DAVÍÐ ODDSSON FRÁBÆR Í KASTLJÓSI.

Enn einu sinni sýndi Davíð Oddsson í Kastljósi kvöldsins hversu gífurlega sterkur leiðtogi hann er. Ég er viss um að fólk sem hlustaði á Davíð í kvöld fékk betri skilning á því hvers vegna málum er komið eins og raun ber vitni. Ég er viss um að honum tókst að sannfæra almenning að aðgerðirnar nú eru til að bjarga almenningi  en ekki útrásargæjunum,sem hafa fjárfest hreint ótrúlega.Það eru hagsmunir almennings sem skipta öllu máli.

Ég hugsaði með mér í kvöld,hvað mikið gekk á fyrir nokkrum misserum varðandi fjölmiðlamálið svokallaða. Þá átti að reyna að takmarka eignarhald manna á fjölmiðlum. Fólk hlýtur að muna eftir að þá var allt keyrt á fullu í ofsóknum á Davíð. Allt átti þetta vera af því að honum væri svo illa við Baugsveldið. Þetta gekk svo langt að sjálfur forseti Íslands neitaði að skrifa undir lögin.Einhverjir hljóta að fara nánar útí það,hvað forsetanum gekk til að skrifa ekki undir. Auðvitað var það merkilegt hvernig Baugsveldinu og fleirum tókst að fá almenningsálitið með sér.Og enn var reynt að koma sökinni á Davíð þegar Glitnir gafst upp. Enn ætlaði Jón Ásgeir að hefja áróðursherferðina. Nú hefur hann þagnað. Hvers vegna taka 365 miðlar ekki viðtal við Jón Ásgeir núna?

Hefði nú ekki verið nær að setja einhver mörk á það hve mikið menn gætu átt. Hafið þið tekið eftir hvernig eignarhaldið er á félögunum. Sömu aðilar eiga félögin þvers og kruss og notuðu svo eigin banka til að fjármagna. Svo ætluðust útrásargæjarnir til að fé almenning yrði notað til að fleyta þeim áfram.Hefði  núekki verið gott að einhver lög hefðu verið til sem takmörkuðu hvernig græðgisgæarnir gátu stofnað félög,banka og fyrirtæki sem áttu svo hvort annað og lánuðu og lánuðu.

Hefði ekki verið betra að þjóðin hlustaði þá á Davíð.

Það var gott að heyra að Davíð sagði að eftir að við höfum gengið í gegnum þetta og taldi það verða stuttan tíma ætti íslenska þjóðin bjarta framtíðarmöguleika.

Þið sem misstuð af Kastljósi kvöldsins ættuð að hlusta á Davíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann stóð sig frábærlega og ég hlustaði á hvert einasta orð sem hann sagði. 

Guðný (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 20:53

2 identicon

Eg hef sko aldrei verid mikill Davidssinni og oftast verid frekar verid á móti honum og eiginelga oftast verid frekar Vinstra meginn, en ég verd tó ad segja tad ad hann algerlega brilleradi madurinn i tessu vidtali !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 20:59

3 identicon

Hér er slóðin Upplifið sannleikan

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4431227

Æsir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:07

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

kallinn var frábær - skilaði þessu vel þannig að meira að segja ég náði flestu af þessu

ég sofna sáttari í kvöld

Jón Snæbjörnsson, 7.10.2008 kl. 21:08

5 identicon

Þið hljótið að vera að grínast ! Hann sem var kosinn af almenningi til að stjórna landinu, kom þessu öllu af stað.  Hann hefði vel getað bæði sem forsætisráðherra og síðar seðlabankastjóri beitt þeim aðgerðum að láta ekki bankana vaxa eins mikið og þeir gerðu í útlöndum. Hann lækkaði skatta á þenslutímabili, stóð að 90% íbúðarlánum ásamt framsókn. Nei, hann Davíð okkar ber enga ábyrgð, nei alls ekki. Kræst, hvað þið eigið bágt.  Íslenskir fjárglæframenn voru aldrei kosnir af þjóðinni og eru því ábyrgðarlausir (eða þannig hafa þeir hagað sér). Við verðum hinsvegar að getað treyst kjörnum fulltrúum, og þá var Davíð í aðalhlutverki.

Seðlabankastjóri bara varar ekki við. Hann kemur með aðgerðapakka til handa ríkisstjórn. Það gerði foringi ykkar aldrei !

Gísli (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:11

6 identicon

Ekki tókst þessum Davíð að sannfæra undirritaðan um eitt né neitt.Svoleiðis eintala bull í honum,hugsið ykkur þetta er sami maðurinn og átti stóran ef ekki stærstan þátt í að einkavæða bankana,svo kemur hann fram á sjónarsviðið sem hálfgerður Súperman og þykist vera að bjarga almenning í landinu.Davíð Oddsyni hefur ætíð verið í nöp við þjóð sína,og hann breytist ekkert.Honum hefur tekist að dáleiða marga við skjáinn í kvöld,en ekki tókst honum að dáleiða undirritaðan.

Númi (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:20

7 identicon

Davíð kom alveg frábærlega frá þessu viðtali. Það að vera í nöp við fjárglæframenn er ekki að vera í nöp við þjóðina. Ég vildi að við hefðum fleiri menn eins og Davíð Oddsson.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:33

8 identicon

Já hann Davíð má eiga það að hann talar manna mál Það er mikill munur en margir af þassum stjórnmálamönnum sem tala og tala og segja ekki neitt.Ég held því fram að hann sé einn af þeim bestu sem við höfum haft.Ég hef verið að hugsa um það að Olafur Ragnar forseti lætur ekki mikið bera á sér þessa dagana.Ég man þá tið þagar hann var að dásama þetta lið sem er búið að koma þjóðini í þessi vandræði  Skildi hann kunna að skammast sín .   held ekki

ingo skulason (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:46

9 identicon

Hvernig er hægt að trúa þessum Davíð ,uss fuss og svei.Vonandi á einhver eftir að koma fram sem þorir að grafa upp um Davíð þennan,HANN DAVÍÐ er EKKI að vinna fyrir þjóð sína,hann dregur hana á asnaeyrum.Sem betur fer átti undirritaður ekkert aurasafn í banka sem hann hefði getað glatað.Davíð heldur alltaf verndarhendi yfir ákveðnum aðilum í þessu þjóðfélagi,öðruvísi fengi hann ekki að sitja á stóli og skammta sér laun  einsog hann vill,þetta veit ég verkamaðurinn,þetta er reyndar svo einfalt og augljóst.Voru það ekki fjárglæframenn sem komu að eftirlaunafrumvarpinu,hver fór þar fremstur í flokki og er talin arkitekt að því,jú Davíð Oddson og engin annar.Heil Hvað.?

Númi (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:46

10 identicon

Þið sem hrósið Davíð ykkar í hástert ættuð að hugsa út í þetta.  Úr því sem komið var, var ekkert annað í stöðunni fyrir ríkisstjórn og seðlabanka að ábyrgjast ekki erlendar skuldir bankanna. Til þess hafði þjóðin einfaldlega ekkert bolmagn enda umsvif þeirra 12-föld þjóðarframleiðsla.  En að þetta neyðarráð sé bara allt í gúddí eins og foringi ykkar segir, er ekki svo. Við þetta mun lánshæfimat ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja, þmt. mikilvægra ríkisfyrirtækja sem þurfa að framkvæma á krepputímum, versna, hugsanlega til muna.  Það mun gera það að verkum að framkvæmdir verði mun hægari eða hugsanlega engar um tíma.  Þetta neyðarúrræði var það skásta í stöðunni, en til þess hefði að sjálfsögðu ekki átt að koma.  Í því ber maður eins og Davíð mikla ábyrgð.

Gísli (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:54

11 identicon

Það voru allir þingmenn sem voru sammála eftirlauna frumvarpinu. Þó einhverjir komi núna og þykjast vera á móti.Það sést núna þagar enginn vill breita þessu. Eftir því sem ég best veit þá var. Davið  ekki einn á þinginu

ingo skulason (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:58

12 identicon

Davíð kom mjög vel út í þessu viðtali...öll jakkafataklæddu fóstrin sem stýrðu bönkunum á kaf...eiga að axla ábyrgð og hana nú!!!!!

Bidda (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 22:36

13 identicon

Var þetta ekki sami sami Davíð og hleypti úlfunum á einkavæðingargarðinn? Var þetta nýr Davíð? Góði Davíð?

Björn (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 22:36

14 identicon

Þú sem skrifar undir nafninu Ryan Giggs  Er það þín sannfæring að þeir sem eru ekki sammála þér eru heila bilaðir   Já það er spurning hverjir eru heila bilaðir

ingo skulason (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 22:43

15 identicon

Var Davíð svo brilliant? Ég er ekki viss. Hann var hálf sauðslegur þegar hann var spurður um rússalánið og gönuhlaupið þar. Hann kom náttúrulega fram sem frelsari og veifaði krónunni í kringum sig eins og það væri vegna hennar að við gætum komist út úr vandanum.  Hvaða misskilningur var þetta svo með festingu á genginu? Hver misskildi hvern? Davíð segir að hann hafi varað árum saman við að bankarnir voru að fara of geyst, þar á meðal við ríkisstjórnina og svo bankana sjálfa. Ef hann sem brunaliðsstjóri (svo ég noti samlíkingu hans sjáfs) gerði sér grein fyrir að svo mikill eldsmatur var að safnast fyrir, af hverju gerði seðlabankinn engar ráðstafanir. Af hverju var bindiskyldan ekki sett á? Af hverju hlustaði enginn á Davíð? Hvaða rugl er þetta í manninum? Og Davíð sá þá niðurstöðu fyrir sem nú er í dag fyrir 12 - 14 mánuðum og lísti fyrir ónefndum bankastjóra. Ertu að segja mérí sannleika að þér finnist Davíð hafa komist vel frá þessu? Hann sá þetta allt fyrir og lét svo allt fuðra upp. Hann gerði ekki baun. Ef lýsingin er rétt hjá Davíð þá brást hann og ríkistjórnin skyldum sínum. Trúum við því? Davíð segir það.

frimmi (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 22:53

16 identicon

Ég hef alltaf sagt að Davíð er góður stjórnandi þótt ég hafi ekki verið mjög oft sammála honum. það var margt satt og athyglisvert sem hann sagði í kvöld, en Það breytir ekki því að hann ásamt þáverandi stjórn bera að mestu ábyrgð á ástandinu þegar þeir afhentu banka og aðrar eignir almennings til einkaaðila að braska með! Og mér finst ótrúlegt að ekki skyldi vera settar reglur frá hrossakaupastofnuninni við Austurvöll svo þetta gæti ekki gerst. Hvað voru alþingismenn að gera á þessum tíma? Kveðja.

ArnbjörnEiríksson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 23:20

17 Smámynd: haraldurhar

   Ekki var ég uppnuminn við að hlusta á Davíð í kvöld, og mynnti mig mest á menn sem aldrei þora né framkvæma og segja þegar ekki tókst upp sem skyldi SAGÐI EG EKKI:    Það sem Davíð gleymdi að segja frá er að ríkiútgjöld hafa hækkað úr 35% á þóðarframl í tæp 50%. Hann virðist ekki gera sér grein fyrir að okurvextir Seðlabankans er megin orsök að fjölskyldur og fyrirtæki eru kominn í þrot eða á leiðinni þangað. Fólk tók erl. lán. vegna vaxtaokurs.  Hlutafjárkaupinn í Gliti eru að allra manna dómi ein arfavitlausasta fjármálagerð Seðlabankans, annara en Davíð.  Davíð ráðdeildarsami skipaði í 12. Sendiráðstöður á 14 mánaða starfsf. sínum sem Utanríkisráðherra, og einn bara í dagpart svo eftirlaunin yrðu bærilegri. Hann stóð fyrir frumvarpi um eftirlaun æðstu ráðamanna, er veitti þeim aukinn réttindi  og greiðslur umfram aðra þjóðfélagsþegna.  Eg mann er hann byggði ráðhús sem átti að kosta 700 millj. og stóð uppi með byggingu sem kostaði 3200 milljónir. Perlan átti að kosta 500 milljónir en fór 1500 milljónir, og svo talar hann um óráðsíu og fjárglæfrafólk.  Málið er það að hann er kominn upp að vegg og jafnvel bíður hans að fjármáleftirlitið þurfi að taka yfir stjórn bankanns

haraldurhar, 7.10.2008 kl. 23:53

18 identicon

Davíð sagðist hafa spáð þessu fyrir u.þ.b. ári síðan.  Hvað er hann búinn að gera í millitíðinni?  Ekki neitt!  Ef hann væri ekki gunga og drusla þá hefði hann látið öllum illum látum, barið sér á brjóst og hótað að segja af sér.  En, neinei.  Hann bara sat og þáði launin sín. 

Forsætisráðherra tók aurinn sinn úr KB og valdi sér fjölmiðlamálið sem stóru víglínuna.  Maðurinn sem sá hrunið fyrir.  Oj bara heilaþvegnu frjálshyggjudindlar!

marco (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 13:54

19 Smámynd: Ólafur Jónsson

Sammála pistil, Davíð útskýrði þetta snildarlega.

Fjölmiðlafrumvarpið var augljóslega nauðsynlegt það sést ekki bara nú heldur líka þegar baugsmálið var.

Ólafur Jónsson, 8.10.2008 kl. 18:29

20 identicon

Halldóra.  Horfðirðu ekki á viðtalið?  Davíð sagðist hafa séð fyrir sér hrunið í smáatriðum.  Davíð hafði ýmis úrræði, bæði sem forsætisráðherra og seðlabankastjóri, til að koma í veg fyrir það en hann notaði þau ekki.  Davíð hleypti krókódílunum í grunnu laugina og nauðgurunum á heimavistina.   

marco (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 18:47

21 identicon

Halldóra.  Það ætti ekki að vera erfitt að selja þér notaðan bíl.  Ef sjálfstæðismenn upp til hópa eru trúgjörn og bláeyg fífl þá skýrir það margt.

marco (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 22:11

22 identicon

Guð láti á gott vita.

Davíð kanna að tala þannig að venjulegt fólk skilur hlutina eins og hann vill að það skilji þá. En er það góður eiginleiki hjá seðlabankastjóra? Hjá öðrum þjóðum er reglan sú að seðlabankastjórar segja sem allra minnst og aldrei neitt sem venjulegt fólk skilur.

Annars var mjög gaman að fylgjast með Davíð í viðtalinu. Þar lék hann tvö ósamrýmanleg hlutverk. Annars vegar var hann hinn alvitri en vanmáttugi öldungur. „Gamall þulur hjá græði sat / geigur var svip hans í.“ Seðlabankastjóri þjóðarinnar hafði fyrir 14 mánuðum séð fyrir hrunið en ekki getað gert neitt nema sagt „mér ógna þau vindaský.“ Hitt var hlutverk hetjunnar sem allt getur og kemur til bjargar á ögurstundu. Af festu og einurð hafði hann tekið á hverju málinu á fætur öðru og leyst það með heill og hag þjóðarinnar í huga. Slökkviliðsmaðurinn sem slekkur eldanna.

Mér fannst raunar glitta í þriðju persónuna, sorglega trúðinn sem ekki veldur hlutverki sínu. Trúðinn sem rekur rassinn í hilluna fulla af glermunum þegar hann beygir sig niður til að reima skóna sína. Davíð hefur tekist að rýja seðlabankann fullkomlega öllu því litla trausti sem sá banki hafði; og ekkert er seðlabanka eins mikilvægt og traust. Davíð gefur út stórkallalegar yfirlýsingar sem ekki er hægt að standa við. Seðlabankinn gaf út yfirlýsingu um að hann ætlaði að selja gjaldeyri á ákveðnu verði; bankinn hélt það ekki einu sinni út í einn og hálfan klukkutíma þó hann reyndi að láta það líta út eins og einn og hálfan dag. Davíð segir að í höfn sé stórt lán frá Rússum en varð að draga í land með það tveim tímum síðar. Meðhöndlunin á Glitni hrinti skriðunni af stað.

Talandi um Glitni. Heyrði ég ekki rétt að seðlabankastjóri hafi sagt að hann skrifað unir loforð um að setja þriðjung gjaldeyrisforðans í hluta fé í bankanum en síðan hafi nokkrum dögum síðar komið í ljós að það myndi alsekki nægja til að bjarga sér. Sem sagt, seðlabankastjóri þjóðarinnar lét ekki athuga stöðu bankans gaumgæfilega áður en hann skrifaði undir. Það var víst óþarfi að hans mati að kalla til hagdeild seðlabankans.

Við verðum bara að vona að við losnum við trúðinn inn í öryggisráðið eftir viku. Þó að mér læðist hræðilegur uggur um það hvað einn kjaftaskur, sem kann ekki að þegja geti gert mikinn usla á þeim vettvangi.

Guð láti á gott vita. Bermúdaskál, gott fólk.

hinni (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 22:22

23 identicon

Mér finnst þessi trúður varla vera til útflutnings.

marco (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 22:44

24 identicon

Jæja gott fólk nú hefur það komið í ljós að Ummæli DO hafi valdið því að Bretar frystu allar eignir LB og tóku yfir Singer & Friedlander..   Halló Halló  hvenær ætlar fólk að taka nefið út úr rassgatinu á DO??

Ég lagði hér til fyrir viku síðan að DO yrði látinn víkja þegar í stað..  það hefði betur verið gert.. 

Þessi maður ætlar að standa undir því að verða mesta efnahagsslys Íslandssögunar..

Tinni (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 09:09

25 identicon

Halldóra.  Ég er ekki vinstri maður.  Sjálfstæðisflokkurinn er ekki alvöru hægri flokkur.  Flott hjá þér að garga "Kommúnisti"!  þegar búið er að pakka þér saman.

Þú segir:  Við erum peðin gott fólk... Er okkar hlutverk að hjálpa til við að merja þessa skák, eða ætlum við að flækjast fyrir?

Dabbi drottning er búinn að slátra hrókunum og peðin eru varnarlaus.

marco (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 828248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband