Vildi Samfylkingin ekki styggja ESB þjóðirnar ?

Eftir að hafa fylgst með umræðum um Icesave reikningana og það hvað íslenska þjóðin verður að taka á sig vakna upp margar spurningar.Sérstaklega situr maður hugsi eftir að hafa fylgst með málflutningi Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins. Hvers vegna hafa Íslendingar setið hjá og ekki reynt að berjast í málinu? Hvers vegna höfum við látið valtra yfir okkur? Er það virkilega rétt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi beitt okkur kúgun í þessu máli.

Sigmundur Davíð hefur haldið því fram að allt frá því í okt.s.l. höfum við ekki gert neitt í að verja okkar málstað eða að halda uppi vörnum. Bretar notuðu tímann og skýrðu út sína afstöðu fyrir öðrum þjóðum. Það skýrir auðvitað að engin þjóð vildi lána okkur nema við hlýddum Bretum.

Nú er það svo að í fyrri ríkisstjórn fór Samfylkingin með utanríkismálin og í núverandi ríkisstjórn eru utanríkismálin einnig á könnu Samfylkingarinnar.

Það skín alveg í gegnum allt málið að Samfylkingin mátti ekki til þess hugsa að styggja aðildarþjóðir ESB. Það gæti þýtt andstöðu þeirra við óskamál Samfylkingarinnar að Ísland gangi í ESB.

Það er erfitt að skilja það hvers vegna ekki er hægt að leita til dómstóla um það hvort við þurfum að greiða eða þá hvað mikið.

Almenningur er hreint og beint gáttaður á því hvernig Steingrímur J.hefur gjörsamlega snúið við blaðinu í þessu máli, sem mörgum örðum.Það eina sem þjóðin verður nú að treysta á er að Framsóknarmenn,Sjálfstæðismenn,Borgarahreyfingin og hluti Vinstri grænna greiði atkvæði gegn Samningsdrögunum. Á þann hátt verður ekki af neinu samkomulagi. Það er vitað mál að samfylkingin er enn við sama heygarðshornið og vill ekki styggja ESB þjóðir. Það verður því að gtreysta á aðra til að bjarga framtíð þjóðarinnar.


mbl.is Blekkingar, heimska og hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dante

Ef svo illa fer fyrir íslensku þjóðinni, að alþingi samþykki þessa skuldahlekki, þarf þá forseti Íslands að skrifa undir það?

Gjá milli þings og þjóðar sagði Bónus-grísinn einu sinni þegar hann neitaði að samþykkja lög frá alþingi. Hvað ætli hann kalli þetta sem er í gangi í dag?

Dante, 8.6.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 828242

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband