Ætla Vinstri grænir með þjóðina í ESB? Flott að fá Vilhjálm í Fjármálaeftirlitið.

Jóhanna verðandi forsætisráðherra hrósar VG fyrir hvað þeir séu nú þægilegir og mun nær Evrópu en Sjálfstæðisflokkurinn. Það hlýtur að vekja athygli ef VG er nú á leiðinni í aðildarviðræður við ESB.Vinstri grænir hafa nú verið manna harðastir á móti ESB,en margt getur breyst við að komast í ríkisstjórn. Það verður fróðlegt að vita hvort Vinstri grænir eru komnir upp að hlið Samfylkingarinnar í ESB málum.

Ég held það væri bara fínt að fá Vilhjálm Bjarnason í Fjármálaeftirliti. Hann virðist hafa sett sig mjög vel inní málin og haldið fram að hinir stóru hafi nú ekki alveg hagað sér eins og lög og reglur gera ráð fyrir.

Það væri örugglega gott að Vilhjálmur gæti fylgt sínum málum eftir. Það hafa komið fram svo ótrúelgar fréttir af fjármálasýslu fyrrum eigenda bankanna og hinna svokölluðu auðmanna að það þarf náunga eins og Vilhjálm til að fylgja málum eftir.


mbl.is Nær Evrópu með Vinstri grænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Friðriksdóttir

Sammála því að það er mjög furðulegt að heyra það að VG séu komnir í Evrópuham. Ég velti samt fyrir mér hvort ekki sé einhver vinsældalykt af því að fara að velja hina og þess til að vera ráðherrar, tel að ráðherrar geti vel leitað til þeirra sem þeir vilja til ráðgjafar og hitt sé einungis til að forðast að taka pólitíkst á málum.

Áslaug Friðriksdóttir, 29.1.2009 kl. 10:08

2 Smámynd: Benedikta E

VG sagðir af heilagri Jóhönnu í Evrópuham ?????????? - Haffa þeim verið byrlaðir - SVEPPIR - ????????????

Benedikta E, 29.1.2009 kl. 10:29

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

VG segir núna eins og áður að þeir séu á móti inngöngu í ESB en séu tilbúnir að leyfa þjóðinni að ráða för.

Ég myndi telja Vilhjálm vanhæfan í topp fjármáleftirlitsins enda stendur hann í persónulegum málaferlum við mennina sem hann færi að rannsaka í Fjármálaeftirlitinu.

Héðinn Björnsson, 29.1.2009 kl. 18:13

4 Smámynd: Sigurður Jónsson

Héðinn. Væntanlega er það rétt hjá þér að Vilhjálmur er vanhæfur,en gaman hefði verið að fylgjast með honum í Fjármálaeftirlitinu. Því miður gengur það ekki.

Sigurður Jónsson, 29.1.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 828219

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband