Mótmælendur kunna ekki mannasiði.

Skelfing var maður undrandi og reyndar reiður að sjá frétt um að mótmælendur hefðu seint í gærkvöldi arkað að heimii Rögnu dómsmálaráðherra til að mótmæla að hælisleitendur væru sendir til síns heima. Dómsmálaráðherra segist fara eftir þeim lögum sem eru í gildi hvað þetta varðar.

Eru engin takmörk fyrir því hvað þessi hópur mótmælenda leyfir sér. Að standa fyrir utan heimili ráðherra seint um kvöld með mótmæli er svo gjörsamlega fyrir neðan allt sem hægt er að nefna.Halda þessir mótmælendur virkilega að þeir séu með þessu framferði sínu að afla sínum málsstað fylgis.

Lögreglan hefði átt að ná nöfnum þessa fólks og sekta það myndarlega fyrir þessa ófyrirgefanlegu framkomu.


mbl.is Brottvísun hælisleitenda ekki geðþóttaákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað áttu þeir að gera?!?

Ég hefði mætt galvaskur með þeim hefði ég frétt þetta tímalega. Hvernig stendur á því að ég frétti þetta ekki tímalega?

Kannski vegna þess að ákvörðinin var tekin svo snöggt og svo hljóðlaust að fólk vissi ekki sitt rjúkandi ráð.

Flóttamönnum var ekki einusinni gefinn tími til að kveðja vini sína. Hvernig áttum við að hafa tíma til að skipuleggja sómasamlegar aðgerðir gegn þessu. Hinn valkosturinn var að taka þessu þegjandi og hljóðalaust.

Ragna þurfti að vita hversu ógeðsleg þessi ákvörðun hennar var og þetta var EINA leiðin sem hægt var að fara.

Og taktu eftir því að þetta eru vægar aðgerðir því aðgerðirnar hennar og skaðinn sem hún hefur ollið nokkrum einstaklingum er varanlegur. Henni bregður eina kvöldstund en flóttamönnunm bregður sennilega það sem þeir eiga ólifað.

Vilji Ragna ekki fá þessa meðferð þá verður hún að hætta þessum vinnubrögðum sínum. Ég segi ekki að framkoma hennar gagnvart flóttafólki sé ófyrirgefanleg, eins og þú segir um mótmælendurnar, því ég vona að hún fari að hegða sér eins og manneskja en ekki hundur Pavlovs, því þá mun ég fyrirgefa henni.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 13:24

2 identicon

Það er bara eitt að segja, þetta er hávær skríll sem hefur skoðanir lengst til vinstri.

Einn þeirra opnaði blogg í dag hér á mbl.is þar sem hann kallar dómsmálaráðherrann (dómsmálaráðskækju) þessu bloggi var snarlega lokað.

 PS.

Mikið er gott að þessir róttæklingar og trúleysingjatalibanar hafa flestir flúið yfir á eyjuna.is

LS.

LS (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 14:54

3 identicon

Það eru engin takmörk fyrir því sem yfirvöld leyfa sér, og það verður að mæta hörðu með hörðu. Þegar öll takmörk hafa verið virt að vettugi hefur réttinum til þess að væla yfir því þegar aðrir virða ekki slík mörk verið fyrirgert - Þegar um ræðir raunverulega líf eða dauða manna er það glæpsamlegt að fara eftir þeim reglum sem yfirvöld setja almenningi í mótmælum sínum - ekki það að hunsa þær!

Siggi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 15:43

4 identicon

Samála Rúnari.

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 17:00

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ótrúlegt virðingarleysi fyrir lögum og reglu sem er að myndast hér á landi. Ekki getur það leitt til góðs. Og svo finnst mér núverandi dómsmálaráðherra með þeim betri..Ég treysti henni betur en mörgum til að taka ákvarðanir.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.10.2009 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband