Enn einu sinni þarf að fá Davíð Oddsson fram á sviðið. Hver stoppaði Rússalánið?

Orð sendiherri Rússa á Íslandi vekja athygli. Var það virkilega svo að einhverjir vildu alls ekki taka Rússlán heldur snúa sér til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Það hlýtur að þurfa að upplýsa þetta m,ál eins og önnur.Erum við eitthvað betur sett að hafa AGS alls ráðandi yfir okkur. Hefði staðan bara ekki verið mun betri ef við hefðum þegið Rússalánið.

Enn einu sinni er komið að því að fá Davíð Oddsson,fyrrverandi Seðlabankastjóra, til að stíga fram á sviðið og segja okkur allt um samskiptin við Rússa. Menn minnast þess að Davíð sendi frá sér tilkynningu að Rússalánið væri komið í hús og ástandið væri þar af leiðandi bjartara framundan. Svo var allt dregið til baka.

Hverjir stoppuðu Rússalánið til okkar?


mbl.is „Íslendingar vildu ekki lán frá Rússum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Eric

Þetta eru upplýsingar sem gaman væri að fá að vita. Ég tel að við værum betur sett með því að taka lán frá Rússum frekar en AGS. Ekki veit ég reyndar hvaða kjör Rússarnir buðu. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að fá lán frá AGS er ekkert grín. Mörg lönd sem hafa ágætis auðlindir lifi í mikilli fátækt. Sjáðu t.d. land eins og Indónesíu sem hefur borgað duglega í vestræna sjóði.

Tómas Eric, 12.8.2009 kl. 15:55

2 identicon

Ólafur R  Ingibjörg S og Björgvin G Sigurðsson.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 16:01

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Um hvaða Ólaf R. er hér verið að ræða? Allir vita að forsetinn var ekki í samningaviðræðum um lántökur. En auðvitað getur Davíð svarað þessu og eins er Alþingi skylt að taka utandagskrárumræðu um málið svo allt sé ljóst í þessu máli. Það er ekki boðlegt að ljúka þessum Icesave samningi með samþykki bara vegna tímapressu.

Árni Gunnarsson, 12.8.2009 kl. 16:26

4 identicon

Rússar hafa ekki næstum eins slæmt orð á sér og AGS. Sjálf hefði ég tvímælalaust valið Rússalánið. En manni sýndist það vera stuðningsmenn Samf. sem voru spenntastir fyrir AGS, svona miðað við hvernig menn töluðu en það má vel vera að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir hinu sanna eðli AGS, kannski héldur þeir að AGS veitti efnahagssaðstoð.

Dísa (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 22:27

5 Smámynd: Jón Sveinsson

EINA vitið er að biðja DAVÍÐ að sjá um að semja og taka með sér einhverja góða menn ANNAÐ ER ÞVÆLA SVO MIKIÐ ER VÍST

Jón Sveinsson, 13.8.2009 kl. 01:05

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Tek undir það.

Nú þurfa góðir menn að ræða við Davíð. 

Sigurður Þórðarson, 13.8.2009 kl. 01:24

7 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Afstaða Davíðs Oddsonar var alveg skír, hann var alfarið á móti láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. En hafi einhver spillt fyrir Rússaláni þá hallast ég að því að þar hafi Samspillingin átt hlut að máli, allavega þarf að upplýsa þetta. Það væri frábært að Davíð tjáði sig um málið, alltaf gaman að sjá hvernig sumir fara alveg á límingunum ef hann tjáir sig, jafnvel áður enn hann talar ef vitað er að slíkt standi til.

Þórólfur Ingvarsson, 13.8.2009 kl. 04:39

8 Smámynd: Björn Birgisson

Hér að ofan segir í  merkilegri athugasemd:

"Ég tel að við værum betur sett með því að taka lán frá Rússum frekar en AGS. Ekki veit ég reyndar hvaða kjör Rússarnir buðu."

Standa ekki enn yfir viðræður við Rússana um lánveitingu? Veit ekki betur.

Björn Birgisson, 13.8.2009 kl. 10:01

9 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar, kannski er síðasta spurningin þín verðugt rannsóknarefni - eða kannski er þar ekkert til að rannsaka! 

Björn Birgisson, 13.8.2009 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband