HRIKALEGAR FRÉTTIR FYRIR ALMENNING.

Hrun íslensku krónunnar er skelfileg þróun fyrir allan almenning í landinu.Margir eru með erlend lán t.d. vegna bílakaupa. Það er ekki hægt að segja við fólk,ykkur var nær að vera að taka lán í erlendri mynt. Á sínum tíma var öllum ráðlagt að taka erlent lán að mestum hluta. Sagt var að þróun gengismála gæti aldrei orðið slík að það væri óhagstæðara heldur en að vera eingöngu með lán í íslenskum krónum, vextirnir væru svop háir hér. Annað hefur nú komið hressilega í ljós.

Við þessar gegngisbreytingar hækkar vöruverð,verðbólga hækkar og lánin hækka. Stærsta hlutfallið af lánum sem almenningur er með er verðtryggður, þannig að vítahringurinn verður algjör.

Nú liggur Seðlabankastjórn undir ámælum fyrir að verja ekki íslensku krónuna. Það vakti furðu að Seðlabankinn var ekki með í samstarfi norrænu Seðlabankanna við bandaríska Seðlabankann.

Seðlabankastjórnin hlýtuir að þurfa að gera öllum landsmönnum skýringar á þessu. Takist stjórnvöldum ekki að bjarga íslensku krónunni frá algjöru hruni og að lækka verðbólguna sjá allir að stór hluti almennings mun lenda í meiriháttar vandræðum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Maður hreinlega trúir því ekki að Seðlabankinn hafi ekki viljað taka þátt í að gera allt sem hægt er til bjargar krónunni,en samkvæmt fréttum lítur aðgerðarleysi hans ekki vel út.


mbl.is Krónan aldrei veikari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband