Ekki sama hver á í hlut.Er Baugur heilagur?

Það er með ólíkindum hvernig Jón góði Ásgeir bregst við ef hann og/eða fyrirtæki hans sætir einhverri gagnrýni eða rannsókn. Þá er gripið til upphrópana að hér sé einungis um skipulagðar ofsónir að ræða runnar undan rótum Davíðs Oddssonar og Sjálfstæðismanna.

Jón góði Ásgeir hefur í gegnum tíðina viljað draga upp þá mynd að hann og fyrirtæki hans séu svo góð að það megi ekki ræða um þau nema á jákvæðan hátt.Hann vill líta á sig sem heilagan mann sem ekki megi snerta.

Ólíkt öðrum athafnamönnum hef´ég alltaf borgað mína skatta og staðið við mínar skyldur á Íslandi,segir Jón góði Ásgeir.Flott fyrir skattayfirvöld að fá þessa yfirlýsingu.Jón hlýtur að upplýsa hvaða aðilar þetta eru.Það er líka flott að fá yfirlýsingu um að Jón góði Ásgeir ætli að standa við sínar skuldbindigar. Ætlar hann að borga almenningi þá fjármuni sem ævintýramennska hans í bankakerfinu og útrásinni sem tapast hafa. Eigum við að trúa þessu? Ætlar hann að selja sín fyrirtæki til að borga okkur? Eigum við að trúa því?

Þessir athafnamenn eins og þeir vilja kalla sig verða að gera sér grein fyrir því hvernig þeir eru búnir að leika íslensku þjóðina. Þjóðin situr uppi með afleiðingarnar af glæframennskunni.

Jón góði Ásgeir er ekkert hafinn yfir gagnrýni og rannsókn.


mbl.is Jón Ásgeir: Ekki sama hver á í hlut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Sigurður.

Jón Ásgeri og co voru gerendur í hruni Íslands.  Ýmislegt bendir til að margt ólöglegt hafi átt sér stað í aðdraganda bankahrunsins og þá erum við ekki að tala um nokkra miljónir, heldur milljarða eða hundriði milljarða. 

Núverandi kæra Helga er skrípaleikur manns, sem kann ekki að viðurkenna ósigur.  Ef hann er að vinna fyrir Davíð (eins og margir gagnrýnendur halda fram) þá ætti hann að skynja að launagreiðendur hans (þjóðin) vill rannsókn á nútiðinni en ekki tilfærslur í bókhaldi um traktora eða annað slíkt frá því um aldamótin. 

Sigurður, ef þú áttar þig ekki á þessu þá mun önnur skynsamleg gagnrýni þín falla um sjálfa sig.  Ómerkileg atriði úr fortíðinni mun aðeins hjálpa þeim sem komu þjóð okkar á hausinn.  Gættu að því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.12.2008 kl. 10:50

2 Smámynd: ThoR-E

Ég held að það ætti að einbeita sér af því hvað gekk á í Glitni síðustu mánuðina og árin fyrir hrunið og ákæra í því ... frekar en að velta sér upp úr einhverjum sköttum sem hann á að hafa borgað...

Óhæft réttarkerfi...

ThoR-E, 19.12.2008 kl. 11:42

3 identicon

JÁJ hefur hingað til reynst traustins verður hvað varðar öll dómsmál sem hent hefur verið í hann og fjölskyldu. 7 ár og milljón ákæruliðir (svo við tölum ekki um fjárupphæðir) = einn skítadómur sem voru bókhaldsmistök, smávægileg.

borghildur8 (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 20:03

4 identicon

Sammála þér Omar.  þetta er að verða aðhlátursefni allra hugsandi manna Ég tel að menn eins og Helgi ættu að snúa sé að einhverju öðru starfi. Hér virðist ekki vera neitt réttarríki lengur. Að dómstóll skuli taka við slíkri ákæru er méir en furðulegt það etr ósvífið og sy.nir hverskonar réttarríki við búum við

hafsteinn sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 20:20

5 identicon

Í bréfi til mín, frá Nýja Landsbanka Íslands, segir að sá gamli banki hafi þurft að afskrifa skuldir Jóns góða Ásgeirssonar um 60 %, já sextíu prósent. Þeir treysta honum ekki betur, hann geti aðeins borgað 60 % skulda sinna. Þetta sit ég upp með ásamt þúsundum íslendinga sem áttu í sjóðum sem treystu honum. Bara Landsbankinn segist tapa 8000 milljónum á honum, þessum eina gaur. Já það var gaman að versla ódýrt í Bónus ! Prump dýr, allt er gegn honum núna, sama hvað Jóhannes pabbi (er ekki drulluhali) segir. Menn geta bara ekki borið ábyrgð á börnum sínum.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 21:48

6 identicon

Þetta eru Skipulagðar Ofsóknir það Sjá Það Allir

Skrímslin í Alþingishúsinu eru að Plotta þetta til að Dreifa Athyglinni Frá Sér

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 22:05

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Skrímslin í Alþingishúsinu eru að Plotta þetta til að Dreifa Athyglinni Frá Sér

Örugglega ekki Baugsarmurinn.

hingað til reynst traustsins verður

í ljósi Glitsins? Ofureignahaldins? Markaðssetningarinnar?

Júlíus Björnsson, 19.12.2008 kl. 22:38

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Sigurður, Baugur er ekki heilagur.

Jón Valur Jensson, 20.12.2008 kl. 09:04

9 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

frysta eignir þessa manna STRAX

Jón Snæbjörnsson, 20.12.2008 kl. 17:32

10 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Algerlega sammála þér Sigurður.

Sigurður Sigurðsson, 22.12.2008 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 828237

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband