Framsóknarflokkurinn missir flugið.Með og á móti ríkisstjórninni ekki til að skapa traust.

Með tilkomu nýs formanns í Framsóknarflokknum bjuggust margir við að flokkurinn myndi sýna fersleika og innleiða ný sjónarmið og vinnubrögð. Segja má að flokkurinn hafi innleitt ný vinnubrögð með því að búa til Vinstri stjórn án þess að vera hluti af henni.

Framsóknarflokkurinn ver Vinstri stjórnina falli, en nú segir Sigmundur Davíð að Vinstri stjórn Jóhönnu hafi bara alls ekkert verið að vinna að þeim málum sem hún var mynduð um.

Auðvitað hlýtur mörgum sem bundu vonir við Framsóknarflokkinn hann haga sér furðulega. Framsóknarflokkurinn styður ríkisstjórn,sem flokkurinn segist hundóánægður með. Hvers vegna í óskupunum tryggði Framsóknarflokkurinn ekki betur að Jóhanna og félagar yrðu að standa við það sem lofað var.

Enn skrítnara er svo að heyra Sigmund Davíð lýsa því yfir að hans helsta von sé að komast í ríkisstjórn með Jóhönnu og Steingrími J.

Það þarf því ekki að koma á óvart að  Framsóknarflokkurinn sé að missa flugið. Með sama áframhaldi styttist í 5% markið .Það væri nú aldeilis saga til næsta bæjar ef Framsóknarflokkurinn næði ekki manni inn á þing. Reyndar ótrúlegt vegna landsbyggðarkjördæma,en með þessu fylgi eru litlar líkur á að þingmenn komi frá Reykjavíkurkjördæmunum.


mbl.is Fylgi Framsóknarflokks minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ég er ekki hissa

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 26.3.2009 kl. 11:24

2 identicon

Hárrétt.

Svo virðist sem þeir viti ekki í hvorn fótinn eigi að stíga. Spurning hvort að í flokknum sé einhverskonar barátta - þá á milli nýkjörins formanns og þeirrar klíku sem töldu sig eiga flokkinn... 

Sorgleg þróun Framsóknarflokksins. Hefur getið af sér gott fólk í gegnum tíðina. Alles ist nur kaput.

Guðgeir (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 11:59

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það má kannski kenna pólitísku reynsluleysi þeirra manna sem ráða í Framsóknarflokknum að þeir skuli hafa ákveðið að styðja þessa minnihlutastjórn. Það þurfti ekki mikla spádómsgáfu til að sjá að VG og Samfylking voru aðeins að notfæra sér Framsóknarflokkinn. Þetta flokkast því undir pólitískt sjálfsmark hjá Sigmundi Davíð, sem kostað gæti flokkinn sigurinn í kosningum í vor. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.3.2009 kl. 13:54

4 Smámynd: Offari

Framsóknarflokkurinn á ennþá lífsvon. Vandamálið er gömlu syndirnar og óheiðarleiki samfylkingarinar. Spillingaráróður samfylkingarinar virðist ná eyrum fólks núna einmitt þegar fólk er til í að trúa ljótum sögum. þessar kosningar munu freka snúast um skítkast en málefni. Vandamálið er að samfylkingin hefur baugsmiðla á sínu bandi svo baráttan verður erfið.

Framsókn er hinsvega eini flokkurinn sem komið hefur með nothæfa björgunartilögu og aðrir virðast vera að skilja þessa hugmynd því tel ég að þeir muni vaxa þegar kosningardagur nálgast því ég efast um að það séu margir sem vilja að ekkert sé gert.

Offari, 26.3.2009 kl. 15:26

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

við hverju búast menn ? er þetta ekki bara í góðu lagi með Finn og Ólaf sem styrelse

Jón Snæbjörnsson, 26.3.2009 kl. 15:33

6 Smámynd: Jón Finnbogason

Þar sem Framsóknarflokkurinn var fyrstur til að endurnýja flokkinn, skapaði hann líka stærstu ógn gömlu fjórflokkaklíkunnar. Það sást afar fljótlega að þegar Framsókn skaust uppí 18% fóru allir fjölmiðlar á fullt að rífa flokkinn í sig.

Svo gerðist það að ríkisstjórn Sjálfsstæðisflokks og Samfylkingar skiptist í tvo fýlupúka sem ekkert vildu gera nema svara önugt og leiðinlega.

Framsóknarflokkurinn fórnaði góðri stjórnarandstöðustöðu sinni til að, að við héldum, til að koma nýrri ríkisstjórn af stað með aðgerðir. Studdu svo minnihlutastjórn frekar en að fara í ríkisstjórn sjálfir, því þá hefði endanlega allir fjölmiðlar orðið uppfullir af misvitrum álitsgjöfum sem hefðu sagt "Framsókn aftur komin á spenann". En almenn skynsemi nýrrar flokksforystu forðaði þessu frá því að gerast.

Við þetta efldist and-framsóknar fréttaflutningurinn samt enn frekar, og spunameistararnir náðu taki á fjölmiðla- og bloggumræðunni. Umræða um aðgerðarleysi S og VG skiptir víst engu máli og ekki má tala um aðgerðir því það passar ekki við anda forystu þessara flokka.

Ekki væri ráð að slíta þessari ríkisstjórn þrátt fyrir aðgerðarleysið, því mánuður er í kosningar.

Eftir stendur að aðgerðir Framsóknarflokksins eru vel réttlætanlegar og raunar þær einu sem menn geta farið í. Hins vegar er rétt hjá þér að reynsluleysi forystunnar gerði ekki ráð fyrir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. Meiraðsegja ábending um að stjórnarsáttmálinn snerist ekki um neitt var spunnið uppí að Framsóknarlfokkurinn væri að TEFJA.

Hver einasti hugsandi maður sér hverju er um að kenna í öllu þessu umstangi.

Jón Finnbogason, 27.3.2009 kl. 09:43

7 identicon

Könnun þessi bara áróðursbragð kratanna á Fréttablaðinu og stöð 2. ekkert annað .

JK (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband