SPILABORGIN HRUNDI OG FLEIRI MUNU HRYNJA.

Fréttir um hrun Glitnis og björgunaraðgerðir Seðlabankans og Ríkisstjórnarinnar vekja menn til umhugsuar um það hversu ástandið er raunverulega slæmt hjá okkur. Því miður virðast fleiri neikvæðar fréttir í farvatninu. Krónan heldur áfram í frjálsu falli,þannig að ástandið er ekki gæfulegt.

Auðvitað varð eitthvað að gera og verður eflaust að grípa til frekari aðgerða eigi hreinlega ekki allt þjóðfélagið að fara á hausinn.

Það sem vekur kannski mestu reiðina hjá öllum almenningi er bruðlið og fáránleikinn hjá þessum köppum sem stýrt hafa fjármálastofnunum á síðustu árum. Hvers konar fáránleiki voru ofurlaun toppanna. Rökin voru þau að þeir væru að gera svo góða hluti að þeir yrðu að fá hluta af þeirri velgengni í eigiun vasa. Annað hefur nú komið í ljós. Það situr líka í fólki á þessum tímamótum hvernig starfslokasamningar við toppana hafa litið út og svo var einnig komið að gera varð upohafssamninga einnig uppá tugi eða hundruði milljóna.

Einkaþotur og einkasnekkjur sitja líka í minni fólks á þessum tímamótum.

Ég hélt á sínum tíma að það væri betra að einkavæða bankana. Nú hlýtur maður að efast.

Hverjir eru það sem þurfa svo að blæða á endandum. ALMENNINGUR Á ÍSLANDI.


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Nú er Lárus Welding væntanlega orðinn ríkisstarfsmaður.  Í hvaða launaflokki mun hann lenda ?  Hann ætti að fá amk. jafn góð laun og háskólaprófessor hjá HÍ finnst mér, minna má það ekki vera.

Kári Harðarson, 29.9.2008 kl. 13:50

2 identicon

Litlir kassar á Lækjarbakka, litlir kassar og dingalingaling.

GP (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:20

3 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Húsnæðisbólan með sitt óhjákvæmilega hrun hefði aldrei orðið meira en húsnæðis uppsveifla ef viðskiptabankarnir hefðu ekki haft aðgang að ódýru lánsfé að utan til að lána grunlausum landanum. Lánsfé í heiminum hefur verið ódýrt síðustu ár því seðlabanki bandaríkjanna (Federal Reserve) hélt stýrivöxtum langt undir raunvirði og prentaði alla þá peninga sem bankarnir gátu lánað með tilheyrandi verðbólgu og óhjákvæmilegu efnahagshruni.

Austurríska hagfræðin spáði fyrir um að efnahagsbólur og efnahagshrun væru óhjákvæmilegar afleiðingar "seðlabankakerfis sem prentar peninga úr engu". Þessir spádómar rættust fyrst eftir áratug af peninga prentun og ódýrum lánum sem leiddi til efnahagshrunsins 1929 og heims kreppunnar sem fylgdi í kjölfarið. Þessir spádómar eru enn að rætast í dag og munu halda áfram að rætast meðan seðlabankar geta prentað peninga úr engu.

Hér er ókeypis hljóðútgáfa á mannamáli hvers vegna við gátum tekið ódýr lán sem núna eru dýrt, hvers vegna krónan hrundi, hvers vegna hver Íslendingur var að tapa 280.000 krónum og hvernig hægt er að breyta kerfinu til að koma í veg fyrir bólur og kreppur í framtíðinni:

9: Inflation and the Business Cycle  (Verðbólga og Hagsveiflan)

Jón Þór Ólafsson, 29.9.2008 kl. 15:12

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir Jón Þór, við megum ekki láta deigan síga og verðum að uppfræða fólk um það hvernig búið er að svindla á því og ljúga að því í meira en 100 ár. Slík vitneskja er of mikilvæg til þess að liggja í skúmaskotum og úti á þekjunni, þrátt fyrir að miklu hafi verið tjaldað til að kæfa slíka umræðu. Ekki síst í menntakerfinu þar sem ekki er minnst stöku orði á það hvað peningar raunverulega eru eða hvaðan þeir koma, og hvers vegna verðbólga er óhjákvæmileg í þessu kerfi o.s.frv.

P.S. GP Hittir beint í mark, þetta er allt saman eitt stórt dingaling!

Guðmundur Ásgeirsson, 29.9.2008 kl. 15:58

5 Smámynd: Sigurjón

Hvað segirðu Siggi, fæ ég ekki lóð heima í Árnesi undir eins og eina spilaborg?

Sigurjón, 29.9.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828230

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband