Er vinstri stjórn lausn á vandanum ?

Samkvæmt skoðankönnunum nú gætu Samfylking og Vinstri grænir myndað vinstri stjórn í landinu. Einhverjir virðast halda að slíkt myndi boða gæfu fyrir þjóðina. En er það líklegt?

Við sem er á góðum aldri munum eftir vinstri stjórnum á Íslandi. Við munum eftir höftum,skömmtun,sjóðasukki. Verðbólgan fór í 130% undir stjórn vinstri manna.Skattpíning var og kjör launþega fóru síversnandi undir stjórn vinstri manna.

Eðlilegt er að fólk spyrji nú við þessar aðstæður er ekki lausnin að búa til nýtt afl í stjórnmálunum. Reynslan hefur nú sýnt að yfirleitt verða slík samtök ekki langlíf. Vel má vera að ástandið sé nú orðið svo alvarlegt að margir vilji byrja upp á nýtt og gefa núverandi stjórnmálaflokkum frí.Ég tel það ekki til góðs. Mun nær er að fram fari endurnýjun og hugarfarsbreyting hjá flokkunum.

Eins og fram hefur komið eru margir reiðir út í Sjálfstæðisflokkinn og vilja kenna honum um hvernig komið er. Ég hef bent á að flokkurinn verður að taka gagnrýnina alvarlega. Almenningur hefur orðið fyrir svo miklum skelli og sér fram á enn frekari erfiða tíma að nauðsynlegt er að stokka upp spilin.

Ég herf samt þá trú að hin gamla og góða sterfna Sjálfstæðisflokksins muni reynast Íslendingum betur heldur en að Samfylkingin og Vinstri grænirt stjórmnuðu landinu á þessum erfiðu tímum.

Auðvitað má flokkurinn ekki útiloka umræðuna um það hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru eða ekki. Þar er ég sammála Þorgerði Katrínu. Að sjálfsögðu leysir það ekki akkúrat vandamálin núna en við hljótum að þurfa að horfa til framtíðar. Mun það reynast okkur hagstætt að taka ákvörðun um að stefna í þá átt. Margir vilja m.a.s. halda því feram að slík stefnumörkun til framtíðar myndi strax hjálpa okkur.

Sjálfstæðisflokkurinn á mikið til af hæfileikaríku fólki, sem er vel treystandi til að taka á málunum. Sjáið t.d. hversu vel Hönnu Birnu hefur tekist upp við leiðtogastarfið sem borgarstjóri í Reykjavík.

Það er mjög vel skiljanlegt að margir hafi orðið fyrir vonbrigðum með Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn þarf að taka sér takb og skoða sín mál, en stefna hans á áfram fullt erindi til þjóðarinnar.

 Svarið við spurningunni,er vinstri stjórn lausnin  er NEI.


mbl.is Þjóðin í gíslingu Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þótt Samfylkingarfólkið sé fólk með gott hjartalag, þá er Samfylkingin ekki hæf til að vera í neinni ríkisstjórn.Þar er algjört ráðleysi.Þegar fólk er farið að mótmæla sínum eigin gjörðum, standandi á tröppum, þá þarf slíkt fólk að fara heim og lesa biblíuna.

Sigurgeir Jónsson, 29.10.2008 kl. 17:13

2 identicon

Já, ástandið er svo skrambi gott núna eftir næstum 20 ára hægri stjórn!!!

Bobbi (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 17:50

3 identicon

Mér hefur alltaf komið stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir sjónir eins og auglýsingabæklingur frá sölumanni. Innantómur fagurgali en hugsunin á bak við fagurgalann er þveröfug. Vtnstrisinnaðar ríkisstjórnir hafa gengið ágætlega í nágrannalöndunum, því ætti slíkt ekki að vera hægt hér? Ég held líka að hægri stjórn gæti gengið hérna en ekki baktjalda og spillingarmafían í Valhöll. Höfum við ekki fengið nóg af þessum köllum?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 18:13

4 Smámynd: Pétur Kristinsson

Eins og ástandið er í dag hér á landi eftir klúður D lista ertu þá virkilega ekki tilbúinn til þess að leyfa öðrum að komast að?

Man svo ekki betur en að sjálfstæðisflokkurinn hafi verið aðalflokkurinn í vel flestum vinstri stjórnum sem hér hafa verið myndaðar.

Pétur Kristinsson, 29.10.2008 kl. 18:25

5 identicon

Vá þvílíkt bull, ég er nokkuð viss um að Ísland væri í mun betri málum ef það hefði verið vinstri stjórn hér undanfarin ár

bhg (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 18:29

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef það hefði verið vinstri þó ekki væri nema síðastliðið kjörtímabil væri ríkið mjög skuldugt og gæti ekki tekið núna nein lán til þess að gera eitt né neitt.

sönnun á því er Reykjavíkurborg. fór úr því að vera skuldlaus í að vera eitt skuldugasta sveitarfélag landsins í tíð vinstrimanna. 

Fannar frá Rifi, 29.10.2008 kl. 19:13

7 identicon

Ég vil fá nýjan formann í sjálfstæðisflokkinn og það á að vera Þorgerður Katrín. En með Vinstri græna í stjórn Guð minn góður þá flyt ég Vestfirðingurinn til útlanda það er á hreinu. Þeir eru bara mótmælendur og reyndar hluti af Samfylkingunni líka haga sér líkt og brjálaður skríll úti á torgi með litlu dömuna hana Kolfinnu sem vantar svo athygli í broddi fylkingar. ÉG SEGI NEI TAKK

Guðrún (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:16

8 identicon

Ég held að stjórnmálalíf þjóðarinnar sé að úrkynjast. Ég er alinn upp við blómlegt og traust félagskerfi í bændastétt, sem kvíslast frá búnaðarfélögum, samvinnufélögum búnaðarsamböndum og inn í stjórnmálaflokka. Allstaðar var mikil félagsleg þátttaka.

 

Ég er óflokksbundinn. Í haust fór ég að forvitni á opinn stjórnmálafund sem þingmenn Samfylkingarinnar auglýstu í Reykjavík. Á auglýstum fundartíma var ég einn mættur ásamt fyrrverandi borgarstjóra Steinunni Valdísi. Að endingu urðum við 8-12 sem sátum fundinn.

Þarna var kjörið tækifæri fyrir fólk að viðra sínar skoðanir og hugmyndir.

 

Um daginn nálgaðist ég eyðublað af forvitni um skráningu í Sjálfstæðisflokkinn.

Á eyðublaðinu var eingöngu leitað eftir upplýsingum frá hendi flokksins hvernig viðkomandi vildi greiða peninga til flokksins í formi félagsgjalda eða annars stuðnings. Ekkert um viðkomandi einstakling svo sem menntun starfsreynslu eða áhugasvið eða málaflokk sem viðkomandi vildi leggja lið og yrði flokknum að gagni.

 

Nýlega var haldinn flokksráðsfundur hjá Sjálfsstæðisflokknum. Það hefur alveg farið framhjá mér hafi eitthvað gerst bitastætt þar, nema allir hafi átt að standa saman.

 

Ég hef eðli máls enga yfirsýn, hvort stjórnmálafélög í landinu hafa fundað um þann vanda sem bankaátökin, sem ég kalla svo, hafa haft í för með sér. En hræddur er ég um að fáir fundir hafi verið haldnir um þau mál.

 

Ég held að það ríki einhverskonar höfðingjaveldi í landinu og almenningur nennir ekki eða hefur ekki getu, kjark eða kunnáttu til  að taka þátt félagsstarfi með lýðræðislegum hætti.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:51

9 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það er auðséð að Fannar frá Rifi er ungur maður og man ekki langt aftur. Sá sem setti Reykjavík á kaf í skuldafen hét nú Davíð Oddson.

Þórir Kjartansson, 29.10.2008 kl. 21:41

10 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Já, svar mitt við spurningu þinni í fyrirsögn er hiklaust JÁ.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í stjórn síðan 1991: Sautján ár - sviðin jörð!  Ekki meira af því takk.

Árni Þór Sigurðsson, 29.10.2008 kl. 22:53

11 Smámynd: Sigurður Jónsson

Hafið þið trú á því að það væri farsælt fyrir Ísland ef flokkurinn Ekki benda á mig hefði forystu í ríkisstjórn með Vinstri græna innanborðs. Ég hef ekki trú á þeirri blöndu.

Sigurður Jónsson, 29.10.2008 kl. 23:47

12 identicon

Og ekki hef ég neina trú á sjöllunum. Til í allt án Dabba og Geirs.

Hörður (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 828248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband