Ótrúlegt að Framsóknarflokkurinn skuli leggjast á hnén og biðja þá sem hafa gefið þeim langt nef að fá náðarsamlegast að komast undir Vinstri sængina.

Það er ótrúlegt að sjá að jafn reyndur þingmaður og Siv skuli leggjast á hnén fyrir framan Jóhönnu og Steingrím. Formaðurinn hefur sagt að þolinmæði Framsóknar væri þrotin. Vinstri stjórnin hlustar ekki á Framsókn og gerir grín að þeirra tillögum. Þrátt fyrir það vill Siv nú endilega komast undir sængina hjá Jóhönnu og Steingrími J.

Ég hélt að forystumenn Framsóknar væru stoltari en þetta.Það er alveg ótrúlegt að Framsóknarflokkurinn virðist ætla að reka sína baráttu þannig að tryggja Samfylkingunni og Vinstri grænum hreinan meirihluta. Draumur Framsóknarflokksins um Vinstri stjórn rætistv þá fullkomlega, bara án þess að þeir eigi ráðherra í stjórninni.

Eitt er alveg óskiljanlegt fyrst æðsti draumur Sigmundar Davíðs og Sivjar er að komast í Vinstri stjórn,hvers vegna í óskupunum sitja þau ekki í núverandi stjórn.

Datt þeim virkilega í hug að hægt væri að treysta loftbóluflokki Jóhönnu og félaga.þau hefðu nú átt að geta dregið lærdóm af framkomu og vinnubrögðum Samfylkingarmanna í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum.


mbl.is Framsókn vill í vinstrisæng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Flokkurinn er opinn í báða enda, mannstu. Nú bara skríða þeir í báðar áttir. Fyrst styðja þeir hálf-elliæra stjórn, svo sjá þeir eftir öllu saman og skríða í hina áttina og segjast ósammála.

Jónas Egilsson, 30.3.2009 kl. 21:34

2 Smámynd: Haraldur Pálsson

Þeir þora sennilega ekkert að bakka út úr þessu, halda að þeir "missi fylgi" hvernig sem það er nú hægt.

En held það væri skynsamlegra fyrir þá, frekar en að láta fara með sig eins og handónýta gólftusku.

Haraldur Pálsson, 30.3.2009 kl. 22:20

3 identicon

Framsókn er ónýtur flokkur og verður innan skamms bara viðfangsefni fyrir sagnfræðinga. Þjóðin hefur gert sér ljóst, að höfuðsökin á óförum okkur liggur hjá þeim. Þau mönnuðu embætti viðskipta- og bankamálaráðherra í 12 ár samfleytt. Þau brugðust í öllu því, sem hægt var. Í öllum þeirra gerðum réð allt annað en skylda kjörinna fulltrúa fólksins til að gæta sameiginlegra hagsmuna þjóðarheildarinnar.

Undragvendur (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 828242

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband