Sigmundur Davíð ?

Merkilegt að allir stjórnmálafokkarnir eru að tala saman nema einn. Allir flokkar hafa gert tilraun til að mynda ríkisstjórn nema einn. Það er lítill áhugi fyrir að fá Frams´pknarflokkinn með í ríkisstjórn. Nú er það svo að í röðum Framsæoknarmanna er margt ágætis fólk og margir þingmenn staðið sig mjög vel. Flestir eru sammála að Sigurður Ingi forsætisráðherra hafi staðið sig vel sem forsætisráðherra. Þingmenn segja að starfsandinn hafi breyst til hins betra eftir að Sigurði Inga tók við af Sigmundin Davíð.

Þá erum við kominn að kjarnanum. Er það virkilega svo að flokkarnir treysti sér ekki til samstarfs við Framsóknarflokkinn á meða Sigmundur Davíð er innanborðs.

Framsóknarflokkurinn er í miklum vanda. Raunverulega er aðeins einn maður sem getur leyst vandann þ.e. Sigmundur Davíð sjálfur. Hann má ekki fórna Framsóknarflokknum fyrir eigin hagsmuni. Besta gjöfin sem Sigmundur Davíð getur gefið flokknum í 100 ára afmælisgjöf er að draga sig allavega tímabundið úr stjórnmálum og hverfa af Alþingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

'Eg skil ekki alveg þennan taugatitring í sambandi við SDG, fyrrverandi þetta og hitt.

Hljóp hann ekki í "frí" frá sínum ábyrgðarstörfum þegar á móti blés?  Tapaði hann ekki formannskosningunni í Framsóknarflokknum? Er hann ekki búinn að marg sýna að hann setur eigin hagsmuni og framavæntingar öllu ofar?

Agla (IP-tala skráð) 27.11.2016 kl. 18:13

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Framsókn fórnaði SDG - ekki öfugt!

Kolbrún Hilmars, 27.11.2016 kl. 18:32

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er sjálfsagt að sá sem stjórnar verður ekki eins vinsæll og sá sem allt samþykkir og eingu stjórnar.  Það er allnokkuð látið af því að Sigurður Ingi hafi reynst vel sem fossætisráðherra. 

Hver samþykkti haustkosningar, hver samþykkti ný lög um Útlendinga, hælisleitendur, flóttamenn eða hvað þetta nú heitir allt saman?  

, ?    

Hrólfur Þ Hraundal, 27.11.2016 kl. 22:16

4 identicon

Það er nú bara einusinni þannig að ef Sigmundur Davíð hefði ekki stigið fram á sjónarsviðið á sínum tíma þá væri enginn Framsóknarflokkur. Og staðreyndin er að ef honum verður bolað í burtu, þá hverfur þessi flokkur. Það er vandinn sem Framsókn stendur frammi fyrir. En fyrir þjóðina er best að losna við þetta hyski sem fyrst. Nóg er af skítapakkinu samt.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.11.2016 kl. 03:01

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sigmundur Davíð hefur verið hvað manna duglegastur að vinna þjóðinni heill. En svo virðist sem flokkseigendafélagið í Framsókn standi stuggur af honum, en hvers vegna??? Áttu þeir eitthvað erfitt með að stjórna honum??? áttu þeir hagsmuna að gæta í sjóðum sem síðan áttu í bönkunum??? lét hann ekki af stjórn???

Nei, SDG stóð með þjóðarhag meðan aðrir létu stjórnast af einhverju allt öðru, bæði stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar. Það var löngu orðið ljóst að það átti að reyna allt til að koma honum frá. Hverjir komu honum til varnar??? segir allt sem segja þarf.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.11.2016 kl. 10:31

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"Sigmundur Davíð hefur verið hvað manna duglegastur að vinna þjóðinni heill. En svo virðist sem flokkseigendafélagið í Framsókn standi stuggur af honum, en hvers vegna??? 

Áttu þeir eitthvað erfitt með að stjórna honum??? 

áttu þeir hagsmuna að gæta í sjóðum sem síðan áttu í bönkunum???  

lét hann ekki af stjórn??? 

Nei, SDG stóð með þjóðarhag meðan aðrir létu stjórnast af einhverju allt öðru, bæði stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar. Það var löngu orðið ljóst að það átti að reyna allt til að koma honum frá. Hverjir komu honum til varnar??? segir allt sem segja þarf."

-----------------------------------------

Það veitir ekki af að menn lesi aftur þetta innlegg frá Tómasi en staða Sigmundar er svona:

Dullusokkarnir á ríkisútvarpinu lugu skattsvikum upp á hann og konu hans í beinni útsendingu. Framapotarar og lýðskrumarar í framsókn og víðar nýttu sér það svo til að knésétja þau. Allt sem þurfti var að halda kjafti og leifa vinstrhjörðinni tætast í hræinu. Nú trúir hálf þjóðin því að Sigmundur sé skattsvikari og í því er bara ekkiert hæegt að gera. Framsókn er í raun ónýtur flokkur í dag með eða án Sigmundar. En sennileg er rétt að skásta leiðn fyrir onýta flokkinn er að Sigmundur hætti sem þigmaður.

Guðmundur Jónsson, 28.11.2016 kl. 11:32

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek undir með kolbrúnu: Framsókn fórnaði SDG-ekki öfugt.

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2016 kl. 13:21

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Eitt það ömuglegasta, sem maður hefur orðið vitni að undndanfarin misseri, er aðförin að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.  Þessa framkomu er ekki hægt annað en að flokka sem gróft einelti og pólitískan rasisma.  

Þar fóru frétt- og dagskrárgerðamenn RÚV farið fyrir hópi hrópenda, gegn fyrrverandi forsætisráðherra og endaði sú aðför með því að Sigmundur varð að láta í minni pokann og stiga upp úr forsætisráðherrastólnum.

RÚV biðst afsökunar þegar fréttastofan fer rangt með nafn einhvers viðmælenda, sem er rétt og sanngjarnt að gera, þegar farið er með rangt mál.

Hefur RÚV, svo mikið sem íhugað, að biðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson afsökunar á að hafa ítrekað farið rangt með staðreyndir í hans tilfelli?

Benedikt V. Warén, 28.11.2016 kl. 21:18

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Aðförin að SDG var ekki bundin við RÚV.  Hrópandi minnimáttarkennd heltók stjórnarandstöðuna gagnvart SDG og sérstaklega voru Samfylkingar- og VG-þingmennirnir þjakaðir af henni.  Skyldi engan furða.  

Sigmundi Davíð tókst nefnilega að efna kosningaloforð sín um að hætta ESB-umsókninni, greiða ekki Icesave-óráðssíuna, klára skuldaleiðréttingu heimilanna og var kominn langt á veg með að koma Íslandi upp úr öldudal hrunsins.  

Auðvitað er mjög sárt að hafa rangt fyrir sér, - það sannar stjórnarandstaðan.  

Benedikt V. Warén, 28.11.2016 kl. 21:21

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Dapurlegast í aðförinni að Sigmundi Davíð, var þegar hópur framsóknarmanna söðla um og fór með ófrægingarliðinu gegn SDG.  Þetta eru Svartstakkarnir í Framsóknarflokknum, sem telja sig eiga flokkinn, - skuldlaust. Þeir telja sig ráða og allir verða að bukka sig og beygja fyrir skoðunum þeirra og áherslum.

Svartstakkar Framsóknarflokksins fylgja ekkert frekar hugsjónum eða lögmálum samvinnustefnunnar eða Framsóknarflokksins.  Þeir flögra út og suður og teygja stefnu flokksins í þær áttir sem hentar þeim í hvert sinn.

Benedikt V. Warén, 28.11.2016 kl. 21:24

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það versta sem fyrir Svartstakkana getur komið, er þegar almennur framsóknarmaður hefur sjálfstæða skoðun í flokknum, jafnvel þó sú skoðun sé innan ramma samvinnuhugsjónarinnar og markmiða Framsóknarflokksins.  

Skelfilegast fyrir Svartstakkana er ef almennur framsóknarmaður nær svo að ráða einhverju um framvindu mála í Framsóknarflokknum, eins og að ná því fram, hver er formaður flokksins.

Í síðustu kosningum kom brlega í ljós getuleysi stjórnarandstöðunnar, sérstaklega er hrakleg útreið Samfylkingarinnar.  Það þarf því ekki að þakka þeirri samkomu hvernig komið er fyrir stjón landsins. Ef einhverjum á að þakka sérstaklega, þá skulu þær þakkir færðar Svartstökkum Framsóknarflokksins. 

Með gjörðum sínum felldu Svartstakkar Framsóknarflokksins ríkisstjórnina!!

Benedikt V. Warén, 28.11.2016 kl. 21:34

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þar sem ég veit um fleiri en tíu sem hefðu kosið Framsókn ef Sigurður Ingi hefði ekki hrifsað formannsenbættið með klækjum,hljóta margir aðrir að kannast við það. - Þá værum við með góða stjórn áfram.

Helga Kristjánsdóttir, 29.11.2016 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband