Samfylkingin hlýtur að koma vitinu fyrir Steingrím J. skattakóng.

Það er örugglega rétta orðið að það sé háskaleikur að hækka skatta ofan í samdrátt. Daglega berast fregnir af uppsögnum í fyrirtækjum. Svo virðist sem Vinstri grænir vilji alls ekki neinar framkvæmdir. það má ekki fara í virkjanaframkvæmdir. Það má ekki fara í stóriðjuframkvæmdir. Fyrirtækin þola ekki lengur hávaxtastefnuna. Verrðbólgan lækkar ekki á meðan krónan stendur svona illa.

Það hlýtur að vera háskaleikur að ætla nú að hækka skatta á heimilum og fyrirtækjum. Það mun endanlega setja allt í eitt alls herjar stopp.

Nú hélt maður að Samfylkingin væri ekki sá flokkur sem vildi hækka skatta í það óendanlega. Það getur ekki verið að Samfylkingin vilji stöðva alla uppbyggingu og sjái einu lausnina að hækka skatta.

Samfylkingin getur þá gleymt þeim draumi að verða áfram stærsti stjórnmálaflokkur landsins.

Annars er það kannski svo að í raun sé það bara Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem stjórnar landinu.


mbl.is Háskaleikur að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylk9ngin er engu skárri en VG

Arnar Ívar sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 17:18

2 Smámynd: Dante

Það vita það allir sem vilja að núverandi stjórn er bara leppstjórn. Hin raunverulega ríkisstjórn Íslands í dag er IMF.

Fyrr mun minkur halda guðsþjónustu inni í hænsnakofa en að Samfó fari að vinna á móti IMF og koma mögulega þannig fyrir að æðsti draumur þeirra um  ESB rætist.

Ég hef ekki nokkra trú á að þessi leppstjórn geri eitthvað fyrir fólkið í landinu.

Það er ekki það sem IMF vill. 

Dante, 25.9.2009 kl. 17:21

3 identicon

AGS stjórnar landinu nú þegar, það var alltaf talað um að svo yrði. Þ.e.a.s. þeir sem að vildu ekki fá hann hingað í fyrra. Þetta er nákvæmlega það sem að hann gerir þegar að hann lánar löndum í neyð. Fólk eða "stjórnmálamenn" hefðu bara átt að kynna sér það áður en samið var við hann.

Gilli (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 17:31

4 identicon

Einn helsti háskinn við að lenda í háska er að halda að breyting–bara einhver breyting–hljóti að vera til góðs.

Eftir hrunið sl. haust taldi þjóðin, með Fréttablaðið og RÚV í broddi fylkingar, sér trú um að hún hefði fundið Lausnina. Patent-Lausnina: Þetta var bara allt sjálfstæðismönnum að kenna. Þessi þriðjungur þjóðarinnar reyndist bara vera siðspilltur og rotinn. Á einu bretti. Og allar hörmungarnar voru algerlega og eingöngu þeim að kenna.

Þannig að við kusum yfir okkur sósíalistastjórn.

Sem hefur algerlega reynst sjálfri sér samkvæm:

- stofna nýjar ríkisstofnanir

- fjölga ráðherrum, aðstoðarmönnum, Einar Körlum og öðrum bitlingum

- klúðra IceSave málinu svo GJÖRSAMLEGA að það hefði ekki verið HÆGT að klúðra því verr ÞÓ MENN HEFÐU REYNT

- ljúga svo um að allt sé í himnalagi, Bretar og Hollendingar eigi alveg eftir að samþykkja þetta allt saman, þeir séu bara svona lengi að tjá sig

- og hvar er svo lausnin á öllum vanda? kannski að skera hið offeita og afvelta ríkiskerfi eitthvað niður?

- ne-ei, við höfum betri söng að kyrja fram í gráðið: hækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskattahækkaskatta

Þetta heitir að fara úr öskunni í eldinn.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 828219

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband