Forsetinn boðar á BBC að reka eigi Davíð. Hans hlutverk?Bjargar barátta Ögmundar Davíð.

Gamla kommagenið í Ólafi Ragnari virðist alltaf blossa upp öðru hvoru.Aðkoma hans að hugsanlegri vinstri stjórn er með ólíkindum. Forsetinn gefur út nokkurs konar vegvísi fyrir væntanlega stjórn og gengur meira að segja svo langt að segja að einhverjir ráðherrar eigi að vera utan þings.Þetta hlýtur að vera samkomulagsatriði stjórnmálaflokkanna sem mynda ríkisstjórn.Yfirlýsing forseta landsins á BBC um að reka eigi Davíð og félaga úr Seðlabankanum er hreint ótrúlegt. Er það virkilega hlutverk forseta sem segist vera sameiningartákn þjóðarinnar að vinna svona.Með þessu kallar hann að sjálfsögðu yfir sig að geta ekki verið á friðarstóli sem forseti landsins.

Merkilegt er það ef Ögmundur formaður BSRB og væntanlegur ráðherra er nú nefndur sem sá maður sem best hefur tryggt Davíði Oddssyni þau réttindi að ekki er auðvelt að segja honum upp.

Á sínum tíma barðist nefnilega Ögmundur fyrir réttindum forstöðumanna opinberra starfsmanna en Davíð vildi draga úr þeim.

Nú virðist það liggja nokkuð ljóst fyrir að breytingar verða ekki gerðar á yfirstjórn Seðlabankans nema með lagabrfeytingum.

Merkilegt í ljósi þess að það var einmitt það sem Sjálfstæðismenn í ríkisstjórninni voru að vinna að.


mbl.is Davíð undir væng Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 828244

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband