Ein af góðu hugmyndunum á Suðurnesjum. Vissi Svandís umhverfisráðherra ekki af þessu ?

Metanólverksmiðja á Suðurnesjum er ein af fjölmörgum hugmyndum sem unnið hefur verið að á síðustu missserum. það er allt á fullu á Suðurnesjum við að vinna að hugmyndum sem eiga eftir að hressa upp á atvinnulífið og bæta efnahagsástandið. Hér má t.d. nefna álver í Helguvík,gagnaver, sjúkrahús,viðhald á flugvélum o.fl.

Það er því nöturlegt að við skulum hafa þannig sinnaða ríkisstjórn sem virðist hafa það helsta markmið að koma í veg fyrir eða sinka öllum hugmyndum um atvinnuuppbyggingu á Suðrnesjum.

Það er því eðlilæegt að fólk spyrji,hvernig gat þessi verksmiðja í Svarstengi farið framhjá Svandísi umhverfisráðherra,þannig að hún gæti stöðvað framkvæmdina.

Suðurnesjamenn hafa verið mjög bjartsýnir á framtíðina vegna þess hve margar góðar hugmyndir ættu að geta komist í framkvæmd. En það er rétt sem Árni Sigfússyni,bæjarstjóri, segir. Vinstri stjórnin er að takast að draga úr allri bjartsýni Suðurnesjamanna, þannig að svartsýnin grefur um sig.

Vonandi sjá þingmenn sem eru stuðningsmenn Vinstri stjórnarinnar að þetta getur ekki gemngið lengur. Það má ekki gerast að Vinstri stjórnin drepi alla möguleika Suðurnesjamanna til að byggja upp gott og öflugt atvinnulíf.


mbl.is Skóflustunga að metanólverksmiðju í Svartsengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Metanólverksmiðjan á Reykjanesi er ekki tækifæri til að ata auri yfir rikisstjórnina. Þarna er á ferðinni tímamótaviðburður í umhverfismálum heimsins, sem er fagnaðarefni fyrir okkur öll, hvar sem við stöndum á stjórnmálasviðinu.

Að mínu mati lýsir það þröngri hugsun að tala um þennan heimsviðburð í tengslun við einhverjar þrætir hér upp á Íslandi. Ég er líka alveg handviss um að Svandís Svavarsdóttir og allir aðrir gleðjast yfir þessu framtaki.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.10.2009 kl. 14:10

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Sæll,

mér finnst satt að segja að þú málar bara svart og hvítt. Allt sem vinstri stjórnin gerir er vont að þínu mati. Svandís mun ekki stöðva framkvæmdir sem eru skynsamlegar og í sátt og samlyndi við umhverfið, það er alveg bókandi. En á Suðurnesjum hafa öfl ráðið ríkjum sem hafa tekið fljótfarnar ákvarðarnir án þess að ganga frá mikilvægum málum. "Þetta reddast" sjónarmiðin eru "2007" og eiga ekki lengur við í dag. Við þurfum aðeins að plana lengra í framtíð en hingað til hefur verið gert, semsagt lengra en eitt kjörtímabil. 

Úrsúla Jünemann, 17.10.2009 kl. 16:59

3 identicon

Verksmiðjan kostar miljarð ,hver borgar fyrir tilraunaverksmiðjuna.

VG ma. hafa saþykt að ríkisjóður styrki þessa framkvæmd, en tala ekki hátt um það , því það er svo mörgum öðrum sem vantar 1 miljarð.

Rannveig (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 20:43

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það er greinilegt Sigurður að þið sjálfstæðismenn eruð skíthræddir við Svandísi Svavarsdóttur. Enda er eftir henni tekið fyrir skeleggan málflutning. Þú skrifar oft góð innlegg en þetta er með eindæmum ómálefnalegt. Það er aldrei gott þegar menn eru blindir í sinni pólitísku trú.

Þórir Kjartansson, 17.10.2009 kl. 21:56

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er ótrúlegt hvað þessi vinstristjórn er tilbúin að leggja mikið á sig við að tefja og bregða fæti fyrir verkefni á suðurnesjum - þögn 1.þingmanns kjördæmisins Samfylingarmannsins Björgvins G. Sigurðsson fyrv. bankamálaráðherra er eftirtektarverð - hversvegna vill hann ekki berjast fyrir atvinnuuppbyggingu í sínu kjördæmi ?

Óðinn Þórisson, 17.10.2009 kl. 22:15

6 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það sem mér finnst einnig merkilegt við þessa frétt er að eldneytisverksmiðjur er einnig hægt að setja við álversútblástur sem og vinna þau úr jurtaleyfum í fjöruborðum og timburkurli. Á þennan hátt getum við fullnægt eldsneytisþörf bæði flotans og bílaflotans og þannig dregið úr flutningi á hættulegu jarðeldsneyti yfir viðkvæm höf og eyðslu á gjaldeyri. Áfram með Helguvík og Bakka og setjum eldsneytisverksmiðjur þar.

Svandís er í heilögu stríðí gegn álverum og Suðurnesjunum. Henni hugnast ekki að skoða hvernig við getum tryggt okkur aukinar losunarheimildir og vinna náttúrunni gagn. Álver þarf ekki að þýða náttúruspjöll. Vinnum úr þeim gæðum sem við höfum.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 18.10.2009 kl. 10:01

7 identicon

Daginn hefði kosið að þú værir ekki að vekja athygli á þessari verksmiðju.Þ'o hún sé ekkert leyndarmál,þá mun umræða fara af stað og Svandís athugar hvort og hvernig hún getur stoppað eða hægt á þessari framkvæmd. Því miður er þetta sannleikur Svandís er bara svona hugsandi.

Jón Sig (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 828235

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband