Gott hjá Steingrími. Orð í tíma töluð.

Það var gott hjá Steingrími formanni VG að skjóta aðeins á hvernig fjölmiðlar fjalla um málefnin. Hann tók þar með undir gagnrýni Ást´þórs í Lýðræðishreyfingunni sem segir RUV mismuna framboðum hressilega.

Auðvitað var það áberandi hvernig fjölmiðlar gerðu mikið úr ESB málum og þeirri hlið að það væri aðalmálið að við sæktum um. Auðvitað var undarlegt að fylgjast með að styrkjamálið væri fyrsta frétt í 10 daga samfellt.

Auðvitað er það rétt gagnrýni á fjölmiðla að allt of litlum tíma var varið í umfjöllun um framtíðina og hvernig menn ætluð að leysa málin.

Vissulega er alveg hægt að taka undir gagnrýnina um Elítuna hvað varðar ýmsa umræðuþætti og ráðgjafa hjá fjölmiðlunum.

það er ekki algengt að fegnir séu t.d.sjómenn eða bændur til að fjalla um viðhorf þeirra til aðildarumdóknar að ESB.

Það er rétt sem Steingrímur benti á að síðustu skoðanakannanir bentu til þess að meirihluti þjóðarinnar væri á móti ESB,samt sem áður var það val margra fjölmiðla að fjalla um málin þannig að  gera fylgjendum ESB meira rými heldur en andstæðingum.

Það er skiljanlegt að Steingrímur gagnrýni meðhöndlun fjölmiðla. Reyndar brást Jóhanna Samfylkingunni illa við þessu. það sannar kannski best að tal Steingríms um Elítuna átti rétt á sér.


mbl.is Elítan vill í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, hann á hrós skilið fyrir að reyna að gera allt sem sér er í valdi til að forða þjóðinni frá vinstri stjórn. Ánægður með þetta :)

nonni (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:04

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, orð í tíma töluð hjá Steingrími um þetta mál – hjá þér líka.

Sjálfur skrifaði ég um þetta í kvöld á vef mínum.

Jón Valur Jensson, 26.4.2009 kl. 22:16

3 Smámynd: Offari

Ég tel þetta réttmæta gagnrýni hjá Steingrími. Fjölmiðlar eru farnir að stjórna skoðunum fólks.  

Offari, 26.4.2009 kl. 22:56

4 identicon

Ég held að fólk sé ekkert endilega að tala um að ekki megi kanna ESB en umræðan þarf að vera málefnaleg og skoðuð frá öllum hliðum. Ekki bara þeirri hlið sem hentar ákveðnum hóp samfélagsins.

Auðbjörg (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 23:19

5 Smámynd: Stefanía

Offari.... Nákvæmlega !  Fólk trúir því sem fjölmiðlar segja, hversu vitlaust sem það er.

Það var frábært að Steingrímur skyldi kasta þessari sprengju, þá fer fólk kannski að hugsa.

Stefanía, 27.4.2009 kl. 01:39

6 identicon

Sammála! Hann þorir a.m.k. að opna munninn og tala mannamál ;)

Það þarf að útskíra fyrir þessum áhrifaríku óvitum með veruleikafyrringu afhverju ísland passar ekki inní ESB.

Veit einhver hér á landi að t.d. árið 2006 skuldaði Þýskaland 8 milljarða evrur í EVRUKASSAN ?!!

Ég veit ekki hvað sú upphæð er komin í í dag en ef íslendingar vilja selja land og þjóð eins og hóru á brunaútsölu þá verði ykkur að góðu!!! Ég skora á alla heilbrigt hugsandi samlanda mína að skrifa undir á: ósammála.is

Steingrímur stendur vonandi áfram í fæturnar gegn veruleikafyrringu Samfó, og óvitunum sem vilja kjósa ESB!

anna (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband