Stéttarfélög styrkja suma stjórnmálaflokka en aðra ekki. Er það í lagi?

Gott hjá Sjálfstæðisflokknum að skila styrknum frá Neyðarlínunni. Að sjálfsögðu eiga stjórnmálaflokkar ekki að leita eftir styrk hjá svona aðilum og þeir sem stýra fyrirtækinu ekki að veita slíka styrki. Það er einnig gott hjá Samfylkingunni að skila aftur styrknum frá Íslandspósti.

Þegar rætt er um styrki til stjórnmálaflokka hljóta að vakna upp spurningar hvort stéttarfélög geti leyft sér að styrkja suma stjórnmálaflokka en aðra ekki. Nú er það svo að launþegar eru skyldugir til að vera í stéttarfélagi og öruggt að félagar í einu stéttarfélagi hafa ekki allir sömu pólitísku skoðunina.

Ég er ekki viss um að Sjálfstæðismaður í stéttarfélagi sé ánægður með að hans framlag sé t.d.notað í að styrkja Samfylkinguna. Auðvitað gildir það sama um Samfylkingarmanninn.Hann væri ekki ánægður að hans framlag sé notað til að styrkja Sjálfstæðisflokkinn.

Mér finnst það virklilega skoðandi að banna stéttarfélögum að veita styrki til stjórnmálaflokka.


mbl.is Skilar framlagi Neyðarlínunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki hlutverk stéttarfélaga að berjast fyrir kjörum félagsmanna sinna?  Eru þau með einhver önnur verkefni á sinni könnu?

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 11:43

2 identicon

Já Sigurður, þú veist að í gegn um árin hafa atvinnurekendur verið meira fylgjandi Sjálfstæðisflokknum og launþegar vinstri flokkunum. Miðað við það er það kannski ekki rangt að vinstri flokkarnir fái styrki frá stéttarfélögunum og hægri flokkarnir frá atvinnurekendum.

Emil Páll (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 12:44

3 identicon

Mér finnst með öllu óforsvaranlegt að veralýðsfélög styrki stjórnmálflokka hvort sem þeir styrkja einn eða alla. Ef þessi félög eiga svona mikla sjóði þá eiga þau frekar að nota  þá til að reyna að bæta kjör félagsmanna með eihverjum hætti.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 19:45

4 Smámynd: Valur Kristinsson

Sigurður, það eru nú ekki allir svona sjúklega pólitískir eins og þú.

Valur Kristinsson, 24.3.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband