Skelfileg tíðindi.Gífurleg reiði.Hvað gerist í pólitíkinni?

Ég held að það séu margir sem sitji nú hálf lamaðir eftir þessi tíðindi dagsins. Hækkun stýrivaxta um 50% er hreint og beint ótrúlegt.Ég hélt að stjórnmálamenn hefðu verið að tala um að höfuðatriðið núna væri að láta hjól atvinnulífsins snúast. það mætti alls ekki koma til þess að hjól atvinnulífsins myndu stöðvast með tilheyrandi fjölda atvinnuleysis. Halda menn virkilega að atvinnulífið geti búið við 18% stýrivexti. Það mun hreinlega gera útaf við flest fyrirtæki í landinu. Hvernig verður ástandið hjá hinum venjulega launamanni,sem er skuldsettur, en það er nú ansi stór hluti þjóðarinnar. Miðað við 18% stýrivexti hljóta t.d. yfirdráttarvextir að verða himinháir og vextir á öðrum lánum hljóta að hækka hressilega.

Ég fæ það hreinlega ekki skilið hvað vinnst með því að setja flest fyrirtæki á hausinn og örugglega stóran hluta heimilanna einnig.

Nú fyrst held ég að reiðin eigi eftir að blossa upp alvarlega í þjóðfélaginu. Almenningur hefur hingað til kannski ekki fundið svo alvarlega fyrir kreppunni en nú hlýtur stóra höggið að koma í framhaldi af skilyrðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta eru skelfileg tíðindi sem okkar bárust í dag.

Atburðir síðustu vikna eiga örugglega eftir að hafa mikil áhrif á alla þróun í pólitíkinni. Það var t.d. merkilegt hversu lágt svarhlutfall var í síðustu skoðanakönnun. Stór hluti þjóðarinnar treystir ekki lengur þeim stjórnmálaflokkum sem nú eiga fulltrúa á Alþingi. Ég held að það sé ekki eingöngu hægt að kenna Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum um það hvernig komið er. Það sitja 63 á Alþingi og þótt menn tilheyri ekki stjórnarliðinu hljóta þeir að eiga að fylgjast með og veita aðhald. Koma með tillögur og reyna að hafa áhrif telji þeir að ranglega hafi verið staðið að málum Hefur stjórnarandstaðan sinnt því hlutverki? Ekki tel ég svo vera.

Hlutur Samfylkingarinnar er svo alveg sérkapítuli. Að leika þann leik að vera bæði í stjórn og stjórnar andstöðu. Kjósendur hljóta að sjá í gegnum það fyrr eða síðar.

Vandamál Sjálfstæðisflokksins er mikið. Ætli flokkurinn ekki að bíða algjört afhroð verður hann að tryggja að sem fyrst fari fram hlutlaus úttekt. Ég tel einnig að forysta flokksins verði að boða mjög fljótlega til Landsfundar,þar sem hún gerði grein fyrir hvers vegna þjóðin stendur frammi fyrir þessum gífurlega vanda. Flokksforystan verður einnig að leggja það fyrir Landsfund hvort hún nýtur áfram trausts til að leiða flokkinn.

Það er svo mikil reiði og ólga í þjóðfélaginu að allt eins má búast við að ný stjórnmálasamtök verði til við þessar aðstæður. Hvort það væri til bóta skal ósagt látið. Allavega hljóta núverandi stjórnmálaflokkar að þurfa að gera upp málin og endurnýja sig hressilega.

Krafan á örugglega eftir að vaxa mjög í þjóðfélaginu að efnt verði til kosninga eins fljótt og mögulegt er. Það hlýtur því að vera lífsspursmál fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fara nú í alvarlega naflaskoðun á þessum tímamótum.

 


mbl.is Frostkaldur andardráttur IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Maður skilur þetta ekki hvað er að ske Guð verði með Ísledingum.kv

þorvaldur Hermannsson, 28.10.2008 kl. 16:27

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er lífsspursmál fyrir þjóðina að sjálfstæðisflokkurinn leggist af í eitt skipti fyrir öll!!!! Við þurfum algerlega nýtt stjórnkerfi sem byggir á nýjum gildum. Punktur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 17:01

3 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Góða kvöldið Sigurður,

Þetta lítur ekki vel út almenningur hefur tapað allri tiltrú á forustumönnum landsins og neistinn að búa á landinu er að slökkna.

Þeir sem yfirgefa ekki landið óttast ég að reyni að sniðganga eins og hver getur skyldu sína til ríkisins.

Með fallandi ál og fiskverði mun gengið síga með.

Til að almenningur öðlist tiltrú á landinu okkar aftur þarf að lofa kosningum eins fljót og auðið er.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 28.10.2008 kl. 17:27

4 Smámynd: AK-72

Langar nú að lbenda á að Friðrik Már Baldvinsson og Ásmundur Stefásnsson sögðu frammi fyrir þingnefnd í gær, að stýrivaxtahækkun væri ekki skilyrði IMF. Þetta virðist því  vera einleikur hjá Seðlabankanum.

AK-72, 28.10.2008 kl. 17:37

5 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ef það er rétt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi ekki sett skilyrði um vaxtahækkun, þá hreint og beint verð ég að viðurkenna að ég skil ekki hvað Seðlabankanum gengur til.

Sigurður Jónsson, 28.10.2008 kl. 18:19

6 identicon

Sigurður. Þú gleymir að geta þess að þingmenn  VG  hafa svo sannarlega fylgst með og reynt að veita aðhald. r VG hafa haft uppi varnaðarorð og flutt margar tillögur til útbóta sem meirihluti alþingis hefur fellt.

Vinstrihreyfingin- grænt framboð hefur ekki verið við völd og hefur í stjórnarandstöðu vissulega sint aðhaldshlutverki á kröftugan hátt, en hefur fram að þessu  talað er fyrir daufum eyrum stjórnvalda og stuðningsmanna annarra flokka. Umæli þín  um traust til stjórnmálaflokka eiga því ekki við um VG.

VG er ungur stjórnmálaflokkur með skýra stefnu í öllum málaflokkum, það er kannske kominn tími til að fara að hlusta á hvað VG hefur að segja !

Ólafía Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 19:48

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Sigurður

Þegar íhaldsmenn á borð við þig og mig eru farnir að blogga á þessum nótum, er fokið í flest skjól. Ég er sammála hverju einasta orði, sem þú skrifar - svo einfalt er það nú!

Við íhaldsmenn hljótum að krefjast þess, að Landsfundur verði haldinn í janúar eða febrúar og að þar verði kosið um fleira en forystu flokksins. Uppgjör verður að fara fram og þeir þingmenn, sem til þessa hafa aðhyllst ómengaða frjálshyggju - og þú veist nákvæmlega hverja ég meina - verður að koma úr áhrifastöðum.

Við, þessir gömlu íhaldshundar, sem helst er að finna á landsbyggðinni - í okkar tilfelli á Suðurlandi og á Reykjanesi - verða að taka höndum saman og endurvekja gömlu sjálfstæðisstefnuna - stétt með stétt, en jafnframt samstöðuna með litla manninum: sjálfstæða sjómanninum, sjálfstæða bóndanum og sjálfstæða iðnaðarmanninum. Þetta fólk hafa þeir félagar okkar, sem verið hafa við völd undanfarin ár gleymt, en hins vegar gapað upp í frjálshyggjuliðið innan flokksins.

Það er tími til kominn að við íhaldsmennirnir tökum aftur völdin innan flokksins!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 28.10.2008 kl. 19:55

8 identicon

Ný stjórnmálasamtök? Já, ég á frekar von á að þau sjái dagsins ljós.

 

FLOKKUR HINNA RÁÐDEILDARSÖMU.

 

Inntökuskilyrði: Viðkomandi verður að fara í álagspróf eins og bankarnir þurftu að fara í hjá Fjármálaeftirlitinu. Hagfræðingar og viðskiptafræðingar ekki vel séðir.

 

Hjúkrunarfræðingar og búfræðingar velkomnir.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 21:46

9 identicon

Já það er endalaust hægt að koma okkur á óvart, Dabbi seigur!!!

Ég verð nú að segja að ég tek undir með Þorgerði við verðum að þora að ræða um ESB og Evruna, það er ekki samansem merki á milli þess að ræða hlutina og ganga í sambandið, þú veist nú að ég er ekki mikill "sameiningasinni" !!

verst er þó sú gífurlega reiði sem er úti í þjóðfélaginu og hún er að ágerast með hverri vikunni, og ekki lagast hlutirnir með auknum uppsögnum um næstu mánaðarmót.

Bottom line: ég styð enn við flokkinn okkar (ennþá) en við þurfum breytingar á alþingi, ekki vil ég þó að Geir fari, hann þarf bara að opna bæði augun. BB má fara í pásu og komin tími til þess að yngri menn fái að axla ábyrgð.

Siggi ég ætla nú samt bara að sigla í gegnum þennan vetur með egin jákvæðni í farteskinu því ég veit að það styttir upp á endanum og þá þurfum við að hafa lært af þessu öllu.

Dont Worry Be Happy :-)

Einar Jón (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 21:53

10 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Sæll Sigurður. Já ég er sammála henni Sillu systir, kosningar verða að fara fram um páska, en ég er samt ekki viss um að það gagni nokkuð. Það er nefnilega gott að geta fundið að ÖÐRUM. En eitthvað verður að reyna. Ég sjálf hef ekki áhyggjur þótt ég sé á lágum launum og maðurinn kanski öryrki(ekki víst)en ég á dætur með mikla skuldbyndingu. Og margir aðrir sem ég þekki eru í vondum málum. Kveðja Dúna.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 29.10.2008 kl. 00:28

11 Smámynd: Björn Heiðdal

IMF og ESB eru góð fyrirbæri, góð fyrirbæri fyrir þá sem eiga fullt, fullt af peningum.  Íslendingar upp til hópa eru bara kjánar og þeir sem heimta IMF og ESB eru ekki undantekningarnar!! 

Björn Heiðdal, 29.10.2008 kl. 00:58

12 identicon

Skil ekki þessi tvöföldu skilaboð, þ.e.a.s. Ásmundur og Friðrik segja að það hafi ekki verið eitt af skilyrðum IMF að hækka stýrivexti, en síðan kemur í fréttum að það hafi verið eitt af skilyrðunum. Er nema von að fólk sé ringlað, allt í kringum þetta er svo mikið leyndó að það hálfa væri nóg. Auðvitað verður fólk reitt og hvert á það að beina reiði sinni? Hvenær fáum við sannar fréttir af gangi mála, skilyrðum og þess háttar?

Auk þess legg ég til að Framsóknarflokkurinn verði lagður niður. 

Nína S (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 09:45

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömu óheilindin allstaðar í höndum þessarar ríkisstjórnar, ekkert sem hönd á festir, og allt í leyni.  Burt með þetta lið, og kosningar í vor.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2008 kl. 10:38

14 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þetta er afrakstur "þinna manna" Sigurður. Vona að þú njótir afleiðinganna. Það er þó gott að þú virðist ekki vera að styðja þá í blindri aðdáun eins og margir skoðanabræður þínir.

Páll Geir Bjarnason, 29.10.2008 kl. 10:46

15 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er rétt að ólga og reiði er í samfélaginu. Ég vona að hún fái útrás í nýjum samtökum fólks því annars er hætt við að hún brjótist út með ofbeldi. Friðurinn í landinu hangir á bláþræði.

Héðinn Björnsson, 31.10.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband