Hvað vinnst með ofbeldisfullum mótmælum?

Hefur þessi hópur sem mótmælir á öfgafullan hátt virkilega trú á því að þetta skili einhverjum árangri? Sem betur fer hef ég þá trú að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi andstyggð ná þeim vinnubrögðum sem þessi fámenni hópur hefur uppi. Það getur ekki gengið að hópur fólks ætli að taka sig saman og koma í veg fyrir að ríkisstjórn Íslands geti mætt á sinn fund. Okkur ber að fordæma slík vinnubrögð. Mótmæli sem byggja á ofbeldi skila engu. Mikill meirihluti landsmanna vill örugglega ekki þurfa að upplifa þær hörmungar sem öfgafullir mótmælendur í öðrum löndum hafa staðið fyrir. Það vinnst ekkert með að stuðla að upplausn og ófriði í landinu.

Að sjálfsögðu á fólk rétt á að mótmæla á gfriðsaman hátt og ég held að þrátt fyrir allt séu þau að skila ýmsu.

 


mbl.is Ríkisstjórnin inn um bakdyrnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað vinnst með friðsamlegum mótmælum?

einar (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 18:01

2 identicon

Hverju hafa friðsöm mótmæli verið að skila Sigurður ? Hversu mikið ofbeldi á "skríllinn" að þola þar til hann stendur upp og svarar fyrir sig.  Þegar þú opnar augun og vantar öxl til að gráta á verðum við fyrsta fólkið sem er til staðar ...  mundu orð mín kæri samlandi.. við erum hér fyrir þig!

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 19:09

3 identicon

Í Stórkostlega merkilegri bók er skrifað:

Þar sá hann í helgidóminum þá er seldu naut, sauði og dúfur og víxlarana sem sátu þar. Þá gerði hann sér svipu úr köðlum og rak alla út úr helgidóminum, líka sauðina og nautin. Hann steypti niður peningum víxlaranna og hratt um borðum þeirra og við dúfnasalana sagði hann: „Burt með þetta héðan. Gerið ekki hús föður míns að sölubúð.“ (jh 2:14-16)

Er þetta lýsing á ofbeldisfullum öfgamanni?

Stefan (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 19:20

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þjóðarbúið er algjörlega gjaldþrota og hefur verið keyrt skipulega í þrot með gjaldþrota hugmyndafræði sem hefur byggst á að framleiðslu og iðnaði hefur verið skipt út fyrir skuldapappíraframleiðslu. Vinnumarkaðurinn sem téð skuldapappíraframleiðsla hefur skapað er að skiljanlega og fyrirsjáanlega að hrynja eins og spilaborg. Hagkerfi sem fyrst og fremst byggist á neyslu og skuldasöfnun en ekki framleiðslu og sparnaði þolir ekki neitt bakslag. Neytendur og skuldarar án atvinnu og tekna geta ekki lengur tekið þátt í að halda uppi eignabólum sem þetta keðjubréfa/skuldapappírakerfi hefur skapað. Eignir manna munu því hrynja ásamt tekjum þeirra. Alemnningur veit þetta orðið mæta vel. Ruslpóstur og pólitíkusar og aðrar hórur sem sjá um veruleikahönnun landsmanna hafa fyrir löngu logið á brott allan sinn trúverðugleika. Við munum því sjá áfram sívaxandi mótmæli frá fólki sem er að missa allt sitt og er með brotna heimsmynd. Þetta góða fólk trúði lengi lygamaskínum sem ruslpóstur og peningar sveik inn á það í gervikosningum í gervilýðræði. En nú er þetta allt brostið. Vald fárra yfir mörgum hefur ávallt byggst á eðlislægu trausti barns á foreldrum sem síðan hefur verið yfirfært á kónga og einræðisherra og landsfeður og svo framvegis. En núna er fjölskyldan alvarlega skemmd. Barnið þarf að bregðast við því að foreldrarnir hafa logið það fullt og misnotað það þar að auki og líka látið fjárhagslega kostendur sína hafa aðgang þar að. Það hefur náttúrlega afleiðingar og vandamálfræðingar téðrar misnotkunar- og lygamaskínu ráða greinilega ekki lengur við þær.

Baldur Fjölnisson, 16.12.2008 kl. 20:54

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það tekur náttúrlega ekki nokkur einasti heilvita maður mark á þessu stýrða dóti NÚNA en fyrir nokkrum misserum var öldin önnur og dótið sagði okkur að spá ekki í hið liðna en horfa þess í stað fram á veginn. Fólk var sem sagt beðið að alveg endilega ekki læra af sögunni, reynslu fyrri kynslóða. Þegar forheimskandi innræting af þessu tagi kemur frá dóti sem einhvern veginn hefur verið logið í æðstu stöður með ruslpósti og peningum þá hefur það áhrif á tíðarandann - og svikamyllan og keðjubréfin eru þannig login áfram þangað til það er komið á damp og springur fyrirsjáanlega í loft upp. Keðjubréf og hórur eru eiginlega lykilhugtökin í þessu fyrirfram dauðadæmda kerfi og varla von að fólk hafi mikla trú á að einhver gögn sem fyrir löngu var hægt að keyra MAN vörubíl um afturendann á geti núna laðað teljandi viðskipti að hóruhúsinu. Amen og kúmen.

Baldur Fjölnisson, 16.12.2008 kl. 21:21

6 identicon

já.. ofbeldisfull mótmæli?... er búið að lemja einhverja ráðamenn?.. er búið að kveikja í einhverju?

Hvað ertu að tala um ofbeldi? Að meina þeim inngöngu eru friðsöm mótmæli... að standa kyrr með skilti og ekki segja orð, eru kurteis mótmæli. 

Hvað dugar til að láta þau skilja að við (stór hluti þjóðarinnar) treystum þeim ekki... hvaða lausn hefur þú Sigurður?

Það sem dugar.. er að láta finna fyrir sér á friðsaman hátt....Hefði Gandhi náð árangri með því að standa kyrr með mótmælaspjald? Nei, enn hann var alltaf friðsamur, var fyrir.. gerði það sem ekki mátti gera.

Persónulega er ég á móti ofbeldi.. það leysir ekki neitt. Enn ég hef ekki séð ofbeldið ennþá.

þórir karl bragason celin (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 21:38

7 identicon

Sammála Þóri.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 11:35

8 identicon

Hvaðan fékk ríkisstjórnin umboð til að arðræna almenning með hækkun stýrivaxta endalaust, vaxandi verðbólgu, skatthækkunum og aukið álag á bensínlítrann? Hún fékk umboð til að gæta okkar hagsmuna en hefur ekki gert það. Burt með liðið! Hverra hagsmuna hefur ríkisstjórnin gætt síðastu árin? Það vita allir og vilja ekki meira.   Auðvitað er mótmælt. Þú ættir að búa í Frakklandi Sigurður, þá fengirðu að sjá mótmæli.

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband