ER ÁL MÁLIÐ ?

Mikil breyting hefur orðið á sviði útflutningstekna okkar eins og í svo mörgu öðru. Útflutningstekjur okkar Íslendinga byggjast nú ekki eingöngu á fiskafurðum. Álframleiðsla kemur nú mjög sterkt inn og er orðin tæp 18% á árinu 2007 og stefnir í að verða rúmlega 30% á áinu 2008.

Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að í framtíðinni mun útflutningur sjávarafurða ekki vega eins þungt og hann gerði áður jafnvel þótt hægt verði að veiða meira í framtíðinni. Það þarf að búa til ný störf fyrir þann mikla fjölda sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu áru.

Við þau þrjú álver sem starfa í landinu vinna um 1500 manns og afleidd störf eru 3100. Það munar um minna fyrir þjóðarbúið. Hvernig værum við stödd í dag ef afturhaldsöflin hefðu fengið að ráða?

Þegar rætt er atvinnuuppbyggingu er auðvitað eðlilegast að heimamenn hafi mest um það að segja hvers konar uppbyggingu þeir vilja. Suðurnesjamenn hafa sótt það mjög stíft að fá nýtt álver í Helguvík og það mun örugglega verða að veruleika. Þetta skiptir gífurlega miklu fyrir alla uppbyggingu þar og ekki síður fyrir þjóðarbúið í heild sinni.

Norðlendingar eiga í mikilli baráttu til að koma upp álveri við Húsavík. Umhverfisráðherra er þar þeirra helsti andstæðingur og hefur með úrskurði sínum orðið til að tefja málið eða jafnvel að fæla fjárfesta frá vegna seinkunar.

Framkvæmdir á Austfjörðum vegna álversins og svo rekstur þess hafa hreinlega bjargað þeim frá verulegum fólksflótta.

Á öllum þessum stöðum standa heimamenn saman og vilja atvinnuskapandi álver. Hvers vegna í óskupunum eiga Reykvíkingar að  gera tilraunir til að drepa þær framkvæmdir.  Ég er ekki viss um að allir Reykvíkingar skilji lífið á landsbyggðinni og hvernig peningarnir verða til, sem halda svo uppi öllu menningarlífinu og velferðarkerfinu. Það þarf nefnilega peninga til að geta rekið jafn gott þjóðfélag og er hér á Íslandi.

Umræðan um virkjanir í neðri hluta Þjórsár hefur verið mikil á síðsutu mánuðum. Eins og í málunum hér að ofan finnst mér höfuðatrið,hvað vilja heimamenn sjálfir. Það er mjög gott að sveitarfélögin fjögur sem liggja að Þjórsá hafa nú myndað mér sér formlegt bandalag vegna atvinnuuppbyggingar í orkufrekum iðnaði.

Hér er ekki verið að tala um álver,en eftirspurn eftir rafmagni er mikil um þessar mundir frá alls konar fyrirtækjum sem vilja byggja upp sína starfsemi hér á landi. Sveitarfélögin fjögur leggja mikla áhreslu á að hægt verði að nýta rafmagnið hér á svæðinu þar sem það verður til í atvinnuuppbyggingu. Framundan er að sveitarfélögin munu kynna hvað þau eru góður kostur fyrir fyrirtæki til að byggja upp sinn iðnað.

Ef við eigum að komast útúr efnahagserfiðleikunum verðum við að hugsa um hvernig við getum aukið okkar framleiðslu og aflað tekna til að standa undir okkar velferðarþjóðfélagi. Stærstu möguleikar okkar liggja í því að nýta orkuna sem við eigum.


mbl.is Álútflutningstekjur yfir 30%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Þetta er alveg rétt hjá þér Sigurður. Það er of mikið um að mannskapurinn í 101 Reykjavík ráðskist með framkvæmdir á landsbyggðinni. Á sama tíma þá kemur landsbyggðinni ekkert við hvað verður um Reykjavíkurflugvöll. Hins vegar finnst mér að sveitarfélögin eigi að láta fara fram skoðunarkönnun meðal íbúa sinna þegar kemur að svona stórframkvæmdum. Þannig og einungis þannig er hægt að tala um vilja heimamanna. Því miður er hins vegar allt of mikið um að sveitarstjórnarmenn treysti íbúum ekki til þess að segja sína skoðun. Kannski er það vegna þess að þeim þykja sveitungarnir ekki nægjanlega gáfaðir til að hafa skoðun á málefnum. Við verðum hins vegar að muna að fyrir marga eru stórframkvæmdir mikið tilfinningamál og ekki má gera lítið úr tilfinningum og vilja íbúanna. Mér fannst framtak Hafnarfjarðar gott þegar kom að ákvörðun um stækkun álversins þar. Mér finnst að Skeiða- og Gnúpverjahreppur ætti að láta fara fram skoðunarkönnun meðal íbúa sveitarfélagsins um virkjanir í Þjórsá. Þá fyrst er hægt að tala um hvað heimamenn vilja.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 10.9.2008 kl. 18:35

2 identicon

Því miður er þetta ekki rétt hjá þér með Reykvíkinga og landsbyggðarmenn. Sjáðu þessa frétt frá því í apríl á þessu ári:

Síðast uppfært: 23.04.2008 08:38

Sól í Flóa afhendir undirskriftir

Samtökin Sól í Flóa afhenda á eftir sveitarstjórn Flóahrepps lista með nöfnum rúmlega 200 af rúmlega 400 íbúum hreppsins sem skora á sveitarstjórn að endurskoða ákvörðun sína um að setja Urriðafossvirkjun inn á aðalskipulag hreppsins.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að rétt rúmur helmingur íbúa Flóahrepps 18 ára og eldri hafi skráð sig á listann og lýst andstöðu sinni við áform sveitarstjórnar. Í niðurlagi áskorunarinnar segir að fólkið meti það svo að sveitarfélagið sé betur sett án virkjunarinnar.

Orðalag þitt virðist ekki benda til þess að þú þekkir heimamenn eða takir tillit til vilja þeirra. Þetta Reykjavík versus landsbyggð sæmir ekki manni í þinni stöðu þar sem þetta á ekki við rök að styðjast.

ASM (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 828238

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband