsi ætlar Steingrímur J. að útvega nokkrum vinnu tímabundið við að rífa mannvirkin niður.

Hvað er það eiginlega sem gengur á í heilabúi forystu Vinstri grænna. Á hverju á almenningur að lifa ef stórfyrirtæki mega ekki starfa hér hvað þá að ný verði byggð?


mbl.is Hundruð myndu missa vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fer ekki að verða tímbært að koma þessari Ríkisstjórnarómyndi í tunnuna? 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 07:53

2 identicon

Fyrir löngu, en hvar eru leiðbeiningar, hvernig hendir maður ríkisstjórn ?

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 09:09

3 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Við verðum að standa svona 20.000 manns fyrir framan Alþingi í nokkra daga,og kalla vanhæf ríkistjórn. Það endar með því að þau taka pokan sinn. Við erum þjóðin! sama hvað Ingibjörg segir.

Þórarinn Baldursson, 23.11.2011 kl. 12:08

4 identicon

Þetta er alveg furðuleg þjóð,ég held annað eins samansafn af vitleysingjum sé hvergi til í heiminum.þegar á að efna til mótmæla gegn rikistjorninni sem er að setja þjóðina á hausinn,ég nenni ekki að telja upp alla vitleisuna sem hun hefur afrekað fra hruni,,einfaldlega of langt mál,þá mæta í besta falli 300-500 manns en síðan mætir hálf þjóðin á gay pride??? ég tek fram að ég hef ekkert á móti samkynhneigðum

Casado (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 15:58

5 identicon

Að mínu mati er mengunarskattur alveg sjálfsagður. Hann virkar hvetjandi til að koma upp sem bestum mengunarvörnum. Að vísu mætti samræma slíka skatta öðrum sköttum sem fyrir eru, svo ekki verði um tvísköttun að ræða. Þetta væl sem við höfum verið að heyra er samskonar og dynur yfir þjóðina frá LÍÚ.

Það væri sterkur leikur hjá Steingrími að opinbera rafkaupaverð stóriðjunnar svo þjóðin geti borið það saman við allment raforkuverð í landinu.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 19:28

6 Smámynd: Dexter Morgan

Já, þetta gjald eða skattur þarf að vera sanngjarn, í báðar áttir. Það væri hins vegar óþolandi ef þessi útlendu fyrirtæki fengju einhvern afslátt á þessu gjaldi, sem önnur íslensk fyritæki fá eða fengju ekki. Nóg er nú gert í því að selja þeim raforkuna á útsöluprís. Allt upp á borðið.

Dexter Morgan, 24.11.2011 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 828247

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband