AÐ HENGJA BAKARA FYRIR SMIÐ.

Merkilegt er það hversu áhrif fjölmiðla eru mikil.Gott dæmi er samtal Árna og Darlings fjármálaráðherranna í því sambandi. Darling leyfði sér að túlka símtal sitt við Árna á þann hátt að Íslendingar ætluðu ekki að standa við lagalegar skuldbindingar sínar.Ansi er ég nú hræddur um að margior Íslendingar hafi verið tilbúnir að taka undir það að Árni Matt hefði klúðrað öllu. Allt væri honum að kenna,hvernig komið var í Bretlandi.

Nú gerist það að fjölmiðlar komast yfir upptöku af símtalinu.Þá kemur það sanna í ljós. Darling og Brown leyfðu sér í pólitískumtilgangi að rangtúlka orð Árna. Sem betur fer er hið rétta komið í ljós.

Þetta sýnir hvað fjölmiðlar geta verið öflugir stundi þau rannsóknarblaðamennsku og upplýsi mál Árni Matt hlýtur allavega að vera ánægður.

Merkilegt er það líka hvernig margir brugðust við orðum Davíðs eftir frægt viðtal í sjónvarpinu. Margir vildu kenna Davíð um að allt fór á hliðina í Bretlandi. Hann hafi sagt að við ætluðum ekki að borga.

Umræðan sem var svo hér að við yrðum væntanlega að borga og rætt um mörg hundruð milljóna lántöku frá Bretum í því samabandi. Hvað gerist þá? Þeir sem skömmuðust mest útí Davíð sögðu. Það kemur ekki til greina að við förum að greiða skuldir einhverra einkabanka í Bretlandi og skuldbinda framtíðina á þann hátt.

Þegar grannt er skoðað held ég nefnilega að flestir Íslendingar séu sammála sjónarmiðum Davíðs.

Við eigum að greiða það sem við erum lagaskyld til að standa skil á,en ekki meira. Hvers vegna ætli Bretar vilji ekki fara með málin fyrir dómstóla. Það styrkir nú ekki þeirra  málstað.

Og mikið skelfing finnst mér aumkunarvert að sjá nafn Jóns Baldvins Hannibalssonar,fyrrverandi ráðherra í Viðeyjarstjórn Davíðs Oddssonar,sem eitt af mótmælaræðumönnum. Lítið finnst mér leggjast fyrir kappann í því sambandi.


mbl.is Þögn ráðamanna mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Jón Baldvin var aumkvunarverður þar sem hann stóð á tröppunum á Ráðherrabústaðnum og þandi sig og hvatti lýðinn.Jón Baldvin verður enginn Lenín héðan af.Eðli hans frá uppvaxnarárunum er að spretta fram.Hann er genginn í barndóm.

Sigurgeir Jónsson, 25.10.2008 kl. 22:15

2 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Sæll Siggi,Ég bara skil þig ekki ásamt fleirrum.Auðvitað áttirðu að vera með okkur í æskulíðsfylkinguni i gamla daga.Ég skora á þig að lísa yfir að þú ætlir áfram að kjósa Sjálfstæðisflokkin. nei þú þorir því ekki

þorvaldur Hermannsson, 26.10.2008 kl. 00:04

3 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Björgvinn G Sigurðsson er eini maðurin í Ríkistjórnini,og þú átt ekki að tala niður til hans.En Siggi minn þú ert krati og verður alltaf krati,þótt þú sért að reina annað.Siggi minn ég bara skil þig ekki .kv

þorvaldur Hermannsson, 26.10.2008 kl. 00:35

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er sammála því að símtalið fræga var mistúlkað og misnotað af Darling. Hinu verður ekki neitað að í upphafi viðtalsins fær Darling að vita að allar inneignir sparifjáreigenda í Landsbankanum hér heima verði varðar en smám saman þróast viðtalið þannig að Árni fullyrðir ekki það sama um inneignirnar í Icesafe, segir aðeins að leitast verði við að leysa það mál.

Lesa mátti úr orðum Árna ákveðna mismunun eftir þjóðernum og betra hefði verið fyrir hann að segja að á þessu stigi væri ekki útséð um að hægt væri að verja sparifjáreigur, hvorki á Íslandi né í Bretlandi.

En vegna íslenskra kjósenda voru íslenskir ráðherrar svo uppteknir við að fullvissa um vörn fyrir sparifjáreigendur hér heima að þessi mismunun eftir þjóðernum skein í gegn.

Ég var vestur í Bandaríkjunum þegar viðtalsbúturinn við Davíð um að við ætluðum ekki að borga neitt var spilaður aftur og aftur í sjónvarpsfréttatímum í heilan dag vegna tímamismunarins hér og þar.

Ómar Ragnarsson, 26.10.2008 kl. 00:59

5 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Hvað verður til þess að þjálfari liðs fær að líta rautt spjald? Eru það síðustu athugasemdirnar sem hann gerir við ákvarðanir dómarans, eða á það sér lengri aðdraganda, ef til vill röð óviðeigandi athugasemda og eða framkomu!

Bankamálin eiga sér lengri aðdraganda, og trúlega var hummið í Árna kornið sem fyllti mælinn. Þetta viðtal var trúlega ekki það fyrsta sem Árni átti við Mr. Darling.

Við erum með allt niður um okkur og þetta upphlaup er léleg tilraun til að fela það sem opinberaðist. Lágkúra!

Jón baldvin er ekki ánægður með hvernig hlutirnir hafa þróast, eruð þið það?  Batnandi mönnum er best að lifa!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 26.10.2008 kl. 01:55

6 identicon

"Þegar grannt er skoðað held ég nefnilega að flestir Íslendingar séu sammála sjónarmiðum Davíðs."

Margt óborganlegt ruglið hefur komið frá þér á þessum síðustu og verstu, en þetta toppar það eiginlega allt. Nú vill svo til að ég þykist vita að þú ert í grunninn góður og grandvar maður Sigurður minn. Ég ætla ekki að erfa flokkshollustuna við þig því einhvernveginn verða menn að draga fram lífið á Klakanum. Hins vegar verð ég að biðja þig - í fullri alvöru - að fara að gera þér grein fyrir ástandinu í landsmálunum í dag. Íslendingar eru gjaldþrota og prógrammið hjá IMF hljóðar uppá 10% lækkun þjóðarframleiðslu á næsta ári, ásamt atvinnuleysi og gjaldþrotum heimilanna. Þrír flokkar bera, öðrum fremur, ábyrgð á þessu: sjálfstæðisflokkurinn, framsóknarflokkurinn og samfylkingin. Almenningur treystir ekki ríkisstjórninni - og Íslendingar treysta ekki stjórnmálaflokkum. Ríkisstjórnin hefur brugðist, eftirlitsstofnanir hennar hafa brugðist og seðlabankinn hefur brugðist. Þó þú sért í tvöfaldri afneitun þessa dagana verður þú einfaldlega að átta þig á þessari staðreynd. Eina vonin fyrir Íslendinga er afnám fulltrúalýðræðisins, uppstokkun í stjórnkerfi landsins og aðkoma fagfólks með skýra framtíðarsýn að stjórn landsins. Nýfrjálshyggja sjálfstæðisflokksins er komin á öskuhauga sögunnar.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 10:09

7 Smámynd: Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ég er hjartanlega sammála þér. Það er gott, að ekki missa allir ráð og rænu í því fári, sem yfir gengur. Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, 26.10.2008 kl. 13:20

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hafðu ekki áhyggjur af minni síðu eða síðum Silla, Sigurbjörg.Ef þér liggir eitthvað á hjarta  við migþá ert þú velkomin í kaffi.Það er ekki langt fyrir þig að fara og ég hef þegið kaffi hjá þér.En ég sé ekki betur en Jón Baldvin sem félagi í Samfylkingunni  hafi verið að mótmæla sjálfum sér þar sem hann stóð á tröppum Ráherrabústaðarins í gær.Mér finnst það líka ummhugsunarvert hvort Björgvin og Össur eigi að fá að koma að einhverjum samningum við Breta, þar sem þeir hafa báðir lýst því yfir með stolti að þeir séu félagar í Breska Verkamannaflokknum.Í öðrum löndum væri það í versta falli talið jaðra við landráð.Í besta falli er hægt að segja að þeir kunni ekki að skammast sín.

Sigurgeir Jónsson, 26.10.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 828234

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband