ÁBYRGÐARLEYSI SAMFYLKINGAR OG VINSTRI GRÆNNA.

Vinstri menn hamast nú við að skella allri skuldinni á Sjálfstæðisflokkinn vegna klúðursins,sem verið hefur í Reykjavík á kjörtímabilinu.En er þetta nú sanngjörn gagnrýni. Eftir að Dagur og félagar í Tjarnarkvartettnum misstu meirihlutann lýsti Samfylkingin og Vinstri grænir yfir að þeir myndu ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum.Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er ekki hægt að efna til kosninga á miðju kjörtímabili. Borgarfulltrúum ber því að mynda starfshæfan meirihluta. Það hefur komið fram að Ólafur getur ekkert frekar unnið í meirihluta með Sjálfstæðismönnum heldur í Tjarnarkvartettnum.

Miðað við skrípaleik Samfylkingar og Vinstri grænna um að það komi ekki til greina að mynda meirihluta með Sjálfstæðismönnum eru möguleikarnir ekki miklir. Það er fátt í stöðunni annað en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndi meirihluta. Þeir geta örugglega náð málefnalegri samstöðu.

Vandræðagangurinn í Reykjavík má fyrst og fremst skrifa á Samfylkinguna og Vinstri græna. Yfirlýsingar þeirra um að vilja ekki vinna með kjörnum eins flokks í borgarstjórninni er einsdæmi meðal sveitarstjórnarmann og þessum flokkum til mikillar skammar.


mbl.is Samstarfið á „endastað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Guðvarðarson

Einkennilegur máflutningur þetta

Guðjón Guðvarðarson, 14.8.2008 kl. 19:25

2 Smámynd: Þorsteinn Þormóðsson

Það er ekkert skrítið þó að Samfylkingin og vinstri grænir vilji ekki vinna með þessum spilltu framapoturum í sjálfstæðisflokknum. En halda því fram að þetta sé þessum flokkum að kenna um ástandið í borginni er alveg út í hött!! Og lýsir kannski best sjálfstæðismönnum!! Djöfulsins hræsni!!

Þorsteinn Þormóðsson, 15.8.2008 kl. 09:16

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Held nú að það megi skrifa þennan sorglega skrípaleik á alla flokka.

Held að það væri réttast að fara aftur í mannakosningar á sveitastjórnarstigi, þannig að þeir einstaklingar sem mest trausts njóta eru kosnir til að stýra sveitarfélaginu, óháð flokkadráttum. Finnst mín heimasveit einmitt vera dæmi um afturför við breytingu úr óhlutbundnum kosningum í listakosningar.

Gestur Guðjónsson, 15.8.2008 kl. 09:53

4 Smámynd: Bumba

Gestur, aljörlega sammála þér. Með beztu kveðju.

Bumba, 15.8.2008 kl. 10:00

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

"Gullfiskaminni" hvað!!  Ertu nokkuð búin að gleyma því að framsóknarmenn hafa marglýst því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn í borginni væri "óstjórntækur"?

Annars tek ég undir með Gesti, það á að kjósa menn en ekki flokka á sveitastjórnarstigiunu.

Sigrún Jónsdóttir, 15.8.2008 kl. 10:09

6 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Hafið þið kynnt ykkur sveitarstjórnarlögin þar sem fjallað er um óhlutbundnar kosningar í stað listakosninga? Kjósendur geta valið einstaklinga í sveitarstjórn sem hafa ekki nokkurn áhuga á því að starfa þar ef þeir eru kjörgengir samkvæmt sveitarstjórnarlögunum, þ.e. allir kjörgengir geta fengið atkvæði.  Ef slíkt væri viðhaft hér í Reykjavík, þá kæmi mér ekki á óvart að það tæki drjúgan tíma að telja atkvæðin hjá þessum fjölda sem ég geri ráð fyrir að fengi atkvæði. Þetta er mun minna mál í fámennum sveitarfélögum, þar þekkja allir alla nokkuð náið og megin þorri atkvæða fer ekki á svo stóran hóp þar sem það er nokkuð ljóst hverjir hafa áhuga á því að starfa að þessum málum. Þar er þetta líka oftast viðbótar starf við aðra fulllaunaða vinnu.

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 15.8.2008 kl. 23:05

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sigríður, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að þetta verði vandamál, fólk myndi eftir sem áður bjóða sig fram, þótt allir væru í kjöri er ólíklegt að aðrir en þeir sem bjóða sig fram myndu vera kjörnir inn. Þótt það gerðist að einhver sem ekki byði sig beint fram yrði kjörinn inn, teldi ég að samtímis ætti að fjölga í sveitarstjórn, í tilsvarandi borg og Reykjavík eru 45 í norskum sveitarstjórnum, þannig að vinnan og fórnin væri ekki eins og hún er í dag, þannig að það sé hægt að fara fram á það við fólk að sinna lýðræðislegri skyldu sinni að taka þátt í að stýra nærumhverfi sínu.

Gestur Guðjónsson, 15.8.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband