Vilja kjósendur virkilega vinstri stjórn?

Það er gott ef það er á hreinu fyrir kosningar að Samfylking og Vinstri grænir lýsa því yfir að þau haldi stjórnarsamstarfi eftir kosningar fái þau umboð til þess. Þá hlýtur það að vera krafa kjósenda að flokkarnir leggi spilin á borðið og segi þjóðinni hvernig standa eigi að málum næstu árin.Hvað með skattahækkanir? Hvar á að skera niður? Hvernig á að koma atvinnulífinu af stað?Hver er afstaðan í virkjanamálum o.s.frv.

Stefna þessara flokka hefur ekki verið í takt í mörgum málum,þannig að það er nauðsynlegt að þeir birti sameiginlega stefnuskrá í stærstu málaflokkunum lýsi þeir yfir að þeir gangi bundnir til kosninga.

Það er t.d. merkilegt að fylgjast með málflutningi þessara flokka til álvers í Helguvík.Á Suðurnesjum er nú mikið atvinnuleysi og því verður ekki á móti mælt að bygging álvers í Helguvík skapar mikla atvinnu.Samt sem áður ætla Vinstri grænir að vera á móti og að minnsta kosti Mörður Árnason hjá Samylkingunni. Kjósendur hljóta að krefjast skýrrar sameiginlegrar stefnu Vinstri grænna og Samfylkingar fyrir kosningar.

Sama má segja um fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Hver er sameiginleg stefna Vinstri grænna og Samfylkingarinnar til virkajnaframkvæmda í Þjórsá.

Það er ekki nóg að Vinstri grænir og Samfylking segist ætla að vera í ríkisstjórn eftir kosningar. Kjósendur verða að fá að vita þeirra sameiginlegu stefnu.

Hlutskipti Framsóknarflokksins eru undarleg. Flokkurinn vann að því að koma Vinstri stjórninni á koppinn. Eftir að það tókst virðist áhugi VG og Samfylkingarinnar vera í miklu lágmarki að tala eitthvað frekar við Framsókn,hvað þá að bjóða þeim með í stjórnarsamstarf eftir kosningar.Væntanlega munu VG og Samfylking reka þann áróður að með því að kjósa Framsókn séu kjósendur að koma í veg fyrir að vinstri stjórn verði mynduð. Þessi "snjalli" leikur Sigmundar Davíðs að mynda minnihlutastjórn fyrir VG og Samfylkinguna verður ef til vill ekki nein óskastaða fyrir Framsóknarflokkinn þegar upp er staðið.


mbl.is Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður.

Ég og tugþúsundir Íslendinga vilja Frelsi en ekki það Frelsi sem að Sjálfstæðisflokkurinn stóð að mörgu leyti fyrir og ég vil ekki sjFramsóknarflokkinn heldur.

Eitt er Frelsi og annað er Helsi og það var það sem að þessir flokkar settu megnið af þjóðinni undir

Nei, nú mega þessir flokkar hvíla sig, mín vegna.

Að það skuli þurfa að setja LÖG TIL AÐ LÍTA EFTIR FRELSINU ÞEIRRA !

Ótrúlegt en satt.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 11:16

2 identicon

Hvaða rugl er þetta eiginlega?

Auðvitað vill þjóðin vinstri stjórn. Eða er hægri stjórn síðustu 20 ára kannski búin að skila af sér góðu verki?

Ragnar (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 11:23

3 identicon

Já auðvitað viljum við vinstri stjórn það hefur sýnt sig að Sjálfstæðismenn geta ekki stjórnað þessu landi enda allt á komið í kalda kol!

Aðalheiður Þorbergsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 11:36

4 Smámynd: Þorsteinn Egilson

Sæll meistari.

Þú ert greinilega einn þeirra sem telja það svik við heimsbyggðina ef xD fær hér ekki öllu ráðið.
Sannur xD-ari ætti hins vegar að sjá sóma sinn í því að líta til baka nokkur ár og horfa síðan til framtíðar af  smávegis auðmýkt.

Ég vona að xV og xS fái hreinan meirihluta í næstu kosningum. Jafnframt að þeir beri  gæfu til að mynda nýja ríkisstjórn með xB. Ekki til að launa þeim minnihlutastjórnina, heldur til að fjölga þeim sem bera ábyrgð og fækka þeim sem standa í tilganslausu pólitísku þrefi í sölum Alþingis á meðan allt brennur.
Með því verða xD einir (væntanlega) í stjórnarandstöðu og það er bæði þeim og þjóðinni hollt eftir það sem á undan er gengið.

Síðan vona ég einnig að þeim fækki sem líta á allar sínar gerðir í pólitík sem hollustu við "flokkinn sinn", hver sem hann er. Innan xD er greinilega hellingur af mjög frambærilegu fólki til þátttöku í stjórnmálum og mikið óska ég þess að með nýju fólki þar fái þroskazt einstaklingshollusta á kostnað flokkshollustu.

Kveðja,

Þorsteinn Egilson, 4.3.2009 kl. 11:36

5 identicon

Alveg sama þó flokkarnir séu ekki alveg í takt í einhverjum málum, það er frekar léttvægt miðað við það að setja landið á hausinn. Ég spyr nú bara, í ljósi nýliðnna atburða, af hverju ætti fólk að vilja hægri stjórn?

Rún (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 11:48

6 identicon

já ertu hissa, skoðaðu bara sl. 18 ár, segir það þér ekki eitthvað ?

Heiður (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 12:00

7 Smámynd: Anna Sigga

"Vilja kósendur vikrilega vinstrisjórn?"

Já takk! 

Anna Sigga, 4.3.2009 kl. 12:01

8 identicon

Já, fólk vill vinstri stjórn, allavega get ég sagt það fyrir mig.  En ekki með ISG neinsstaðar í nánd.  Að ætla að koma fram sem formaður flokksins núna er fásinna.  Það eru nokkrir hæfir menn vinstra megin sem geta ábyggilega gert góða hluti.

EE elle (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 12:20

9 identicon

Vinstristjórn, já takk. Kominn tími á að sjálfstæðismenn taki sér langt hlé meðan vinstrimenn moka flórinn eftir hagstjórnarrugl síðustu ára.

Magnús (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 12:52

10 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Vinstri?  Er það ekki það sem við erum búin að hafa síðan 1944?

Lát oss sjá... höft, tékk.  Bönn, tékk.  Háir skattar, tékk.

En við vorum líka með lénsveldi.  Engan de facto konung, en það er hægt að benda nokkuð nákvæmlega á lénsherrana.

Smá hægri sveifla, bara einhverntíma, hefði komið sér voða vel.  En nei, viðhöfum verið að reka hægt og bítandi í átt frá hreinum kommúnisma til meira lénsræðis.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.3.2009 kl. 13:16

11 identicon

Betra væri að hafa hunda og ketti í ríkisstjórn en Sjálfstæðisflokkinn með alla sína spillingarsögu sem við fáum daglega fréttir af, að ég minnist ekki á hrun í boði frjálshyggjunnar.

Kolla (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 13:18

12 Smámynd: smg

Já virkilega, við viljum síst af öllu gerspilltan Sjálfstæðisflokk!

S og V flokkar myndu reyndar mynda flokk sem er nær miðjunni og meira miðjustjórn en vinstri 

smg, 4.3.2009 kl. 13:40

13 identicon

Sæll Sigurður,

Ég held að fólk vilji ekki sérstaklega vinstri stjórn. það tel ég að sé mikill misskilningur. Ég skynja ástandið þannig að fólk vill sjá afturhvarf til þess tíma þar sem fólk gat borgað af lánunum sínum með þeim launum sem það hafð, fyrir þá vinnu sem það var með.

Mér sýnist vinstrimenn ekki hafa upp á neinar lausnir að bjóða aðrar en þær að skipta um seðlabankastjórn. Það verkefni var vissulega lífsnauðsynleg tilraun til að skapa traust erlendra aðila á efnahagsaðgerðum á Íslandi.

Nú síðast í dag þá var Kolbrún nokkur Halldórsdóttir umhverfisráðherra að spýta út úr sér þeirri ofnotuðu og þurru tuggu VG að í stað Álvers í Helguvík sem skapar um 2000 störf á suðurnesjum að þá ætti frekar að gera eitthvað annað.... "EITTHVAÐ ANNAÐ" ????? við höfum ekki þennan lúxus lengur að vera bara á móti og koma ekki með lausnir í staðinn eins og VG hefur gert frá stofnun þess sorglega samankurls hippa og skýjaglópa.

Fólkið í landinu þarf atvinnu og  það strax! það þýðir ekki að vera að væflast með eitthvað hálfkák og hugmyndir um "eitthvað annað" og ekki neitt á meðan fólk er að missa vinnuna hér í hrönnum. VG hefur engar lausnir og það hefur sannað sig nú á þeim tíma sem þeir hafa setið í ríkisstjórn sem átti að sinna bráða aðgerðum. Þeirri stjórn hefur á öllum þeim vikum einungis tekist að reka einn mann úr embætti. VAR ÞAÐ ALLT OG SUMT?!!!

Fólkið í landinu vill hægri stjórn, það er alveg klárt mál. Það sannar "óákveðna" fylgið í skoðunakönnunum í dag. Þess vegna velur þetta fólk ekki vinstriflokkana þegar það er spurt. Þetta fólk vill hinsvegar ekki Sjálfsæðisflokkinn því hann ber ábyrgð á hruninu og neitar að horfast í augu við það. Það vantar nýjan hægriflokk sem er laus við spillingarstimpil sjálfstæðisflokksins.

þess vegna vantar nýjan hægriflokk, byggðan fólki sem áttar sig á mikilvægi fyrirtækjana í landinu, því þau eru lífæð og undirstaða mannlífsins. Án atvinnu þá er einstaklingurinn gagnslaus að hans eigin mati og í efnahagslegum skilningi.

kv,

Umhugsun

Umhugsun (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 14:35

14 Smámynd: Offari

Ég hef ekkert á móti vinstristjórn en þar sem ég er stóriðjusinni vill ég helst ekki að VG taki þátt í þeirri stjórn. Ég er líka á móti því að þjóðin taki á sig aðra gengisfellingu með því að ganga í ESB  því vill ég heldur ekki að samfylkingin taki þátt í þeirri stjórn. Eitthvað tafði síðustu ríkisstjórn í að hefja úrbætur og eitthvað tefur núverandi ríkistjórn í að hefja úrbætur. Þessar báðar ríkistjórnir hafa það eitt sameiginlegt.

Er mögulegt að Samfylkingin vilji halda í óstandið þart til við lútum þeirra vilja um að ganga í ESB vegna þess að við séum ekki fær um að bjarga okkur sjálf út úr þessum ógöngum?

Offari, 4.3.2009 kl. 14:40

15 identicon

Já karlinn minn við viljum vinstri stjórn. Við viljum jöfnuð í þjóðfélaginu, gegnsæja stjórnsýslu og sanngirni gagnvart öllu fólki. Leynimakk og sjálftaka á að heyra sögunni til. Og við getum verið viss um að vinstri stjórnin okkar ákveður ekki að setja okkur á lista viljugra stríðsbjálaðra þjóða. Það er einn ljótasti gjörningur sem framin hefur verið gegn íslensku þjóðinni.Sá gjörningur mun aldrei gleymast.Það var þá sem ég tók vinstri beyjuna. Enda er hjartað vinstra megin og ég held með hjartanu......

Ína (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 15:05

16 identicon

Sigurður, vilja kjósendur áframhaldandi

  • rennireið frjálshyggjunnar í boði Sjálfstæðisflokksins/Sakleysisflokksins (sem þarf ekki að biðja afsökunar á neinu).
  • spillingu
  • einkavinavæðingu
  • framgang útrásarþrjóta til að stela sparifé landsmanna
  • setningu innvígðra og innmúraðra í öll möguleg embætti á vegum ríkisins (kostulegt að flokkurinn sem talar mest um BÁKNIÐ burt, þ.e. ríkisafskipti kemur sínu fólki alls staðar fyrir í ráðandi stöður). ?????

Eða vilja kjósendur kannski að staðið verði við kosningaloforðin frá síðustu kosningabaráttu;

STYRKA EFNAHAGSSTJÓRN

Kolla (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 15:30

17 identicon

Ég eins og flestir íslendingar í dag óska bara eftir ríkisstjórn án þáttöku Sjálfstæðisflokksins, TAKK !

Stefán (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 15:45

18 identicon

Hvað með skattahækkanir? Hvar á að skera niður? Hvernig á að koma atvinnulífinu af stað?Hver er afstaðan í virkjanamálum o.s.frv.

Væri ekki bara ilmandi til að byrja með að fá svör við þeim sem spyr?

Hver er afstaða þín til þessara mála?

Byrjum á skattahækkunum...það þarf ekkert er það?

Niðurskurður....velferðarkerfið, flatur niðurskurður er það ekki málið?

Hvernig á að koma atvinnulífinu af stað....af hverju er það ekki í gangi?

Hver er afstaðan í virkjanamálum?...hvað á að virkja og fyrir hvern?

kv. 

IlmandiVGunnar

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 16:05

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Allt er betra en íhaldið.

Ég spyr þig á móti;  Hvað í veröldinni fær þig til að styðja Sjálfstæðisflokkinn ennþá ? 

Anna Einarsdóttir, 4.3.2009 kl. 16:29

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Dóra litla:

Fór það framhjá þér að í 18 ár vorum við með hægri stjórn? Þú hlýtur að vera ánægð með árangurinn og sætta þig við þann frjálsa markað, auknu viðskipti, fullt af peningum og gott líf. Fjölmörg okkar hinna misstu af þessum árangri og finnst að eitthvað af þessu vanti einmitt í dag.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær brautargengi hjá þjóðinni núna í vor þá er sýnilega orðin þörf á að endurskoða fræðslulöggjöfina.

Vinstri stjórn já takk!

Árni Gunnarsson, 5.3.2009 kl. 01:02

21 identicon

Ég vil vinstri stjórn, frjálsan markað (bara ekki með mína peninga og lánagreiðslur), aukin viðskipti og framar öllu; gott líf - því að þitt er ríkið ..........

Kolla (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 828234

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband