Laus undan oki auðjöfra segir fréttamaður Stöðvar 2.

Það vekur athygli að Sigmundi Erni og Elínu eiginkonu hans skuli sagt upp störfum á Stöð 2. Einnig vekur athygli yfirlýsing Sigmundar um að hann fagni því að vera laus undan oki auðjöfra.

Hingað til hafa menn viljað leggja mikla áherslur á að fjölmiðlarnir væru lausir við afskiptasemi eiganda sinna. Nú hljóta menn að sjá betur hver tilgangur hinna svokallaðra auðmanna er. Eignarhald á fjölmiðlum hefur auðvitað haft þann eina tilgang að passa uppá  að umfjöllun væri þeim að skapi.

Óskiljanlegt er að ekki skyldi vera hægt að setja lög um takmarkanir á eignarhaldi fjölmiðla.


mbl.is Frjáls undan oki auðjöfra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mig grunar að Sigmundur hafi sagt meira en hann ætlaði sér. Hann var röskur að reka þá sem ekki féllu í kramið hjá auðjöfrinum. Nú sýpur hann eigið meðal. Ég hef samúð - en í hófi.

Baldur Hermannsson, 22.1.2009 kl. 13:41

2 identicon

Sigurður það var gerð tilraun til þess sem að okkar "ástkæri" forseti neitaði síðan.  Ég er samt hræddur um að slík lög væru til lítils þar sem þessir menn myndu einfaldlega finna "leppa" til að eiga þetta með sér/fyrir sig.

Slík lög er hinsvegar bráðnauðsynlegt að setja og jafnframt að gera það refsivert með fangelsisvist gerist menn uppvísir að því að vera með "leppa" til að eiga fyrirtækin fyrir sig en slíkt getur þó verið mjög erfitt að sanna.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 14:56

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Forseti ykkar vann skítverk fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson og verður hans alltaf minnst fyrir það.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.1.2009 kl. 18:24

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það virðist vera afskaplega erfitt fyrir suma að skilja að forsetinn stoppaði lögin ekki. Hann skaut þeim til þjóðarinnar. Ríkisstjórnin, þ.e. Davíð oddsson, dró þau til baka.

Af hverju hann skaut þessum lögum, en ekki t.d. Kárahnjúkum til þjóðarinnar er svo annað mál.

Villi Asgeirsson, 22.1.2009 kl. 20:04

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Hingað til hafa menn viljað leggja mikla áherslur á að fjölmiðlarnir væru lausir við afskiptasemi eiganda sinna. Nú hljóta menn að sjá betur hver tilgangur hinna svokallaðra auðmanna er. Eignarhald á fjölmiðlum hefur auðvitað haft þann eina tilgang að passa uppá  að umfjöllun væri þeim að skapi."

Augljós sannindi, sem ættu ekki að vera hulin öðrum en þeim sem fæddust í gær.

Forsetinn vann skítverkin fyrir þess auðmenn og ætti nú að sjá sóma sinn í að víkja.

Hörður Þórðarson, 22.1.2009 kl. 20:08

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Segðu Villa það Hörður, að: "Forsetinn vann skítverkin fyrir þess auðmenn og ætti nú að sjá sóma sinn í að víkja." Hann trúir þér kannski betur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.1.2009 kl. 20:13

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég trúi því alveg, eins og síðasta setningin bar með sér. Óli G. vann skítverk. Jújú, rétt er það.

Villi Asgeirsson, 22.1.2009 kl. 20:52

8 identicon

Persónulegir hagsmunir, með dóttir sína í stjórn Haga þá hafði hann töluverð tengsl inní Baugsveldið.  Ég veit full vel hver framvindda fjölmiðlafrumvarpsins var en það er samt klárt mál hverra hagsmuna hann var að gæta þegar hann stoppaði þetta.

Ég er þeirrar skoðunnar að kárahnjúkarnir hafi alveg mátt koma.  Ef þið skoðið Hoover Dam t.d. þá er það mikill og vinsæll ferðamannastaður og Kárahnjúkar hafa aldrei verið jafn mikið sóttir og einmitt núna.  Svo má nú líka benda á það að það var öllum nema svona 10 manns skítsama um kárahnjúka og höfðu varla spáð í þeim áður en umræðan um virkjunina hófst.  Sumir eru bara svo hrikalega uppteknir afþví að vera grænir og náttúruvænir að þeir glemyra allri rökhugsun á meðan.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband