Kaldar vinstri kveðjur til sjómanna.

Steingrímur J. segir að tekjur sjómanna séu mjög góðar og þeir hafi alveg efni á að sleppa sjómannaafslættinum, sem hefur verið við líði í rúm 50 ár. En hvernig er það Steingrímur. Samkvæmt þrepaskiptingunni þurfa sjómenn að greiða mun hærri skatta en áður miðað við skattatillögur Vinstri stjórnarinnar.

Sennilega hefðu nú fáir trúað því að það yrði Steingrímur J. formaður Vinstri grænna sem myndi afnema sjómannaafsláttinn.

Nú væri fróðlegt að forystumenn Vinstri flokkanna upplýstu þjóðina um það hvort sjómannaafsláttur eru einu fríðindin í skattlagningu.Hvað með kostnað alþingismanna? Þurfa þingmenn að greiða skatt af öllum sínum greiðslum? Hvað með dagpeninga opinberra starfsmanna? þarf að greiða skatt af þeim?Hvað með fjármagnstekjur? Þarf að greiða fullan tekjuskatt af þeim? Hvað með greiðslur til sendiherra? Þarf að greiða skatt af öllum greiðslujm sem þeir fá?

Svona mætti halda áfram að spyrja?

Furðulegt að velja þennan tímapunkt til að hefja stríðsástand við sjómenn og útgerðarmenn. Þetta er nú einu sinni atvinnuvegurinn sem við verðum mest að stóla á í okkar endurreisn.

Óskiljanlegt að velja þennan tíma til að hleypa öllu í uppnám. Ekki koma miklar gjaldeyristekjur ef sjómenn sigla skipunum heim og hætta veiðum.

Já,þær eru kaldar vinstri kveðjurnar.

 

Svona mætti áfram spyrja?


mbl.is Boðar afnám sjómannaafsláttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

JÁ!

Kveðja til ykkar Garðbúar.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 27.11.2009 kl. 21:08

2 identicon

   Sigurður skattafsláttur sjómanna er barn síns tíma, held jafnver það hafi verið sett á er nær ómögulegt var að mann síðutogaranna kring um 1955. 

   Sammála þer um að skattleggja á greiðslur á dagpeningum opinberra starfsmanna, auk hluninda alþingismanna, svo ekki sé nú mynnst á skattlausar tekjur í Útanríkisþjónustunni.  Fjármagnstekjur eru af öðrum meiði, og má færa rök fyrir því að engann fjármagnstekjuskatt ætti að greiða af vaxta tekjum, er ávöxtum sparifé er neikvæð.

   Við búum nú í dag við heimatilbúna kreppu, sem bökuð var að stærstum hluta af þínum flokk, er hélt uppi góðæri með innflutingi lánsfé, síauknum útgjöldum ríkisins þar til blaðran sprakk.  Gleymdu því ekki bara seta Davíðs í stól´Utanríkiráðherra mun kosta okkur skattgreiðendur yfir 3 milljarða í launum og eftirlaunum til þeirra er hann skipaði sendiherra.

    Þar sem þú hefur verið yfirlýstur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins á undangengum áratugum, finnst mér og skoðanabræður ættuð að fara varlega í að gagnrýna þann mann er hefur tekið að sér að moka flórinn eftir ykkur í óstjórn lands., fremur  leggja ykkur fram við að hjálpa honum stinga út úr fjárhúsinu.

hallur (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 21:58

3 identicon

hallur ath.það að sjómannaafslátturinn er hluti af kjörum okkar sjómanna og efast ég um að þú værir sáttur væri ráðist svona á þín kjör. Og annað . Þau útblástu kjör sem sjómenn eiga að búa við eftir fréttum að dæma eiga við um lítinn hluta sjómanna. Flestir sjómenn starfa á skipum í eigu fiskverkana og þar er ekki feitan gölt að flá. Til dæmis þá hefur verið sama fiskverð í þrjú ár hjá því fyrirtæki sem ég starfa hjá og engu breytt þar um gengiðhrunið og fall krónunar. Við njótum þess ekki svo mikið er víst.

Þetta tel ég eiga við um 70 - 80 % af flotanum.

Barns síns tíma eða ekki, það kemur málinu ekki við. Þetta hefur verið svona í 54 ár og er fyrir löngu orðin hluti af okkar kjörum.

Jón Magnússon (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 01:50

4 identicon

Sæll. Jón Magnússon.

   Tek heilshugar undir með þér að enginn vill verða fyrir tekjurýrnun, en ítreka það að þessi skattafsláttur er tímaskekka.

   Það að þú og þitt stéttarfélag látir skammta þér skít úr hnefa með því að landa beint í fiskvinnslu á einhverju afsláttarkerfi, sýnir mér að hversu fáránlega léleg samstaðan og forustuleysi ykkar sjómanna er.  Í sjónvarpsfréttum var viðtal við Sævar form. sjómanna, er sagðist hvetja til að flotinn sigldi í land ef hreyfa ætti við sjómannaafslættinum,  hví hefur hann ekki haft manndóm í sér að hveta til að fiskiskipaflotannum yrði siglt í land, ef ekki allir sjómenn í hans samtökum fengu markaðsverð fyrir afla sinn.   Það má ætla að laun þín myndu hækka tugi prósenta ef einugis þú fengir rétt fiskverð..

@  Sigurður biðst velvirðinar á að nota síðuna þína til að svara, en ég gat ekki orða bundist er ég sá þetta skeyti til mín.

hallur (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 22:28

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Aldrei hélt ég að ég myndi vera sammála þér Sigurður, en núna er ég það.

Það samræmist með engu móti félagshyggju og jafnaðarstefnu að afnema sjómannaafsláttinn vegna þeirrar augljósu ástæðu að það bitnar á þeim sem lægstar hafa tekjurnar.

Lúðvík Júlíusson, 29.11.2009 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828245

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband