Samfylkingin. Helmingur með helmingur á móti.Eftir höfðinu dansa limirnir.

Niðurstaða þessarar skoðanakönnunar sýnir svo ekki þarf að deila neitt frekar um það að helmingur stuðningsmanna Samfylkingarinnar telur sig stjórnarsinna og helmingur er á móti ríkisstjórninni. Þessi niðurstaða er alveg í samræmi við málflutning forystumanna Samfylkingarinnar. Þeir þakka sér það sem þeir telja til vinsælda en kenna Sjálfstæðisflokknum um það sem ímynda sér að fari illa í þjóðina.

Þessi niðurstaða þarf ekki að koma neinum á óvart. Einkennileg staða,helmingur með,helmingur á móti.Það þótti á sínum tíma sérstök staða í Sjálfstæðisflokknum þegar hluti flokksins studdi Gunnar Thoroddsen og félaga í ríkisstjórn,en meirihluti flokksins var utan stjórnar. Þá var einnig mikill meirihluti Sjálfstæðismanna á móti.

Þetta er að því leyti öðruvísi farið með Samfylkinguna að formlega hefur flokkurinn samþykkt að vera í ríkisstjórn og flokkurinn styðji það. Í reynd er staðreyndin önnur,stundum  í stjórn og stundum ekki.Það er því ekkert skrítið að Samfylkingin skiptist til helminga í stuðningi við ríkisstjórnina.

Þolinmæði Sjálfstæðismanna gagnvart Samfylkingingunni er mikil. Mér finnst það nú ekkert aðdáunarvert.


mbl.is Vilja nýja stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurður, en hvaða kosti hafið þið. Enga.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 22:03

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

"Það þótti á sínum tíma sérstök staða í Sjálfstæðisflokknum þegar hluti flokksins studdi Gunnar Thoroddsen og félaga í ríkisstjórn,en meirihluti flokksins var utan stjórnar. "

Já en gunnar Thoroddsen talaði samt um "flokksbrot Geirs Hallgrímssonar" í sjónvarpsþætti - og Geir varð kjaftstopp! :)

Björgvin R. Leifsson, 5.12.2008 kl. 22:26

3 Smámynd: Kjósandi

Sjálfstæðismenn haga sér svo dæmalaust heimskulega.

Á meðan þeir hreynsa ekki út úr Seðlabankanum því bankinn er nánast óstarfhæfur þá er varla hægt að starfa með honum. Sjálfstæðisflokkurinn er margklofinn og nú reyndar ekki stjórntækur. Þessvegna er Samfylkingin á báðum áttum en stefna hennar er skýr og þar ganga nær allir í takt öfugt við Sjálfstæðisflokkinn.

Kjósandi, 5.12.2008 kl. 23:21

4 Smámynd: Sigurður Jónsson

Kjósandi. Flottur brandari. Samfylkingin gengur nær öll í takt. Hvað með umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra, skrítin taktur það.

Sigurður Jónsson, 5.12.2008 kl. 23:30

5 Smámynd: Stefanía

Kjósandi....! ertu ekki með  leiðréttingarpúka ?

Svolítið fyndinn samt.

Stefanía, 6.12.2008 kl. 02:11

6 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Það er allavega ljóst að Sjálfstæðisflokkur og samfó ganga ekki í takt eins og þetta orðaskak ykkar er glöggt dæmi um. Það segir bara eitt stjórnin er óstarfhæf. Síðan er seðlabankastjóri með hnútukast í stjórnina og gefur henni bæði fingurinn og langt nef ekki er samstarfinu þar að fagna. Þetta er orðin svo mikil hringavitleysa að maður er hættur að botna upp né niður í þessu rugli öllu saman. Það eina rétta er að boða til kosninga eins fljótt og auðið er einfaldlega vegna þess að landið er hvort eð er stjórnlaust. Best  væri að skipa utanþingstjórn valinkunnra manna og kjósa svo næsta haust.

Þorvaldur Guðmundsson, 6.12.2008 kl. 02:14

7 identicon

Það er alveg merkilegt með stuðningsmenn Sjálfstæðisflokkinn. Það er eins og þeir ráði ekki við tvö orð í einu sem innihalda "sjálfstæði", þ.e. sjálfstæðri hugsun og Sjálfstæðisflokk. Held að við gætum sparað mikið við að senda bara alla þingmenn sjálfstæðismanna heim, kauplaust, og skilja einn eftir með atkvæðisréttinn þeirra. Þannig gætum við leikandi komið með þessar 200 millur sem Landspítalanum er gert að spara, eða innheimta að hluta með að rukka fyrir komu ungabarna.

Svo má líka hugsa sér að fækka Seðlabankastjórum niður í einn eða engan! Þar sparast 50-60 millur.

The Bigot (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband