Eigi rannsóknin að skila einhverju hlýtur ríkissaksónari að víkja.

Það þarf ekki löglærðan mann til að sjá að það gengur aldrei að núverandi ríkissaksónari sitji áfram.Tengsl hans inní bankakerfið eru alltof mikil til þess að það geti gengið upp eða verið trúverðugt. Það er örugglega rétt sem Eva Joly segir að það sé ekki nægjanlegt að hann segi sig frá einstökum málum. Hann er ríkissaksóknari og hlýtur því að hafa mikil áhrif stöðu sinnar vegna hvort sem hann er að rannsaka nákvæmlega málið sem hann tengist svo hressilega við.

Nú reynir á ríkisstjórnina hvort hún vill ganga hreint til verks og tryggja að engin hagsmunatengsl eigi sér stað varðandi rannsóknina. Almenningur verður að hafa tiltrú á þeim aðilum sem fást við rannsóknina og vera sannfærðir um að þeir vilji að það sanna komi í ljós. Það er því fullkomlega rökrétt að skipt verði um ríkissaksóknar.

Það skiptir alveg gífurlega miklu máli að þeir aðilar sem hugsanlega hafa stungið milljörðum undan og unnið þannig að þjóðin er á hausnum verði dregnir til ábyrgðar.Það skiptir miklu máli að hægt sé að frysta eignir hinna svokölluðu auðmanna á meðan rannsókn fer fram. Þjóðin á heimtingu á því að klúbburinn 30 plús 3 skili einhverju aftur, þannig að einhver hluti komi upp í þann skaða sem almenningur situr uppi með og verður að greiða á næstu árum.

'


mbl.is Gagnrýni tekin alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 828247

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband