Samfylkingin vildi ekki breytingar.Merkileg yfirýsing Geirs.

Merkilegt er að heyra það núna að Samfylkingunni hafi m.a. stðaið til boða að taka yfir fjármálaráðuneytið.Það hefur nú verið deilt harkalega á það ráðuneyti af hálfu Samfylkingarinnar og því merkilegt að þau skyldu ekki vilja gera breytingar á ríkisstjórninni.

Það er líka merkilegt sem kom fram í dag hjá Geir H.Haarde að unnið hefði verið að því að gera lagabreytingar hvað varðar samruna Seðlabanka og Fjármálaeftirlits og talað hefði verið um að það gerðist í byrjun mars. Það vekur athygli þar sem það er sami tími og Samfylkingin gefur framkvæmdastjóra Fjármálaeftirlitsins til að ljúka störfum

Þetta hefur ekki komið fram áður og vekur upp spurningar hvort önnur sjónarmið hafi þá ráðið stjórnarslitum.

Það hefur komið svo berlega í ljós að undanförnu og þá sérstaklega síðustu daga að margir þingmenn Samfylkingarinnar fóru hreinlega á taugum þegar þeir sáu Samfylkingunba mælast með 16% fylgi. Þá risu smákóngarnir upp og notfærðu sér fjarveru formannsins og fengu flokksfélögin til að raunverulega slíta stjórnarsamstarfinu án þess að tala við formann sinn.

Margir þingmenn Samfylkingarinnar voru aldrei hlynntir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og gáfu út yfirlýsingar í gríð og erg. Ég hef áður skrifað að ég undraðist oft þolinmæði þingmanna og ráðherra Sjálfstæðisflokksins gagnvart Samfylkingunni.


mbl.is Bauð Ingibjörgu að verða fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ég hef gagnrýnt ýmislegt hjá Sjálfstæðisflokknum,en ég vissi ekki að Geir hefði boðið uppstokkun í ríkisstjórninni sem Samfylkingin hafnaði. Ef það er rétt sem Geir segir og ég hef enga ástæðu til að ætla annað að framundan hafi átt að eiga sér breytingar í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu í byrjun mars get ég ekki sé af hverju bþurfti þá úr því sem komið var að stranda á því. Á ekki einmitt framkvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins að hætta 1.mars samkvæmt ákvörðun stjórnarinnar og Viðskiptaráðherra.

Það liggur alveg ljóst fyrir að margir af þingmönnum Samfylkingarinnar voru aldrei heilir í Samstarfinu. Það er búið að vinna að þessum stjórnarslitum í nokkurn tíma.Össur og Ögmundur hafa eftir því sem fréttir segja verið á klíkufundum að undanförnu. Það er nú að koma í ljós sem margir Sjálfstæðismenn héldu fram að það myndi ekki vera mögulegt að vinna með Samfylkingunni.

Þorgerður Katrín barðist manna harðast fyrir því að fara í stjórn með Samfylkingunni og fullyrti að þeim væri vel treystandi.Annað hefur nú komið í ljós.

Sigurður Jónsson, 27.1.2009 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband