Enn stækkar spurningamerkið. Mogginn orðinn flott blað.

Hversu lengi getur spurningamerkið varðandi Icesave stækkað? Það eru sífellt að koma fram nýjar og nýjar upplýsingar sem sýna svart á hvítu hversu illa er farið með okkur. Réttara væri kannski að segja að fleiri og fleiri dæmi sýna hversu ráðamenn þjóðarinnar liggja gjörsamlega flatir fyrir því sem stóru þjóðirnar segja okkur að gera. Það lítur út fyrir aðgöngumiðinn að aðildarviðræðum við ESB ætli að verða okkur ansi dýr.

Mikið rosalega hefur Morgunblaðið tekið hressilega við sér eftir að Davíð og Haraldur tóku við stjórninni. Morgunblaðið hefur haft frumkvæðið að því að upplýsa að undanförnu um mörg stór mál. Blaðið er orðið mun hvassara vog skemmtilegra en það var og Sunnudagsmogginn er vel heppnaður.

Ég er nú kannski ekki eins öfgafulllur og gamla konan sem sagði að það væri sko allt annað að sjá Moggann eftir að Davíð tók við. Letrið væri mun stærra og betra eftir að Davíð varð ritstjóri. Þó það sé nú kannski alveg svo er Morgunblaðið mun skemmtilegra og betra blað eftir að Davíð og félagi hans tóku við.


mbl.is Gæti sparað 185 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þú ert nú svolítið blár..Ekkert að því..Og víst er að blaðið hefur breyst..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.11.2009 kl. 11:21

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Tek undir þetta nú hlakkar maður til á hverjum morgni að fara lesa Moggann,Sunnudagsmogginn leynir á sér flest mjög fróðleg og skemmtileg lesning.

Ragnar Gunnlaugsson, 23.11.2009 kl. 11:37

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Sigurbjörg: Blánaðir þú ekkert við Flórídaferðina?

Kveðja úr Garðinum.

Sigurður Jónsson, 23.11.2009 kl. 12:25

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sigurður, það er orðinn eitthvað skrítinn litur á mér..Þurfti ekki Flóridaferð til..ég er í svo bláum félagsskap á blogginu..Verður ekki rautt og blátt bara grænt:o)

Kveðja úr Heiðarbæ.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.11.2009 kl. 13:49

5 identicon

Morgnblaðið segir þeir hliðar málsins sem hinir, aðallega vinstraliði, vilja ekki heyra, því sannleikurinn má ekki koma í ljós.

Mikið óskaplega er gaman að sjá (lesa) gremjuna hjá DV út í Moggann. Þeir ráða ekki við sig af gremju, spýtandi úr sér drullunni úr skálum reiði sinnar út í Moggann. Það virðist vera sem svo að dagskipunin hjá DV sé að ráðast á Davíð og Moggann sér í lagi, og að hnýta í Sjálfstæðismenn eins og hægt er.

Ég les Moggan upp til agna nú til dags.

Haraldur G. Heiðarsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 828247

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband