Merkilegt hvað margir verðlauna Jón Ásgeir með því að versla við hann.

Einn af höfuðpaurunum í úrásinni og hruninu öllu er Jón Ásgeir með sitt Bónusveldi og fleiri fyrirtæki hér á landi.Það er alveg stórfurðulegt að almenningur skuli áfram halda hans fyrirtækjum gangandi með því að versla við hann.Á hann þessi verðlaun virkilega skilið af almenningi sem nú þarf að blæða fyrir græðgisvæðingu hans og félaga.

Auðvitað mun Bónusveldið gera allt sem það getur til að drepa niður hina nýju verslun Kost. En það er almenningur á Íslandi sem getur ráðið því hvaða verslanir lifa Furðulegt hve margir óska að Jón Ásgeir geti áfram haldið sínu gangandi miðað við það að þurfa að borga útrásina ansi dýru verði í hærri sköttum og hærra verðlagi.


mbl.is Vill betra verð frá birgjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bónus er langdýrasta verslun landsins, þegar búið verður að deila þúsund milljörðunum, sem Baugsveldið tapaði í útrásarruglinu og viðskiptavinir verslana þeirra þurfa nú að borga með sköttunum sínum.

Axel Jóhann Axelsson, 20.11.2009 kl. 21:42

2 identicon

Það undrar mig að þu skiljir ekki þá einföldu staðreynd að Jón Ásgeir býður upp á lægsta vöruverð á matvörumarkaði. Auðvitað eigum við að versla við þá er bjóða lægst vöruverð, það geta ekki allir leyft sér þann lúxus að eyða meira í matarinnkaup en nauðsyn er til.

Það er ótrúlegt hvernig þú og margir samherjar þínir láta eins og ekki sé frjáls verzlun í landinu, og hverjum einum fjálst að seta á stofn matvöruverzlun til að keppa við Bónus. og bjóða betri kjör. Þú og þínir líkir láta eins og framsóknarmenn hér á árum áður er þeir hömuðust út í kaupmanninn og dásömuðu kaupfélagið.

bjartur (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 22:26

3 identicon

Já, mér hefur þótt þetta stórmerkilegt. Sumir eru fordæmdir, fyrir peningasukkið, öðrum er fyrirgefið, vegna þess að þeir "lækkuðu matarverð".

Skyldi enginn hafa furðað sig á hve mikið þeir græddu á þessu "lága" matarverði. Hvernig verðið út úr búð, varð svona lágt?

Ég var ein af íslenskum framleiðendum,birgjum, og þarf ég þá að segja meira.

En sá sem stofnaði bónus var hittinn á Logo-ið sitt. Svín.

Ég versla ekki við svín, segir sig sjálft.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 23:35

4 identicon

Jamms

Alveg furðulegt hvað fólk fóðrar svínin !

BTG (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 00:02

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég verslaði í Nettó í dag..Veit ég hverjum ég borga..Segið mér kæru vinir!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.11.2009 kl. 01:13

6 identicon

Jón hefur riðlast á þessum birgjum og komið verði niður undir framleiðsluverð.

Svo kemur nýr aðili og af því að hann skipar þeim ekki á hnén og tekur upp vaselínið að þá er óslálfrátt spyrnt við fótum.

Sumum þykir það auljóslega gott að vera teknir í görnina.

Óskar g (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 01:40

7 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Já það er margt skrýtið í kýrhausnum Sigurður, fólk heldur áfram að moka undir Bónusfeðgana og það sem er enn furðulegra að kjósa sjálfstæðisflokkinn sem kom þjóðinni á þann stað sem hún er nú.

Þorvaldur Guðmundsson, 21.11.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 828231

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband