23.október næst komandi góður eða slæmur dagur fyrir Ísland?

Engin takmörk virðast vera fyrir því um hvað er hægt að deila um varðandi Icesave. Nú takast stjórnmálamenn á um það hvort 23.október n.k. verði góður eða slæmur dagur fyrir Ísland.

Þennan dag verður Tryggingasjóður virkur varðandi innistæðureikningana. Eins og marg oft hefur komið fram eru ekki nema um 17 milljarðar í sjóðnum sem segir líktið uppí heildarpakkann.

Nú segja sumir Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn. Þetta er fínn dagur fyrir Ísland. Látum Breta og Hollendinga standa frammi fyrir vandanum. Látum þá fara í mál og fá úr því skorið hvort ríkisábyrgð sé á innistæðureikningunum í Bretlandi og Hollandi.

Svo er það blessuð Samfylkingin sem segir að allt fari hér í kaldakol ef við göngum ekki frá samkomulaginu við Breta og Hollendinga og kyngjum bara því sem þeir vilja.

Merkilegt nokk. Þrátt fyrir að Jóhanna og Steingrímur J. segi að bara svona smá fínpússun sé eftir  á samkomulagi við Breta og Hollendinga eru mál okkar ekki einu sinni á dagskrá AGS.

Eðlilegt að almenningur sé orðin ansi ruglaður á öllu saman.

Og svona í lokin. Hvað ætli orðið Icesave hafi oft komið fyrir í fjölmiðlum landsins. Það væri fróðlegt að vita.


mbl.is Segja stöðu Íslands styrkjast 23. október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki óttast ég að allt fari í kalda-kol sams-spillingarinnar.  Held við það.   Loksins munum við þá fá ófögnuðinn fyrir dóm þó Jóhanna og co. hafi ætlað að brjóta mannréttindi okkar að kröfu AGS, Breta og Hollendinga og neita okkur um dómsúrskurð. 

Sigurður Líndal skrifar um Icesave:

Óneitanlega mætti þessi texti vera skýrari, en verður varla túlkaður á annan veg en að íslenzka ríkið, og þá um leið íslenzka þjóðin, eigi með óljósum röksemdum að taka á sig þungar fjárhagsbyrðar a.m.k. næsta hálfan annan áratug.


Hvenær tók íslenzka ríkið að sér að ábyrgjast skuldir Landsbanka Íslands sem var í einkaeign og ríkinu - og þar með íslenzku þjóðinni - óviðkomandi og hvar er staður fyrir slíkri ábyrgð í lögum, samningum eða löglega bindandi yfirlýsingum? Slíkar íþyngjandi skuldbindingar verða að styðjast við skýra réttarheimild:

http://visir.is/article/20091013/SKODANIR03/305364061

ElleE (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 16:21

2 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Ég er ekki í nokkrum vafa um það að föstudagurinn 23. október, verður ósköp venjulegur föstudagur og góður fyrir Ísland eins og dagurinn í dag.

Birgir Viðar Halldórsson, 14.10.2009 kl. 17:15

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Fyrst að sf segir að allt fari í kaldakol 23 oct ef við klárum ekki Icesave þá er ég öruggur um að ekkert gerist -
sf og vg gleyma því að þeir hafa meirihluta - kanski hafa þeir það bara alls ekki - en ef þetta klárast ekki er það þeirra klúður&sundurlyndi - þeir skrifuðu undir þennan hræðilega samning 5.júní -

Óðinn Þórisson, 14.10.2009 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband