Hvalveiðar skaffa vinnu.Er nýja ríkisstjórnin á móti að minnka atvinnuleysi og skapa auknar gjaldeyristekjur.Á ekki að hlusa á vilja þjóðarinnar?

Merkilegt er ef Samfylkingin og Vinstri grænir ætla að afturkalla leyfi Einars K.sávarútvegsráðherra að læeyfa hvalveiðar.Merkilegt er það þegar um 13 þús.manns eru atvinnulausir. Einhverjir myndu nú fá vinnu við veiðarnar. Nokkrir milljarðar myndu koma í gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. Okkur veitir nú ekki af.

Samfylkingin og Vinstri grænir leggja mikla áherslu á að það verði að hlusta á vilja þjóðarinnar. Nú liggur það alveg ljóst fyrir að góður meirihluti landsmanna styður það að við stundum, hvalveiðar. Hvers vegna á nú ekki að hlusta á vilja þjóðarinnar?

Á bara að hlusta á vilja þjóðarinnar þegar það hentar forystumönnum Samfylkingar og Vinstri grænna. Eru þetta ráðamennirnir sem þjóðin vill hafa?


mbl.is 18.000 á atvinnuleysisskránni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Í heild myndu ísleningar að stórtapa á hvalveiðum við aðstæður sem þessar. ... það er ekki hyggilegt við þessar aðstæður að hefja Hvalveiðar. Ímynd íslands er marið eftir bankahrunið  og það væri mjög gott politískt vopn annarra samfélaga til að koma höggi á okkur. Svíar hafa þegar varað við hvalveiðum og væri það er aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal ef farið yrði í hvalveiðar. Áróðursmaskína stórfjölmiðla erlendis geta svo auveldlega framið aftöku með því að fjalla um ísland með ósanngjörnum og hlutdrægum hætti um þessar mundir. Ef við myndum líkja íslandi við stórfyrirtæki.. þá er ljóst að stórfyrirtæki stæði aldrei í því að vera hluti af framleiðslu sem skaðar heildarímynd þess. Hvalveiðar skaða ímynd landsins við þessar aðstæður og minka því bæði túrisma til landsins og þar að auki .... setja lán og trú á íslensku krónuna í óvissu. 

Brynjar Jóhannsson, 29.1.2009 kl. 21:23

2 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Sæll Sigurður

Þú gerir ekki ráð fyrir aðgerðum Grænfriðunga og Sjávarspendýra. Árið 1989 og á árunum á undan tókst þessum samtökum að eyðileggja fiskmarkaði okkar erlendis. Við neyddumst í kjölfarið til að hætta hvalveiðum. Sama eyðilegging getur átt sér stað á ferðaþjónustunni.

Síðan eru viðbrögð stjórnvalda í öðrum ríkjum annar og ekki minni faktor. Á árunum fyrir 1990 vofði jafnvel viðskiptabann repúblikanastjórnarinnar í BNA og það þótt þeir hafi verið með herstöð hérlendis og það meira að segja í kaldastríðinu sem ekki var lokið.

Umhverfisvakning hefur margfaldast síðan þá og auk þess eru boðleiðir orðnar margfalt styttri, m.a. með tilkomu netsins. Núna er meira að segja komin mun vinstrisinnaðri og grænni ríkisstjórn í BNA og sama má segja um alríkisþingin þeirra. 

Við megum alls ekki fá BNA upp á móti okkur akkúrat núna.

Við erum alveg rosalega viðkvæm núna og megum ekki við neinu svona. Tjónið sem við verðum fyrir verður þúsund sinnum meira en sem nemur þessum þrjú hundruð störfum sem þú nefnir. 

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 29.1.2009 kl. 21:26

3 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Ég held líka að hann ætti að leifa loðnuveiðar og það strax . Það getur líka skaffað vinnu .

Vigfús Davíðsson, 29.1.2009 kl. 21:28

4 Smámynd: Arnbjörn Eiríksson

Já það eru furðulegar ákvarðanir teknar á stundum í sjávarútvegsráðuneytinu.  Og með ólíkindum að ekki er búið að leyfa loðnuveiðar á þessum tímum.  Þetta er pólitík sem sjálfstæðismenn stunda enda bera þeir að mestu leiti ábyrgð á ástandinu nú.  Þeir virðast vera komnir flestir með vinstri- grænt ofnæmi, allavega hvernig þeir tala og skrifa.  Ný stjórn þarf nú ekki að vera góð til að vera betri en þær síðustu.

Arnbjörn Eiríksson, 29.1.2009 kl. 22:10

5 identicon

Ég skil ekki alveg af hverju menn telja þetta geta valdið tjóni. Það hefur ekki gert það síðustu ár þrátt fyrir að hvalir hafi verið veiddir í atvinnuskyni.

Ástandið núna sýndi einmitt það að þessum þjóðum sem væla um hvalveiðar er skítsama um okkur, gæti ekki verið meira sama hvernig okkur reiðir að. Af hverju eigum við að láta fáfræði í sumum af mest mengandi löndum heims (Bandaríkin, Bretland(hryðjuverkalög!)) hafa áhrif á hvort við veiðum hvali eða ekki?

PS. Hvítflibbabetlarar.

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 22:45

6 identicon

Það er allur anskotinn sem getur skapað atvinnu... Af hverju förum við bara ekki að framleiða fíkniefni eða þess háttar... Það skapar atvinnu!  Og það myndi nú fylla ríkiskassann mun hraðar en hvalveiðarnar. Samt er nú helvítis ríkisstjórnin á móti því! Helvítis ríkistjórnin er á móti fíkniefnaframleiðslu, þá hlýtur hún að vera á móti atvinnusköpun!! :) :) :)

Ég missi nú ekki svefn yfir því þótt nokkur hvalhræ séu veidd á ári, en þú gerir þér ekki grein fyrir því að við íslendingar höfum ekkert orðspor erlendis lengur, og hvalveiðarnar munu ekki bæta það.

Siggi, þetta er virkilega heimskt blogg hjá þér. Til hamingju.

Kjartan Ólason (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 23:10

7 identicon

Þetta er bara spurning um á hverju við græðum mest. Er betra að hefja hvalveiðar og leggja ferðamannaiðnaðinn í rúst? Hvar liggja mínusar og plúsar????? mjög einfalt.

Sigurdur H. Einarsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 00:57

8 identicon

Fyrir mitt leyti eru hvalveiðar í góðu en því miður þá eru bara ekki allir á sama máli og þá sérstaklega í stóru löndunm. Við verðum því miður að beygja okkur undir þessa "fávísu" erlendis því þeir hafa greiðari aðgang að stefnumótun þeirra ríkisstjórna, fjölmiðla og samtaka. Vissulega hafa undanfarnar hvalveiðar ekki haft mikil áhrif en það gæti sigið á ógæfuhliðina og þá erum við ekki í svo góðum málum. Markaðir erlendis gætu byrjað að neita að kaupa fisk af okkur og við þyrftum þá kannski að færa okkur á erlenda markaði.

Þótt ekkert væri skemmtilegra en að hoppa í næsta bát og munda skutullinn, heyra hann kljúfa loftið, finna lyktina af sjónum og blóðinu blandast saman. Halda heim til hafnar og njóta ríkulegrar uppskerunnar þá er þetta ekki svona einfalt.

Torfi (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 01:22

9 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Sæll Sigurður

Ég er mjög hlynntur hvalveiðum en það sér nú hver sem horfir sanngjörnum augum á þetta að svona stjórnsýsla er nú ekki stórmannleg, þessi sami Einar sjávarútvegsráðherra hafði tækifæri svo um munaði til að auka atvinnu í landinu þegar hann breytti reglum um útflutning á ferskum óunnum fiski. Þegar 10% kvótaálagið var afnumið lofaði hann að Íslensk fiskvinnsla fengi tækifæri til að bjóða í þennsn fisk, svo komu tillögur um að allur fiskur sem veiddur væri við Íslandsstrendur ( utan loðnu, síld og kolmunna) yrði vigtaður til kvóta hér á landi, en nei þá þurfti ekki að hugsa um þjóðarhag heldur var allt óbreytt nema að fiskurinn fer á málamyndauppboð hér á landi þar sem seljendur rára verðum og kjörum, semsagt allt óbreytt. Nei þessi ráðherra er ekki að hugsa um þjóðarhag heldur hag flokksins sem fyrr og sinna útvalda.  Þetta eru sem fyrr skítavinnubrögð.

Kveðja

Magnús Guðjónsson

Magnús Guðjónsson, 30.1.2009 kl. 06:49

10 identicon

Við vorum að veiða hval í fyrra og það hafa aldrei eins margir ferðamenn komið til Íslands???Sé ekki að hvalveiðarnar hafi skaðað ferðamannaiðnaðinn mikið þá. Við verðum að nýta allar okkar auðlindir, þar á meðal hvalinn. Það má ekki heldur gleyma því sem maður lærði í líffræði í skóla um fæðukeðjuna. Það er einfaldlega ekki gott að leifa einni tegund að fjölga sér langt fram yfir aðrar. 1 hvalur borðar 1 tonn af fiski á dag, bara að benda á það. Einu sinni var kannski hvalurinn í útrýmingarhættu en hann er það sko sannarlega ekki núna. Rannsóknir sem gerðar hafa verið sýna það. Það hlýtur að vera hægt að veiða hval, skapa fullt af fólki atvinnu og á sama tíma vinna með hvalaskoðunarskipunum. Fólk hlýtur að geta virt lífsviðurværi fólks og t.d. ákveðið svæði þar sem hvalskoðun fer fram og ekki  veitt þar eða ákveðið einhverjar tímasetningar. Allir græða þannig. Við getum líka gert þetta aðeins mildara. Hægt er að minnka kvótann í orði en ekki á borði, s.s. minnka kvótann núna þannig að þetta líti ekki svona út á alþjóðavísu, gefa t.d. örlítið meira út en í fyrra og skipin fara á fullt vitandi það að um leið og þeir eru búnir að veiða þann kvóta verði gefður út viðbótarkvóti. Þannig græða allir því tölur virka oft ógnvekjandi ;)

Annað sem verður að gera núna og er í raun ótrúlegt að ekki sé búið að gera eins og einhver hér fyrir ofan skrifaði. Það þarf að gefa út byrjendakvóta STRAX á loðnunni með því skilyrði að bátarnir fara strax að veiða. Þannig eru bátar að leita af loðnu og Hafró verður úti til að mæla. Skapar fullt af vinnu og gjaldeyristekjum. Þetta mál þolir enga bið. Hafró verður að hætta þessu valdkappi því þetta er ekki tíminn til þess. Ísland er á hausnum, fólk að missa vinnuna og við erum að fara að horfa upp á skattahækkanir, skerðingu í heilbrigðis- og menntakerfinu og hvalveiðar og loðnuveiðar milda það högg þó höggið verði auðvitað gríðarlegt en betra er að skapa tekjur en skera niður. Auk þess ættu með hvalveiðum og loðnuveiðum að skapast atvinna fyrir á millinu 300-500 manns og getum við neitað því????

Reynum bara að gera þetta í samvinnu þannig að það hafi sem minnst áhrif áfram á ferðaþjónustuna og það eru ýmsar leiðir til þess. Svo má ekki gleyma því að það er alþjóðakreppa og hvert land er núna mjög upptekið af björgunaraðgerðum og hefur ekki eins mikinn tíma til að pæla í því hvað aðrir eru að gera og stóra málið er að fullt af ríku fólki sem er búið að vera að dæla peningum inn í svona hobbýsamtök eins og Grænfriðunga eru búnir að tapa miklum peningum og ég er ekkert svo viss um að staðan sé þar eins og áður, þ.e. að hægt sé að halda út bátum og áhöfnum eins og ekkert sé og leika sér í hobbýverkefnum.

Kreppan kemur við alla, ekki gleyma því.

Af stað með hval- og loðnuveiðar NÚNA

Auðbjörg (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 09:52

11 Smámynd: Skafti Elíasson

Það er engin spurning um að við eigum að veiða hvali,, hvar ætlum við að setja mörkin ? ætlum við að hætta að veiða þorsk ef greenpeace segir að við megum það ekki ?  jöfn nýting stofna er ekki bara skraut það er nauðsyn.

Skafti Elíasson, 30.1.2009 kl. 12:59

12 identicon

Í mínum heimahaga kallast slíkur kænskuleikur háttvirts starfandi hvalráðherra Gambítur. Gambítur kemur upp þegar telft er við annað en Páfann. Oft er gambítur kallaður gaffall. Sterkur leikur sem skilur andstæðing eftir með tvo erfiða kosti.

Í mínum heimahaga er sagt við slíku...."skítugur ertu á tánum"

Síðuhaldari þakkar þeim sem hlýddu ef þeim á annað borð var kalt

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 828244

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband