HVAÐ MEÐ ALMENNING ?

Enn er hávaxtastefnan allsráðandi hjá Seðlabankanum. Enn eru stýrivextir 15,5%. Við búum við það á Íslandi að vera með hæstu vexti í hinum vestræna heimi. Hefur vaxtastefna Seðlabankans skilað árangri í baráttuna við verðbólguna. Svarið er nei.Hvers vegna þurfa vextir að vera hæstir hjá okkur. Einhvern veginn finnst mér ráðamenn skulda okkur skýringar.

Verðbólgan hefur ekki verið hærri á Íslandi í 18 ár, þrátt fyrir stefnu Seðlabankans að halda verðbólgunni niðri.

Almenningur verður virkilega var við að allar vörur og þjónusta hækka og hækka. Verðtryggingin á lánuunum hækkar lánin dag frá degi. Hvernig stendur á því að bankarnir þurfa að hafa bæði verðtryggingu og háa vexti á sínum lánum til almennings.

Verðbréf falla og falla. Ótrúlegar tölur um tap fyrirtækja heyrast vegna fáránlegra fjárfestinga erlendis.

Krónan er meira og minna veik flesta daga þótt hún herssist aðins á milli. Það er ekki annað hægt að segja en krónan sé sárlasin og varla til neinna stórræðna í íslensku efnahagslífi. Stjórnmálamenn hljóta að taka til alvarlegrar athugunar framtíðina í sambandi við hvaða gjaldmiðil á að nota og/eða áðildaviðræður við Efnahagsbandalagið.

Til að borga alla vitleysuna verður almenningur í landinu nú að borga brúsann. Almenningur stofnaði ekki til veislunnar sem staðið hefur yfir. Það voru aðrir sem sáu um hana.

Eflasut er hægt að þrengja svo að almenningi að verðbólutölur lækki. Hvað vinnst með því að fólk missi sitt húsnæði í stórum stíl.Hvað vinnst með því að fólk geti hreinlega ekki framfleytt sér af launum sínum. Það er nefnilega ansi stór hópur í landinu sem hefur ekki há laun.Á að svelta þetta fólk svo hægt sé að  ná verðbólgunni niður. Vinnst eitthvað með því? Eru engar aðrar leiðir færar til að ná árangri og laga efnahagsvitleysurnar, útrásarfyllirí banka og fjárfesta.

Mér finnst alvarlegt í allri þessari umræðu að forustumenn launþegasamtaka segjast hafa boðist til þess að vinna að því að gera þjóðarsátt til að koma í veg fyrir óðaverðbólgu og að hagsmunir almennings yrðu varðir. Það sem er alvarlegt ef rétt er að ríkisstjórnin hafi ekki viljað koma að þessum málum. Það er mjög slæmt.

Mér finnst líka athyglisvert að forsvarsmenn atvinnulífsins hafa á síðustu mánuðum gagnrýnt harðlega hávaxtastefnu Seðlabankans og telja að hún skili alls ekki tilætluðu markmiði í baráttunni við verðbólguna.

Á síðustu misserum hefur fólki verið boðin alls konar gylliboð til að kaupa sér íbúð,bíla o.fl. Er eitthvað skrítið þótt almenningur félli fyrir þessu.

Aðalatriðið nú hlýtur að vera að skaði almennings verði sem minnstur. Það verður að gera allt til þess t.d. að fólk sem skuldar mikið vegna íbúðakaupa fái hjálp til að halda sínum eignum.

 


mbl.is Stýrivextir áfram 15,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828229

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband