Icesave. Á að vera hausverkur Björgólfsfeðga.

Almenningur stofnaði ekki til skuldbindinga vegna Icesave reikninganna. Það er því eðlilegt að Björgólfur Thor hugsi daglega um Icesave klúðrið. Þessa gífurlega skuldbinding sem Vinstri stjórnin ætlar að skuldbinda Íslendinga til að greiða ætti eingöngu að vera hausverkur þeirra Björgólfsfeðga og annarra fyrrum eigenda Landsbankans.

Meini Björgólfur Thor eitthvað mð sínum áhyggjum hlýtur hann að skrifa stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi og lýsa því yfir að þeir Björgólfsfeðgar muni að sjálfsögðu sjá til þess að greiða hugsanlegan mismun þegar búið verður að koma öllum eignum Landsbankans í þessum löndum í peninga.Almenningur á Íslandi á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af greiðslum vegna Icesave.

Ég heyrði í hádegisfréttum haft eftir Sigurði Líndal,lagaprófessor,að það væri með öllu óskiljanlegt ef íslens stjórnvöld ætluðu sér ekki að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort íslenska þjóðin bæri ábyrgð á Icesave reikningunum í Bretlandi og Hollandi.

Það mun reyna á Alþingismenn á næstunni hvort þeir ætla virkilega að ganga að nauðungarsamningum við Breta og Hollendina.


mbl.is Hugsar daglega um Icesave-klúðrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Hversvegna er þetta allt í einu orðin hausverkur minn og minna barna?

Offari, 23.6.2009 kl. 13:41

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Frétt sama dag: "Það á að einkavæða bankana aftur innan fimm ára." 

Tímasetningin tilviljun? 

Ólafur Þórðarson, 23.6.2009 kl. 13:47

3 identicon

Íslendingar verða að borga eitthvað í hítina einfaldlega vegna þess að sparifjáreigendum í Hollandi og Bretlandi var lofað svo miklu öryggi af Landsbankanum.Getum ekki alveg hunsað kröfur þeirra en auðvitað getum við aldrei borgað alla upphæðina þá getum við ekki lifað mannsæmandi menningarlífi á þessu landi

 sjá auglýsingu: .We are part of Landsbanki, one of the largest quoted financial services providers in Iceland.
Here are a few key facts you might like to know about Landsbanki:

* A heritage spanning over 120 years
* International reach with operations in countries including the USA, France, Ireland and the Netherlands
* A large and diversified financial services provider
* Total assets exceeding 32 billion EUR and liquid assets exceeding 9.5 billion EUR (as at 30 September 2007)
* A liquidity and capital position amongst the strongest of any bank in Europe
* Strong credit ratings from the leading international ratings agencies - Moody’s and Fitch.

This means when you save with Icesave you can rest assured your savings are in a safe place.”"”"

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 16:07

4 identicon

"Þessa gífurlega skuldbinding sem Vinstri stjórnin ætlar að skuldbinda Íslendinga til að greiða"

Ertu að reyna að vera fyndinn?  Eða ertu bara svona illa upplýstur?

Jón Árnason (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 16:13

5 identicon

Ekki gleyma því að Kjartan Gunnarsson var einn þeirra sem átti mjög stóran hlut í Landsbankanum og sat í bankaráði. Hver er ábyrgð hans ?

Jói feiti (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 16:47

6 identicon

 veffari ertu eitthvað efins, V stjórn verður áfram er það ekki ljóst miða við afköstinn í dag. Varla ætla þeir öðrum að einkavæða bankkana.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 18:03

7 identicon

það eru gallar í íslensku og erlendu fjármálamörkum einsog kvótakerfið sami galli eitthvað sem er ´óhjákvæmanlegt eitthvað sem fjármálaeftirlit allra ríkja verða að skoða sína galla á græðginni það er Hægt að kaupa alla bara segja tölu og það segja allir já og amen eitthvað sem ætti að vera í bígerð hjá þessari ríkisstjórn að semja reglurnar uppá nýtt.

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 828247

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband