Fjölmiðlar sigurvegarar kosninganna. Helmingur þingflokks Samfylkingar fyrrverandi fjölmiðlamenn. Tilviljun? Frelsi eða?

Nú líða dagarnir hver af öðrum frá Alþimgiskosningunum og menn spjalla ýmislegt og sitt sýnist hverjum og einum um úrslitin. Eitt getum við þó verið sammála um. Hinir raunverulegu sigurvegarar kosninganna eru fjölmiðlarnir. Þeim tókst að stjórna gjörsamlega umræðunni í kosningabaráttunni.Hið svokallaða styrkjamál var t.d. aðalfrétt í fjölmiðlum í 10 daga. Hér var um 3ja ára gamalt mál að ræða. Vissulega fréttnæmt og t.d. ámælisvert að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi taka við svo háuum styrkjum. En miðað við ástandið í þjóðfélaginu var þá eðlilegt að þetta væri aðalfréttin í 10 daga í kosningabaráttunni.

Auðvitað var eðlilegt að fjalla um einstaka styrki til prófkjörsframbjóðenda eins og t.d. fyrrverandi borgarstjóra Samfylkingarinnar og núverandi þingmanns frá stórfyrirtæki eins og Baugi.En hvers vegna var það mun meiri frétt að Guðlaugur Þór,þingmaður Sjálfstæðisflokksins þáði jafnháa styrki og Steinunn Valdís. Hvers vegna er það meiri spylling hjá Guðlaugi Þór. Finnst engum það furðulegt. Er það eitthvert dæmi um sjálfstæði íslenskra fjölmiðla. Líklega mætti nú nefna svona fréttaflutning öðrum nöfnum.

Hvers vegna sáu fjölmiðlar ekki ástæðu til að gera framtíð Íslands að aðalmáli fyrir kosningarnar. Hvers vegna var ekki mestum tíma varið í að yfirheyra flokkana um þeirra framtíðarsýn. Var t.d. ekki full ástæða að fá skýrari svör um stefnu í skattamálum,ESB,ríkisfjármálum o.s.frv.

Nú eru margir að vakna upp við það að Samfylkingin og Vinstri grænir sögðu okkurt ósköp lítið fyrir kosningar hvað til stæði og komust upp með það. Reyndar er svo komið að sumir þingmenn Samfylkingarinnar eru gjörsamlega úti á túni eins og t.s. Ásta Ragnheiður og Katrín Jakobsdóttir eins og fram kom í viðtalsþáttum. Hefði nú ekki verið betra að fjölmiðlar hef'ðu gengið svona hart fram fyrir kosningar. Ég er sannfærður um að niðurstaðan kosninganna hefði þá orðið önnur.

Umfjöllun fjölmiðla getur verið mjög skoðanamyndandi fyrir kjósendur eins og dæmin sanna.

Fyrir Alþingiskosngar 2007 tóks t.d. að gera umsókn tengdadóttur Jónínu Bjartmars,ráðherra Framsóknarflokksins, aðm aðalkosningamálinu í fjölmiðlum. Það er ekki nokkur vafi að þetta mál varð til þess að Framóknarflokkurinn fékk ekki þingmann kjörin í Reykjavík.Ekkii nóg með að Jónína næði ekki kjöri heldur náði þáverandi formaður flokksins Jón Sigurðsson ekki kjöri.

Það er öruggt að allt landslag í pólitíkinni hefði orðið öðruvísi hefðu Framsóknarmenn þá fengið betri útkomu. Sjálfstæðisflokkurinn hefði þá ekki þurft að upplifa það að ekki er hægt að starfa með Samfylkingunni í ríkisstjórn. Síðast í gær kom það fram að forhystumnenn Samfylkingar og Vinstri grænna sátu á samningafundi á heim ili Lúðvíks Bergvinssonar til að mynda Vinstri minnihlutastjórn á meðan INgibjörg Sólrún var í veikindaleyfi í Svíþjóð og fullvissaði Geir þáverandi formann Sjálfstæðisflokksins að stjórnarsamstar þeirra stæði.

Þessi vinnubrögð Lúðvíks og félaga er besta dæmið um óvönduð vinnubrögð Samfylkingarinnar.Verði Vinstri grænum að góðu að hafa þá í samstarfi.

Fjölmiðlar hafa gífurleg áhrif á alla og geta stýrt hvaða mál fá forgang í umfjöllun. Það er því stór spurning hvort það sé heppilegt að fleiri og fleiri fjölmiðlamenn nota veru sína þar sem stökkpall inní stjórnmálin.

Dettur t.d. núna nokkrum í hug að Sigmundur Ernir og Róbert Marshall hafi sem fréttamenn verið mjög hlutlausir í sinni umfjöllun  op vali á fréttaefni. Ég held þeir hljóti að vera vandfundnir sem hugsa þannig.

Allir fjölmiðlar á Íslandi telja sig vera óháða. Er það svo?


mbl.is Íslenskir fjölmiðlar njóta mest frelsis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ég held því fram og hef haldið því fram mjög lengi að fjölmiðlar stjórn lýðræðislegri umræðu á Íslandi. Þessi kosningabarátta var í raun alger viðbjóður. Okkur kjósendum var boðið upp á það að vinstri sinnað fjölmiðlar eyddu dögum og vikum í það að ata Sjálfstæðisflokkinn auri þegar að Samfylkingunni var sjálfri hlíft. Hver og einn einast fjölmiðill í landinu tók þátt í drullumallinu.

Í staðinn var lítið sem ekkert rætt um þá örlitlu ómerkilegu staðreynd að þjóðin er á hausnum. Fyrirtækin okkar eru á hausnum, heimilin okkar eru gjaldþrota og fólkið okkar er í hópum atvinnulaust. Nú þurfa tvö þúsund manns í mánuði hverjum að leita til Mæðrastyrksnefndar til þess að eiga til hnífs og skeiðar. 

En nei við skulum frekar ata ljóta stóra Sjálfstæðisflokkinn auri, fyrir hvað jú hann þáði styrki á meðan að engin lög voru í gildi um þann stóra viðbjóðslega glæp að fjármagna kosningabaráttuna. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem að menn munu brjóta lögin fyrirfram. En Sjálfstæðisflokkurinn og Guðlaugur Þór verða ekki dæmdir af neinum dómstól öðrum en dómstól vinstri sinnaðra fjölmiðla. 

Jóhann Pétur Pétursson, 7.5.2009 kl. 12:54

2 identicon

Fjölmiðlar á Íslandi eru eitt Samfylkingarsull og í raun hluti af áróðursmaskínu Samfylkingarinnar.  365 Miðlar eru t.d. 100% pro Samfylkingarskoðanir. 

Ekki nóg með þetta.  Samfylkingin er með heilan her af bloggurum á sínum snærum sem eru einskonar fótgönguliðar fyrir Samfylkinguna. 

Fræða- og menntasamfélagið er líka gegnumsýrt af tindátum Samfylkingarinnar, sem predika að innganga okkar í ESB sé lífsnauðsynleg og sé í raun val um líf eða dauða.  Þessir aðilar eru í raun svokallaðir "hlutlausir" álitsgjafar, sérfærðingar eða ráðgjafar í hinu og þessu, eða þá próffessorar, lektorar, dósent, eða nú hvaða titil þessir Samfylkingar-tindátar hafa.

Hvað um það, fjölmiðlar á Íslandi eru svo gegnumsýrt Samfylkingarsull og þar með svo hlutdrægir í garð Samfylkingarinnar, að það er ekki orð að marka sem þeir segja.

Vignir M. Fjölnisson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband