Risagjá milli Ólafs Ragnars forseta og þjóðarinnar.

Niðurstaða skoðanakönnunar um hvern þjóðin telji eða vilji að sé sameiningartákn þjóðarinnar hlýtur að vera kjaftshögg fyrir Ólaf Ragnar,forseta. Maður sem gegni stöðu þjóðhöfðingja skuli eingöngu frá 1% stuðning hlýtur að vera algjört einsdæmi. Bush Bandaríkjaforseti var með afbrigðum ávinsæll forseti í Bandaríkjunum en stuðningur við hann var þó margfalt meiri en við Ólaf Ragnar.

Óalfur Ragnar hefur talað um að ekki megi vera gjá milli ráðamanna og þjóðarinnar. Í framhaldi af þessari niðurstöðu hljótum við að geta reiknað með að gengið verði til nýrra forsetakosninga mjög fljótlega.

Það er ekki einu sinni hægt að tala um að Ólafur Ragnar sé umdeildur,heldur er raunin  sú að hann hefur ekkert traust frá þjóðinni.


mbl.is Fáir telja forsetann sameiningartákn þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ólafur Ragnar, gat aldrei orðið sameiningartákn íslenskrar þjóðar og mun aldrei verða. Mistök hans voru að reyna að gera embættið að einhverju öðru en það var. Í stað þess að feta í fótspor fyrirrennara sinna, sem gegndu embætti forseta af alúð og vandvirkni í sátt við þjóðina, reyndi Ólafur Ragnar að ljá því blæ sem var þjóðinni framandi og beinlínis ógeðfelldur.

Gústaf Níelsson, 15.9.2009 kl. 17:25

2 identicon

Sæll Sigurður

Ólafur Ragnar hefur myndað þessa gjá sjálfur, þeas. þessa gjá á milli hans sjálfs og þjóðarinnar með því að samþykkja þetta stóra Icesave-mál, og þannig hefur hann Ólafur komið í veg fyrir þjóðin fékk að ráða eða eiga síðasta orðið um allt þetta stóra icesave-mál.  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 20:28

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ólafur Ragnar er rúinn öllu trausti og hann hlýtur að draga sig í hlé og það er ekkert annað í stöðunni en að efnt verði til forsetakosninga svo fljótt sem auðið er.

Óðinn Þórisson, 15.9.2009 kl. 21:13

4 Smámynd: Offari

Mér þykir verst að þegar þjóðin þurfti á forsetanum að halda þá brást hann.

Offari, 15.9.2009 kl. 22:58

5 identicon

Almannagjá heitir hún.

Halda Wathne (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband