DAGUR OG SVANDÍS EIGA FYLGIÐ EKKI SKILIÐ.

Þótt ég búi ekki í Reykjavík fylgist ég með gangi mála þar eins og svo margir.Það skiptir nefnilega máli fyrir alla þjóðina að Reykjavíkurborg sé vel stjórnað.Mér finnst stuðningurinn við Samfylkinguna og Vinstri græna alveg með ólíkindum. Hafa kjósendur í Reykjavík virkilega gleymt því að á 100 daga meirihluta þeirra gerðist hreint og beint ekki neitt. Tjarnarkvartettinum tókst ekki einu sinna að setja saman málefnasamning. Ólafur F.taldi ekki hægt að vinna með þessu fólki.

Dagur og Svandís reyna að hvítþvo sig af þeim vandamálum sem uppi hafa verið í Reykjavík. Eru það nú ekki dæmi um klæki og valdafíkn að setja saman meirihluta eins og þau gerðu án þess að semja um málefnasamning. Eingöngu var samið um embætti borgarinnar og svo átti Svandís að vera einhverskonar yfirfrakki.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar byrjaði á því að kanna málefnalega samstöðu.

Það er skylda sveitarstjórnarmanna að sjá til þess að sveitarstjórn sé starfhæf og það gengur ekki að menn gefi út yfirlýsingar að þeir muni alls ekki mynda meirihluta með einu framboði. Í þessu tilfelli neitar Samfylking og VG að vinna með Sjálfstæðisflokknum.

Mér finnst fjölmiðlar haf hlíft Degi og Svandísi allt of mikið varðandi þetta atriði. Hvers vega er þau ekki spurð útí þetta. Auðvitað má vel vera að þetta skili þeim atkvæðum,en hvar er ábyrgðin? Kjósendur kusu borgarfulltrúana til að vinna að málefnum Reykjavíkur. Þegar svona vandamál koma upp eins og á þessu kjörtímabili geta menn ekki sagt nei ,við vinnum ekki með Sjálfstæðisflokknum.

Dagur og Svandís hafa sýnt ábyrgðarleysi í þeim efnum.

Nú er það ekkert einstak í sveitarstjórnum að meirihlutaskipti hafi orðið. Á síðasta kjörtímabili vooru tíð meirihlutaskipti í mínum gamla heimabæ Vestmannaeyjum.Stærstu flokkarnir og höfuð anstæðingarnir Sjálfstææðisflokkurinn og Samfylkingin sáu þá að sýna varð ábyrgð og slíðra sverðin út kjörtímabilið og mynda sterkan og starfhæfan meirihluta.Ég er alveg sannfærður um að það hefur ekki verið auðvelt að mynda svona meirihluta,en það var gert og var örugglega mjög til farsældar fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum.

Nýr meirihluti í Reykjavík hefur tæp tvö ár til að sanna sig. Ég trúi ekki öðru en að smám saman sjái fólk að það var Dagur og Svandís sem sáu til þess að enginn annar meirihluti var raunhæfur heldur en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.


mbl.is 26,2% segjast styðja nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÚPS !   Manni bara blöskrar þegar sveitavargurinn opnar munninn.  Þessi setning hefur alltaf farið í taugarnar á mér og hef aldrei notað hana fyrr en nú.  Maður gæti haldið að Hanna Birna væri skyld þér eða þá Óskar.  Verum þess minnug að hundarnir liggja eins og þeir hafa um sig búið.   Það á svo sannarlega við um þetta vesalings fólk ( Hanna Birna og Óskar ) sem eru ekkert annað en strengjabrúður flokka sinna. Fólk sem fórnað er á skítugu altari pólitíkurinnar og það sem verra er, lætur fórna sér í von um völd og frægð.  Svei þeim. 

Simbi Sæfari (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 14:42

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Nei,við erum ekkert skyld nema hvað við Hanna Birna erum flokkssytskyni. Mér finnst bara ömurlegt að horfa uppá að kjósendur skuli láta blekkjast af fagurgala Dags og Svandísar.

Sigurður Jónsson, 17.8.2008 kl. 15:14

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

auðvitað skilur þú ekkert í þessu Sigurður, þú ert í flokki sjálftektarmanna og ert vanur svona svikabrögðum og stjórnmálalegum klækjum ;)

Óskar Þorkelsson, 17.8.2008 kl. 15:18

4 identicon

Það þýðir ekkert fyrir sjáfstæðismenn að bölva svona fylgi, þetta er áunnið.  Ekki það að vinsti flokkarnir séu svona frábærir, miklu frekar það að sjáfstæðisflokkurinn hefur ekkert traust kjósenda.  Og það er verðskuldað.

joi (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 17:25

5 Smámynd: Hilmar Björgvinsson

Nú skil ég betur af hverju Sjálfstæðisflokkurinn fær svona mikið fylgi í þessari nýjustu skoðunarkönnun þegar maður les skrif sem þessi. Að flokkurinn skuli fá 27,9% í þessari könnun er með ólíkindum eftir allt sem á undan er gengið. Hver höndin upp á móti annari í flokknum og allt gert til þess að vera með völd og þau notuð illa. Sjálfstæðisflokkurinn er því miður ekki stjórntækur í Reykjavík.

Sem betur fer sér meirihluti Reykvíkinga hvernig ástandið er búið að vera og treystir ekki þessum nýja meirihluta Sjálfsstæðisflokks og Framsóknar. Hvern skyldi undra?

Hilmar Björgvinsson, 17.8.2008 kl. 17:40

6 identicon

Eftir að hafa fylgst með færslum í bloggheimum síðustu daga, hef ég komist að því að ergelsi íhaldsmanna er orðið brjóstumkennanlegt!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 18:13

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Annað hvort er þessi grein grín eða bláu gleraugun þín eru alveg ógegnsæ.

Mér finnst eiginlega merkilegast við þessa könnun er hvað þetta bjánalið í Sjálfstæðisflokknum fær þó...27%

Það er líklega af því það er nokkur hópur manna sem er jafn siðblindur og flokkshlýðin að þeir eru tilbúnir að blogga gegn betri vitund... en það er ekkert við því að gera nema brosa góðlátlega því þetta er ólæknandi flokksundirlægjuháttur.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.8.2008 kl. 18:25

8 identicon

Sigurður,,,,,,,,hugsaðu aðeins áður en þú lætur svona bull frá þér.Ertu vinur gaursins í Svörtuloftum við Arnarhól.?

Númi (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 23:00

9 Smámynd: Sigurður Jónsson

Já,ég bjóst nú alveg við að einhverjir væru nú ekki sammála skoðunum mínum og ekkert við það að athuga.Lágkúru Gunnars Þórs tel ég nú ekki einu sinni svaraverða.

Ég hef lengi fylgst með stjórnmálum og tekið í langan tíma þátt í sveitarstjórnarmálum,einmitt af þeirri ástæðu finnst mér furðulegt hvernig menn sjá borgarmálin í Reykjavík. Sjálfstæðismenn er vonda fólkið,klækjastjórnmálamenn en Samfylkingin og Vinstri grænir þeir góðu og málefnalegu. Dettur mönnum virkilega í hug að svona séu málin.Þau

Hvaða afrek vann 100 daga meirihluti Dags og félaga,sem verðskulda svo mikið fylgi í skoðanakönnunum? Eina sem var samkomulag um var að gera ekki neitt. Ekki einu sinni til málefnasamningur að vinna eftir.

Sjálfstæðismenn eru sakaðir um að reyna að ná til sín veikasta hlekkinum til að mynda meirihluta, fyrst Ólaf F. og svo núna Óskar Bergsson. Það er nú svo að það þarf 8 fulltrúa til að mynda meirihluta.

Stöldrum samt aðeins við þessa kenningu um að ná í veikasta hlekkinn. Hvernig ætlaði Dagur og Svandís að mynda meirihluta. Með því að ræða við við Óskar (veika hlekkinn) og fá Ólaf F.til að hætta í borgarstjórn svo Margrét Sverrisdóttir fengi sæti hans. Menn eins og Árni Þór voru gerðir út af örkinni til að eiga klíkufundi um þetta.

Eru þetta ekki klækjastjórnmál?

Það sem mér finnst leitt er hvernig margir vinstri menn láta. þeir halda að þeir einir vinni málefnalega og af hugsjón en brigsla öðrum um alls konar valdabrölt og klækjastjórnmál.

Ég undirstrika það enn og aftur að Dagur og Svandís hafa sýnt algjört ábyrgðarleysi með að útiloka meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Það voru í raun þau sem bjuggu til meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.Þau útilokuðu alla aðra möguleika.Þau sögðu þegar óLafur F. myndaði meirihluta með Sjálfstæðisflokknum að hann ætti ekki afturkvæmt í Tjarnarkvartettinn.

Sigurður Jónsson, 17.8.2008 kl. 23:29

10 identicon

Ég er alveg sammála þér Sigurður, Tjarnarkvartettin var myndaður um völd en ekki hugsjónir, það lá fyrir frá byrjun að þessir flokkar gætu ekki starfað saman, enda kom það á daginn að þeir remdust við í hundrað daga en þá sprungu þeir á því að geta ekki komið sér saman um málefnasamning. Ekkert gerðist í borginni þennann tíma hún drabbaðist niður. Tjarnarkvartettinn dæmalausi var okkur Reykvíkingum dýrt spaug og það er rétt hjá Simba að hundarnir liggja eins og þeir hafa búið um sig. (Svandís og Dagur  B.) Rúin trausti og valdalaus

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 04:04

11 Smámynd: Ásgerður

Allt þetta fólk, sama í hvaða flokki, hefur kostað borgina mikla peninga. Ef þetta fólk væri að vinna hjá "venjulegu" fyrirtæki væri búið að reka það allt með skömm, því það hefur svo sannarlega ekki skilað sínu. Og það myndi alveg örugglega ekki fá meðmæli.

Þessi pólitík er bara fyrir fólk sem kann ekki og vill ekki vera heiðarlegt,,,ég myndi aldrei treysta neinu af þessu fólki,,ekki einu sinni til að fara út í búð fyrir mig.

Ásgerður , 18.8.2008 kl. 09:17

12 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Rétt, Sigurður. Það er með eindæmum að fólk eins og Dagur og Svandís skuli geta sýnt annað eins fylgi í skoðanakönnunum án þess að hafa gert nokkurn skapaðan hlut... nema jú að hækka leikskólagjöldin þessa 100 daga sem þau voru við stjórn. Málið er að þau hefðu þurft að fá að sitja aðeins lengur en þessa 100 daga. Bara til þess að kjósendur hefðu fengið að sjá hversu liðónýt þau eru.

Emil Örn Kristjánsson, 18.8.2008 kl. 11:36

13 Smámynd: Sigurður Jónsson

Gunnar Þór. Alltaf gaman að lesa málefnaleg skrif frá þér.

Sigurður Jónsson, 19.8.2008 kl. 00:28

14 Smámynd: Héðinn Björnsson

Mundu að taka með hversu margir 'skila auðu' með því að taka ekki þátt. Það sem hefur gerst er að Samfylking og VG hafa bætt öræítið við sig meðan að hinir flokkarnir hafa hrunið og fyrrum fylgismenn þeirra halda að sér höndum meðan þeir athuga mál sitt. Það er stór grundvöllur fyrir nýjum hægriflokki í Reykjavík.

Héðinn Björnsson, 19.8.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband