Mikil vonbrigði að Svavar Gestsson skuli ekki leiða viðræðurnar við ESB.

Hvernig stendur eiginlega á því að Vinstri stjórnin skuli voga sér að ganga fram hjá Svavari Gestssyni til að leiða samningaviðræður við ESB. þetta er hrein móðgun við Svavar,þar sem annar sendiherra er settur í djobbið. Miðað við yfirlýsingar Steingríms J. og Jóhönnu stóð Svavar sig frábærlega vel í Icesave samningagerðinni við Breta og Hollendinga. Það er því furðulegt að þau skuli ekki láta Svavar Gestsson leiða viðræðurnar við ESB.

Það hefði nefnilega verið alveg frábært að fá Svavar til að leiða samningagerðina, því þjóðin þarf nú á endanum að greiða atkvæði um samninginn. Miðað við hvernig Svavars samningnum í Icesave málinu var tekið held é það sé nokkuð ljóst hvaða móttökur SvavarsESB samningur fengi hjá þjóðinni.

 


mbl.is Pressan: Gunnar Snorri stýrir viðræðum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skemmtilega skondinn pistill, Sigurður!

Já, Svavar er ótvírætt langbezt hæfur í allt sem á að verða okkur að engu gangi – að mínu mati.

Jón Valur Jensson, 9.9.2009 kl. 12:54

2 identicon

af hverju að treysta risaeðlum sem sofið hafa á verðinum við að gæta hagsmuna almennings gagnvart græðginni fyrir samningum um framtíð þjóðarinnar ? hvað er að fagmannlegri ráðningu ?

zappa (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 15:44

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það skiptir nákvæmlega engu máli hver stýrir þessum blessuðu esb-aðildarviðræðum - þjóðin mun hafna þessu í þjóðaratkvæðagreiðslu - það er klárt mál - 

Óðinn Þórisson, 9.9.2009 kl. 18:12

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sæll..Góður í húmarnum ;)

Ég var að hugsa um að sleppa þessu bloggi en sprakk svo á limminu og skráði mig inn aftur..Þó ekki væri nema til að skrifa athugasemdir..En það er orðin svolítið þreytt umræðan eða að maður sé að fá upp í kok af þessum hörmungum.

Kveðjur til ykkar í Garðinum.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.9.2009 kl. 22:36

5 identicon

Akkúrat, ha, ha, ha.  Okkur vantar stórkostlega annan handónýtan svavars-samning þarna.  Ó, fúlt að fá hann ekki til að eyðileggja allt fyrir Evrópu-flokknum þarna.  Dj. . . mistök!?

ElleE (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 22:41

6 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Þetta er ekkert merkilegt, bara kalt mat á Íslenzkum vandræðum af áður óþekktri stærð.  Það myndi hugsanlega veikja evrópumálstað okkar ef höfuðpaur samningana yrði vant við látinn, ef þjóðin hefði kannske og alls ekki ólíklega í millitíðinni búið honum ásamt ýmsum óþjóðhollum mönnum vist upp á vatn og brauð.

Kolbeinn Pálsson, 9.9.2009 kl. 22:45

7 Smámynd: Halla Rut

Hann hlýtur bara að hafa verið lasinn karlinn.

Kannski náði hann sér í svínaflensu á síðasta fundi eða þá ennþá þunnur eftir allt Kampavínið sem hann drakk eftir að hann skrifaði undir dauðadóminn yfir okkur öllum.

Halla Rut , 10.9.2009 kl. 09:55

8 identicon

Getur ekki verið að hann hafi drukkið kampavínið fyrir undirskriftina, svona miðað við útkomuna?

Almennur borgari (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 12:08

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Steingrímur sagði að Svavar væri þrautreyndur samningamaður og það er örugglega rétt hjá honum því það tók hann bara einn fund að landa þessum líka afbragðssamningi.  Svavar er reyndur diplómat og klikkaði ekki á að  bjóða uppá kampavín eftir undirskrift.

Sigurður Þórðarson, 10.9.2009 kl. 12:29

10 Smámynd: Halla Rut

Almennur borgari: Það mætti halda það :) en höfum í huga að honum (Svari), Jóhönnu og Steingrími fannst þessi samningur æðislegur þegar karlinn kom brosandi með hann heim. Þetta er fólkið sem er enn að stjórna landinu okkar með okkar leyfi. Erum við ekki bara öll ölvuð?

Halla Rut , 10.9.2009 kl. 13:00

11 Smámynd: Johnny B Good

Það er greinileg þín hjartans sannfæring að Íslandi verði best stýrt af glæpasamtökum sem kalla sig Sjálfstæðisflokkinn

Johnny B Good, 10.9.2009 kl. 13:31

12 identicon

Enginn flokkur getur verið verri en Evrópu-fylkingin Johnny.  Og þó hinir séu slæmir.  Jóhanna Sig. tróð ICESAVE einka-skuld ofan í kokið á okkur fyrir þeirra einka-himnaríki, EU.  Og hvort VG hafa áttað sig á þessu enn, veit ég ekki.  Jón V. Jensson fann pistil í the Guardian, sem sýnir svart á hvítu það sem við þó vissum nokkurn veginn:
". . said the "Icesave" bill was an important step in her country's economic recovery, paving the way for it to receive financial help from the International Monetary Fund and other countries and keeping open the option to join the EU:
http://www.guardian.co.uk/business/2009/aug/28/icesave-bank-treasury-iceland-savings
Við þurfum alvöru lýðræði, ekki einveldis-flokka.

ElleE (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 16:42

13 Smámynd: Halla Rut

Er Samfylkingin eitthvað minni glæpasamtök? Baugur, eða herra Jón, hefur greitt alla þeirra götu og hefur flokkurinn þannig brotið öll lög er varða hámark framlag til stjórnmálaflokka. Engin flokkur er eins bundin einum viðskiptamanni sem Samfylkingin er Jóni og hans fyrirtækjum. Allir supu hveljur er Guðlaugur hafði fengið peninga frá Baugi í sinn kosningasjóð en engin sagði neitt þegar upp um komst að Jóhanna hafði einnig fengið frá þeim í sinn sjóð. Hver er munurinn á drullu og skít spyr ég nú bara.

Halla Rut , 10.9.2009 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 828234

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband