Norskur pólitíkus í Seðlabankann.

Vinnubrögð Vinstri stjórnarinnar eru einkennileg svo ekki sé meira sagt. Höfuðáhersla var lögð á að losna við Davíð úr Seðlabankanum. Það gengi ekki að hafa fyrrverandi pólitíkus. Það er því furðulegt að fyrrverandi aðstoðarfjármálaráðherra Verkamannaflokksins í Noregi skuli ráðinn í starfið. Verkamannaflokkurinn er systurflokkur Samfylkingarinnar. Nú má vel vera að Svein Harald sé hinn mætasti maður, en því verður ekki mótmælt að hann er fyrrverandi pólitíkus. Samkvæmt lögmálum Jóhönnu virðist það vera allt í sómanum sé hann til vinstri í pólitíkinni.

 


mbl.is Nýr seðlabankastjóri settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er náttúrlega svolítið riskí að setja Norðmann í embættið. Við erum búin að prófa að hafa norskan forsætisráðherra, og ekki gafst það vel.

Kv/KrBj

Kristján Bjartmarsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 13:06

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er brandari.

Sigurjón Þórðarson, 27.2.2009 kl. 14:40

3 identicon

Það má sjálfsagt skilgreina hugtakið "pólitíkus" vítt en Svein Harald hefur aldrei verið aðstoðarfjármálaráðherra. Þ.e hann hefði ekki tekið við ef þáverandi fjármálaráðherra hefði hætt eða veikst. Svein Harald var hinsvegar einskonar ráðuneytisstjóri/aðstoðaðarmaður ráðherra (statssekretær). Í mínum huga er það ekki það sama og að vera "pólitíkus". Svein Harald hefur aldrei setið á þingi.

Erlendur Helgason (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 15:00

4 identicon

Maður á örugglega ekki eftir að sofna út af þessu.  Seðlabankastjóri er nefnilega svo sjálfstæður á Íslandi þessa dagana.

Satt er það Erlendur.  Aðstoðarmenn ráherra eru alltaf ópólitískir.

itg (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 17:06

5 Smámynd: Magnús Jónsson

Sigurður: svo er ólöglegt samkvæmt stjórnarskrártúlkun Sigurðar Líndal, að seta í embætti man sem ekki hefur íslenskan ríkisborgararétt, þessi gjörningur er einn sá alvitlausasti sem sér hefur lengi, og er þó af nógu að taka finnst okkur sumum. 

Magnús Jónsson, 27.2.2009 kl. 17:31

6 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Mér líst vel á að fá Normannin í þetta,elldklár  maður, ekki veitir af að fá góðan mann í að taka til eftir 18ára stjórn Sjálstæðisflokksins sem ætti með réttu að vera að mælast með 5-6 prósenta fylgi.Siggi þú veist hver ber höfuðábyrgð á því hvernig komið er það er Sjálstæðisflokkurinn, nú síðast með bullinu í Árna Matt enda er hann á leiðinni í burtu sem betur fer.Siggi ég skal ekki trúa því að þú ætlir að kjósa Sjálstæðisflokkin þeir nánast hröktu þig frá Eyjum og svo handfarirnar sem þeir eru búnir að leiða yfir þessa þjóð það er skelfilegt taktu frear þátt í endur reisnar starfinu með núverandi stjórn það  þíðir ekkert að láta þinn gamla flokk komast að kjötkötlunum í bráð.Svo minni ég þig á að Normaðurinn er bara ráðinn tímabundið kv

þorvaldur Hermannsson, 27.2.2009 kl. 17:52

7 identicon

Með öllu óskiljanlegt að ráða þennann mann.  Við með svo menntað fólk?...bankamenn sem fundu upp bankaviðskipti ( gott ef ekki viðskipti yfir höfuð ).  Ég segi Hreiðar Má í seðlabankann og engar refjar.

itg (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 18:02

8 Smámynd: Auðun Gíslason

Verður þá ekki bara að redda ríkisborgararéttinum? Ef það  er vandamál? Verða þá ekki allir ánægðir? 

Auðun Gíslason, 27.2.2009 kl. 18:21

9 identicon

Er einhver paranoija í Sjálfstæðismönnum.  Það skilur enginn nokkur maður í því hvernig Seðlabankanum var stjórnað undan farin ár.  Endalausar stýrivaxtahækkanir til að slá á verðbólgu, en á sama tíma flæðir inn erlent fjármagn á lágum vöxtum, sem er verðbólguhvetjandi. Svo er bindiskyldan einn kapítuli út af fyrir sig....  Ástandið hérna verður örugglega kennt í hagfræðinni í framtíðinni um allann heim, hvernig á EKKI að reka ríkissjóð.  Við erum með hátt menntunarstig, landið stútfullt af auðlindum, og hér búa 300.000 hræður ( með allar þessar auðlindir)!!! Þetta hlýtur að vera heimsmet sem verður seint bætt hvernig Íhaldið gat sett okkur á hausinn!!! Ef Grimsby ættu þessar auðlindir einir og sér, væru þeir væntanlega LANGFLOTTASTIR,  á Bretlandseyjum!!!

Ævar Rafn Hafþórsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 19:27

10 Smámynd: Jón Sigurðsson

Nokkuð er ég viss um að ef sjálfstæðismenn hefðu viðhaft vinnubrögð sem þessi þá væri samfélagið á hvolfi. En einu tók ég eftir sem hinn nýi seðlabankastjóri sagði og líkaði vel. "Það er mikilvægt að styrkja íslensku krónuna" krónu sem helstu hagfræðingar landsins og álitsgjafar og jafnvel ráðherrar af vinstri væng telja handónýta. Þarna er kominn maður sem hefur trú á íslensku krónunni, gjaldmiðli sem mælir fyrst og fremst raunveruleg verðmæti sem þjóðin hefur yfir að ráða.

Jón Sigurðsson, 27.2.2009 kl. 19:40

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

take it or leave it

Jón Snæbjörnsson, 27.2.2009 kl. 22:05

12 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ég gagnrýni vinnubrögð núverandi stjórnar, og hef að vísu stutt Davíð allann tímann og geri enn, Davíð hefur mitt traust, en við skulum ekki dæma Norðmanninn strax út af borðinu, verðum að vona að hann styrki krónuna okkar og komi okkur á gott skrið.

Áfram Ísland.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 27.2.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 828247

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband