Samþykktu félagi Svavar og félagi Steingrímur J. virkilega þetta ?

Þótt maður trúi nú orðið flestu þegar kemur að afrekasögu þeirra félaga Svavars Gestsonar og Steingríms J. varðandi Icesave saminginn þá trúi ég varla að þetta geti verið rétt.Það er svo ótrúlegt að við eigum að setja ríkisábyrgð og greiða 2 milljarða í málskostnað sem Bretar hafa lagt út fyrir.

Hafi einhve verið í vafa um að rétt væri að fella samninginn held ég að sá hinn sami sé nú sannfærður um að annað er ekki hægt. Það eru alltaf að koma fram fleiri og fleiri dæmi sem sýna rækilega að samningurinn er fáránlega óhagstæður fyrir okkur Íslendinga.

Ætli Steingrímur J. og Jóhanna að stilla dæminu þannig að verði samningurinn felldur þá falli stjórnin. Þá verður bara að hafa það. Í framhaldinu er þá það eina rétta að mynda þjóðstjórn og vinna að lausn þeirra mála sem hrópa alls staðar á okkur.


mbl.is Borga tvo milljarða fyrir Breta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: fellatio

Það er nú ljótt að segja það en geri það nú samt. Getur ekki verið að Jóhanna sé orðin elliær?
Á ruv.is segir hún "Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi fyrir stundu gera sér grein fyrir því að Icesave samningurinn hvíldi þungt á þingmönnum. Það væri hins vegar ekki kostur í stöðunni fyrir Alþingi að fella samninginn enda hafi verið skrifað undir hann með fyrirvara um samþykki Alþingis. "

Hvað þýðir eiginlega með fyrirvara um samþykkt Alþingis?

fellatio, 23.7.2009 kl. 17:27

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég segi það sama þetta að við þurfum að fara að borga lögfræðikostnað fyrir Breta,það fyllti mælirinn hjá mér.

Ragnar Gunnlaugsson, 23.7.2009 kl. 20:19

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Skrítið samt að sjá íslenskan lögfræðing undrast að skuldarinn sé látinn borga lögfræðikostnaðinn. - Þeir hafa verið duglegir hingað til íslensku lögfræðingarnir að rukka íslenska skuldara um allan tilfalllandi kostnað og að auki væna prósentu ofaná kröfuna.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.7.2009 kl. 21:04

4 Smámynd: Jón Sveinsson

þá á ekki að samþykkja hann senda bara aðra nemd með það sem við getum og ekkert annað,

það er eins að þau skilji ekki hvað er svik og hvað ekki.

Jón Sveinsson, 23.7.2009 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband