Úr takt við allt.Rétt viðbrögð hjá Bjarna formanni Sjálfstæðisflokksins.Enginn nafnalisti á heimasíðu VG.

Risaháir styrkir á árinu 2006 til Sjálfstæðisflokksins hafa að vonum vakið athygli.Það er alveg laukrétt hjá Bjarna nýkjörnum formanni að segja að þessir styrkir séu úr takt við allt. það er einnig rétt hjá honum að styrkjunum verði skilað aftur.

Aftur á móti vekja svör annarra flokka athygli þegar fulltrúar þeirra voru spurðir hvort þeir væru tilbúnir að birta lista yfir Þá aðila sem á árinu 2006 veittu hærri styrki en 1 milljón.

Siv fulltrúi Framsóknarflokksins fór öll undan í flæmingi og var ekki tilbúinn að segja alveg hreint út að það væri sjálfsagt mál.

Spennandi verður að sjá hvort Samfylkingin mun birta lista yfir þá aðila sem g+afu yfir 1 milljón. Fjölmiðlar hljóta að ganga hart eftir því að Samfylkingin geri það.

Billegast fannst mér þó Guðfríður Lilja fulltrúi Vinstri grænna sleppa með sitt svar. Hún sagði að VG hefði ekkert að fela þetta væri allt saman á heimasíðu flokksins.Ég fór á heimasíðu VG og ætlaði að skoða hverjir það væru sem styrktu þann flokk. Ekki gat ég nú fundið neinn naflalista. Aðeins ársreikningur sem segir ekki nokkurn skapaðan hlut um það hverjir styrki flokkinn. Því miður slepptu fjölmiðlamenn fulltrúa að komast upp með svona ómerkilegt svar.

Ég tek mér nú bloggfrí fram yfir páska. Óska ykkur öllum gleðilegra páska.


mbl.is Skilað til lögaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: B Ewing

Ég sé hvergi að neinn taki ábyrgð, annar en Geir sem einstaklingur..  Virkar þessi flokkur svona ?  Að menn geti bara tekið þetta stórar ákvarðanir án þess að ræða það við nokkurn mann ?  Svo virðist greinilega vera, og svoleiðis flokk vil ég AF þingi með öllu.  Þið ættuð að skammast ykkar allir með tölu, þingmenn, formenn, starfsmenn, flokksmenn og allir hinir.

B Ewing, 8.4.2009 kl. 21:50

2 Smámynd: B Ewing

...og samþykktu sjálfkrafa athugasemdir !

B Ewing, 8.4.2009 kl. 21:50

3 Smámynd: Brattur

Þetta eru náttúrulega ekki styrkir, þetta eru mútur... menn geta nú ekki þvegið af sér óhreinindin með því að skila þessum skítugu peningum... skaðinn er skeður...

Brattur, 8.4.2009 kl. 22:19

4 Smámynd: Sjóveikur

http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA

nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) :) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað :)  það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi það kemur að því karlinn :)

Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com

Sjóveikur, 9.4.2009 kl. 00:08

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þarf VG ekki að svara fyrir kennitöluflakk sitt?

Fóru með Alþýðubandalagið með öllum sínum skuldum inn í Samfylkinguna, en stofnuðu svo VG skuldlausa og hirtu félagana meira og minna.

Gestur Guðjónsson, 9.4.2009 kl. 00:17

6 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

 Skoðaðu VG reikninga betur. Í einu tilfelli hefur styrkur numið meira en 500.þús (en það var sú tala upphæð sem samþykkt var á þeim tíma að gefa upp) það var 2006 og það er tekið fram af endurskoðenda.  Það var frá því merka fyrirtæki Samvinnutryggingar, sem nú hefur glutrað sínu fé undir styrkri stjórn Finns Ingólfssonar og fleiri Framsóknar dindla niður í ekkert og vel það. Ef ég man rétt voru starfsmenn þessa fyrirtækis með hæðstu meðallaun allra fyrirtækja í landinu á sínum tíma. Ég geri ráð fyrir að þar á bæ hafi menn aðeins hugsað í miljónum. Enda var styrkurinn miljón.

http://www.vg.is/um-flokkinn/arsreikningar/

Rúnar Sveinbjörnsson, 9.4.2009 kl. 12:50

7 Smámynd: Einar Karl

Hárrétt hjá þér, Sigurður. Við þurfum að fá greinargóðar upplýsingar frá öllum flokkum, svo við vitum hvort við eigum að útiloka vegna spillingar fleiri kosti en Sjálfstæðisflokkinn í kjörklefanum.

Einar Karl, 9.4.2009 kl. 13:36

8 identicon

Gott hjá þér Sigurður að taka bloggfrí. Hefði mátt vera fyrr og vara lengur en fram yfir páska.

Notaðu nú fríið til að hugsa þín pólítisku mál og afleiðingar gerða flokksvina þinna eftir 18 ára setu í ríkisstjórn.

alfreð guðmundsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 16:57

9 identicon

ÞESSAR 55,MILLJÓNIR ERU Í DAG=69,4MILLJÓNIR       GLEÐILEGA PÁSKAHÁTÍР SIGURÐUR.

Númi (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband