Ólafur Ragnar gefur íslensku bönkunum syndakvittun.Segir bankana engar reglur hafa brotið.

Nú hefur Ólafur Ragnar,forseti,kveðið upp þann dóm að íslensku bankarnir hafi engar reglur brotið.Já,þá vitum við það. Til hvers er þá verið með allan þennan viðbúnað hvað varðar rannsóknir á gömlu bönkunum. Er þetta þá allt óþarfi að vera með sésrstakan saksóknara og fjölda manns í vinnu.

Það verður nú að teljast vega ansi þungt ef forseti landsins gefur það út við stóra erlenda fréttastofu að íslensku bankarnir hafi engar reglur brotið. Við vitum að Ólafur Ragnar var aðalverndari útrásarvíkinganna og fyrrum bankaeigenda. En er það nú ekki fulllangt gengið að forseti landsins fullyrði að bankarnir hafi engar reglur brotið.

Er ekki alveg lágmark að sérstakur saksónari og hans fólk fái að ljúka við sínar rannsóknir áður en Óalfur Ragnar kveður upp dóm um sakleysi manna.

Getur þetta gengið öllu lengur með þessar sífelldu yfirlýsingar Ólafs Ragnars forseta við erlenda fjölmiðla.Er ekki nóg komið.Það er eðlilegt að eingöngu 1% þjóðarinnar sjái Ólaf Ragnar sem sameiningartákn þjóðarinnar.

Ég held að eftir þessa yfirlýsingu sé þetta 1% farið.


mbl.is Íslensku bankarnir störfuðu samkvæmt reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Missti ekki Glitnir bankaleyfið í Noregi þegar þeir fóru að stofna fyrirtæki til að kaupa hlutabréf í sjálfum sér ?

Fransman (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 15:39

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ef sendiherrar eru ekki svívirtir, eða stærsta land í heimi kallað glæpasamfélag, þá er ráðist á fjörvallann fjármálaheiminn... Við höfum orðið efni á mun minna en við höfðum fyrir 2 árum..... enn er USA ekki búið að skipa nýjan sendiherra...... hversu lengi höfum við efni á þessum forseta ? Er hann ekki farinn að vera okkur of dýr

Haraldur Baldursson, 23.9.2009 kl. 15:56

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

trúðu mér maðurinn er "uppskafningur"

Jón Snæbjörnsson, 23.9.2009 kl. 16:21

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já nú er nóg komið af svo góðu eða þannig.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.9.2009 kl. 17:53

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

ég vona að hann verði forseti næstu 50 ár - það á engin önnur þjóð svona forseta eins og við

Óðinn Þórisson, 23.9.2009 kl. 18:33

6 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Auðvitað ætlaði grísinn að ná þessu eina prósenti upp með því að láta ljós sitt skíma enn skaut sig auðvitað í fótinn eins og venjulega og þetta eina prósent er farið að gera grín af honum með öllum hinum 99 prósentunum.

Þórólfur Ingvarsson, 23.9.2009 kl. 21:03

7 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég hef sagt það áður og segi það enn. Það er löngu kominn tími á kallinn að setjast í helgan stein. Hann gæti dundað við að rita endurminningar sínar.

Þráinn Jökull Elísson, 23.9.2009 kl. 21:10

8 identicon

Sem landsfaðir hefði nú forsetinn mátt fordæma græðgina og óhófið, sem
flokkast, jú, undir dauðasyndirnar 7. Hefur forsetinn tekið sér endanlega
stöðu með  blóðsugum þjóðarinnar?

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 23:01

9 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Hann benti á kaldhæðni þess að bankanrnir störfuðu undir sam-Evrópsku regluverki en ekkert sam-Evrópskt eftirlit væri til staðar. Maðurinn sagði ekki orð um hvort bankarnir hefðu brotið þessar reglur. Ég tala ekki máli ÓRG en finnst samt að rétt skuli vera rétt og skil ekki hvernig fólk getur skilið þessi orð svona vitlaust.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 25.9.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 828237

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband