Hvað hefur breyst eftir að Davíð var rekinn?

Eitt höfuðmál Vinstri stjórnarinnar var að reka Davíð Oddsson úr Seðlabankanum og tveir virtir bankastjórar látnir fjúka með.Jóhanna og félagar gáfu þjóðinni það vel í skyn að Davíð væri upphaf og endir þess mikla efnahagsvanda sem blasir vioð þjóðinni.

Margir hafa nú örugglega búist við því að mikil umskipti yrðu nú á öllum hlutum á okkar ágæta Íslandi. Norsk stjórnvöld lögðu okkur til Seðlabankastjóra og heil peningastefnunefnd var sett á laggirnar.

Það kom því á óvar eftir að öll þessi mikilmenni höfðu setið tímunum saman spáð og spekúlerað,reiknað og reiknað að niðurstðan var nánast óbreytt. Áfram himinháir stýrivextir.

Krónan hélt áfram að falla og falla,þrátt fyrir að Davíð væri farinn ír Seðlabankanum. Grípa varð til sérstakra neyðarlaga til að reyna að bjarga falli krónunnar. Fróðlegt verður að fylgjast með hve lengi það dugar.

Kannski er eðlilegt að ekki gerist mikið til bjargar heimilum og atvinnulífinu miðað við það sem Framsóknarflokkurinn segir um Vinstri stjórnina. Hún sé að fást við allt annað en það sem hún átti að vera mynduð um.

Annars er merkilegt að fylgjast með fréttunum og sjá að allir helstu leiðtogar heimsins eru saman komnir í London til að ræða hvernig hægt sé að bjarga kreppunni,sem skekur allt efnahagslíf heimsins.

Miðað við það sem margir Vinstri menn hafa sagt og skrifað kemur manni á óvart að þetta skuli vera staðreynd í hinum stóra heimi. Samkvæmt fullyrðingum Vinstri manna er það nú aðallega Davíð Oddsson,sem hefur skapað vandann og til viðbótar honum er það svo Sjálfstæðisflokkurinn sem allt er að kenna hvernig komið er fyrir okkur.

Ég hef nú fram til þessa ekki haft hugmyndaflug til að ímynda mér að heimskreppan gæti verioð Davíð og Sjálfstæðisflokknum að kenna.

Össur utanríkisráðherra hlýtur að hafa sagt Brown flokksbróður sínum í Bretlandi að þetta fari nú að lagast í heiminum þar sem Davíð sé ekki lengur í Seðlabankanum og Sjálfstæðisflokkurinn ekki í ríkisstjórn.


mbl.is Voru sammála um að lækka vexti um 1 prósentu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Já, best að gleyma einkavinavæðingunni sem Sjálfstæðismenn voru arkitektar að, hún átti sér aldrei stað. Þetta er allt Jóni Ásgeiri og Jóni Gerald að kenna. Gegndarlaus græðgi, valdhroki og því sem næst glæpsamlegt athæfi var aldrei framið af neinni bankastofnun. Nei, og því síður má nefna að bankarnir, sem svo hentuglega vill til að enduðu í höndum góðvina sjáfstó tóku að sjálfsögðu aldrei stöðu á móti krónunni, svona rétt eftir að hafa lánað milljarða á milljarða ofan til heimilanna. Nei, það gerðist aldrei.

Hefur samt rétt fyrir þér þegar kemur að framkvæmdaleysi núverandi stjórnar, en ég er viss um að málþóf og væll þingmanna sjálfstæðismanna sem nú eru skyndilega í stjórnarandstöðu hjálpar mikið til við að láta hlutina gerast.

Að þessu sögðu þá er ég svo sem sammála Sigurði með það að brotthvarf Davíðs úr seðlabankanum hefur haft lítið að segja. En það breytir því ekki að maðurinn er alveg búinn að mála sig út í horn. Á landsfundi heyrði ég að "ræðan" sem Davíð hélt hefði verið ein stór skammarræða á sjálfstæðismenn...þeir sem föttuðu það strax löbbuðu út. Restin klappaði og hló, en hafa kannski áttað sig á sannleikanum eftir að út var komið. Geir gagnrýnir Davíð...hvað er að gerast???

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 3.4.2009 kl. 00:05

2 identicon

Mikið óttalegt illmenni ert þú Sigurður Jónsson.

Vinstri menn eru búnir að lifa í þeirri trú að Geir og Davíð hafi sett heimskreppuna af stað - ekki bara þessa heldur allar þær fyrri líka.

Svo vogar þú þér að blanda staðreyndum og heilbrigðri skynsemi inn í málin. Skammastu þín - þú átt að tala við vinstri menn á því tungumáli sem þeir skilja - það er fíflsku með óraunsæishreim.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 00:06

3 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Það er nú einu sinni lögmál að oftast er fljótlegra að rífa og brenna niður en byggja upp.

Ekki er hægt að búist við að brunarústir verði að heilu húsi um leið og brennuvargarnir hafa verið handsamaðir .

Kristján H Theódórsson, 3.4.2009 kl. 00:23

4 identicon

Ekki neitt.  Það er góð athugun.

EE elle (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 00:23

5 identicon

nú átti ekki allt að lagast  þegar væri búið að reka Davíð,en hvað hefur gerst nánast ekkert og það er ekkert að gerast hvað er lengi hægt að vera telja fólki lengi trú um að allt sé að skána,fyrir gefið ég hef ekkert séð kannski ekki skrítið er farin að missa aðeins sjón,en við getum ekki beðið endalaust eftir að eitthvað verði gert ,það er þrasað dag eftir dag á þingi um allt og ekkert ,og ekkert virðst skána annað en það á bara að halda völdum eftir kosningar og þá verður bara sama vitleisan,nei ég ekki alveg að fatta verður ekki að gera eitthvað fyrir fólkið í landinu,má ekki af skrifa hjá neinum nema þeim sem eru búnir að setja þjóðina á hausinn,nei ég seigi eins og maðurinn ég ekki skilja

greta. (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 09:12

6 Smámynd: Offari

Ekkert hefur svo sem breyst til batnaðar, enda leysir það ekki heimskreppuna og rán fjárglæframannana að reka einhvern pólitískann andstæðing. Ég var að vonast til þess að Samfylkingin hætti sínu aðgerðarleysi um leið og þeim tækist að vinna þennan pólitíska sigur en því miður ætlar Samfylkingin að bíða með aðgerðir þar til við gefumst upp og lútum þeirra vilja að ganga í Esb.

Offari, 3.4.2009 kl. 09:31

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég skil ekki svona málflutning. Eru þið Sjálfstæðismenn virkilega svo vitlausir að halda að þið getið sannfært fólk um að heimskreppan hafi orðið okkur að falli??

Það sem hefur breyst í Seðlabankanum er að Davíð er ekki í aðstöðu til að ganga endanlega frá honum

Heiða B. Heiðars, 3.4.2009 kl. 10:31

8 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Heiða:

Hvað varð þá Eistlandi, Lettlandi og Litháen að falli eða Ungverjalandi eða Írlandi og jafnvel Bretlandi o.s.frv.

Þessi lönd eru hugsanlega í aðeins skárri málum en við en þó má segja að fjármálakerfi allra þessara landa séu í nær gjaldþrota!

Ja, mikill er máttur Sjálfstæðisflokksins og þó sérstaklega Davíðs Oddssonar!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.4.2009 kl. 11:23

9 identicon

Ég býst nú ekki við að nokkrum hafi dottið í hug að allt breyttist til hins betra um leið og Davíð var látinn taka poka sinn -- vandinn sem við eigum við að glíma hverfur ekki í einu vetfangi, heldur verðum við að glíma við hann í mörg ár héðan í frá hver sem situr við stjórnvölinn. Það var heldur ekki ástæðan fyrir því að við losuðum okkur við hann. Honum var einfaldlega sparkað vegna þess að (a) hann var ekki starfi sínu vaxinn (hefur ekki hundsvit á því hvernig á að reka Seðlabanka -- seðlabankastjóri sem veit ekki hvernig bindiskylda virkar á að finna sér eitthvað annað að gera), (b) hann er í pólitík en ekki í almannaþjónustu, (c) hann er aðalarkitekt þess kerfis sem hrundi síðastliðið haust og verður að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Þetta allt sást kannski best í hinni tragikómísku ræðu þar sem hann líkti sjálfum sér við Krist, en þar gagnrýndi hann harkalega skýrslu Sjálfstæðisflokksins sem rakti hrunið einmitt að mestu til hans stjórnar (þ.e. mistaka við einkavæðingu bankanna og stjórnarsáttmála framsóknar og Sjálfstæðisflokks eftir 2003 kosningar). Það þolir ekki pólitíkusinn Davíð Krístur Oddsson, því að hann hefur alltaf rétt fyrir sér og aðrir eru álfar út á hól.

GH (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 11:48

10 identicon

Gaman að sjá færslu sem er greinilega skrifuð í alvöru.

Mér finnst Sigurður samt  vanmeta dómgreind okkar 'Islendinga.     Þrátt fyrir upplýsingaskortinn held ég að fáir hafi reiknað með að efnhagsvandamál okkar myndu leysast á einnri nóttu þó fyrrverandi Seðlabankastjóri hætti störfum. Ég hef heldur engan heyrt kenna honum um "heimskreppuna" sem við höfum öll fylgst með. Margir eru  þeirrar  skoðunar að enn sé ekki hægt að dæma frammistöðu fyrrverandi Seðlabankastjóra í einu af lykilhlutverkum þjóðfélagsins endanlega. Álit hans (og þar með Seðlabankans) var hins vegar það skaddað að það er kannski skiljanlegt að honum hafi verið vikið frá störfum.

Það "merkasta" í færslunni fannst mér eiginlega fréttin um að Forsætisráðherra Breta og Utanríkisráðherra okkar væru "flokksbræður". Það hlýtur að þýða að Mr Brown sé genginn  í Samfylkinguna eða er Össur kannski búinn að fá inngöngu í breska verkamannaflokkin?  

Mig langar til að skjóta öðru inn í umræðuna og það er hvað mér finnst mikið skorta á að núverandi Seðlabankasjóra okkar hafi verið sýnd kurteisi í umræðum almennt Maðurinn hefur nafn Hann er ekki bara Norðmaðurinn, eða norskarinn eða Seðlabankastjórinn sem norsk stjórvöld " lögðu okkur til". Hann var ráðinn í eitt af lykilhlutverkum okkar þjóðfélags og mér finnst furðulegt að hann skuli ekki hafa verið  kynntur fyrir þjóðinni. Kannski er það enn eitt dæmið um hvað upplýsingamiðlun stjórnvalda er léleg og hvað fjölmiðlaþjónustan á mikið ólært.

Agla (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband