BESTA LAUSNIN

Enn heldur umræðan áfram um það vandræðaástand sem ríkir í stjórn Reykjavíkurborgar. Nú kann einhver að hugsa sem svo,er þetta ekki mál Sjállfstæðismanna og annarra í Reykjavík að fást við.Hvað eruð þið utanbæjarmenn að hafa áhyggjur eða skipta ykkur af. Það skiptir miklu máli fyrir alla þjóðina að Reykjavíkurborg sé vel stjórnað. Það skiptir miklu máli að Sjálfstæðisflokkurinn haldi sínum styrk sem hann hefur alla tíð haldið Í Reykjavík. Það sjá nú fleiri að Sjálfstæðisflokkurinn er að glata öllu trausti með áframhaldandi samstarfi við Ólaf F. Það eu engar líkur á að fylgið hækki eitthvað á meðan Ólafur F. er í sinni lykilaðstöðu. Það gengur ekki að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram á þessari braut. Forysta Sjálfstæðisflokksins á landsvísu hlýtur að hafa áhyggjur af þessari stöðu. Fylgishrunið mun smám saman hafa áhrif á fylgi flokksins á landsvísu.

Nú heyrist það æ oftar að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að leita eftir meirihlutasamstarfi að nýju við Framsóknarflokkinn. Það liggur fyrir að mun meiri málefnaleg samstaða er með þessum tveimur flokkum en öðrum. Ég sá það haft eftir Guðna Framsóknarformanni að þetta væri leið sem kæmi til greina.

Nú er um að gera að nota tækifærið. Það eru miklar líkur á að þessir tveir flokkar gætu unnið ágætlega saman og endurheimt traust borgarbúa.

Ólafur borgarstjóri hefur sýnt það að hann mun ekki vinna upp traust kjósenda og Sjálfstæðisflokkurinn mun líða fyrir það. Sjálfstæðisflokkurinn á að óska eftir viðræðum við Framsókn. Það er best fyrir Reykjavík og landið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband