Værum við ánægð ef okkur væri bannað að fara til Reykjavíkur tvisvar í viku?

Alveg er það með ólíkindum hvernig stjórnvöld láta sér alltaf detta í hug að skerða þjónustana við landsbyggðina. Vestmannaeyingar hafa barist áratugum saman fyrir því að fá bættar samgöngur milli lands og Eyja. Furðulegt er að nú skuli aðilum detta í hug að skerða þjónustuna í siglingum milli lands og Eyja. Það gengur ekki annað en tvær ferðir séu daglega milli Vestmannaeyja og eyjunnar í norðri.

Í efnahagsástandinu núna kemur betur í ljós en nokkru sinni hversu miklu hluitverki Vestmannaeyjar skipta fyrir þjóðarbúið. Í Eyjum er allt á fullu við að skapa verðmæti. Hvers vegna ío óskupunum vilja þá stjórnvöld refsa Eyjafólki með því að skerða sífellt þjónustuna. Það gengur ekki.

Ég held að eitthvað myndi heyrast í okkur hér á Suðurnesjum ef okkar væri sagt að tvo daga í viku væri okkur bannað að fara til Reykjavíkur um Reykjanesbrautina á ákveðn um tíma dagsins.

Við myndum ekki kyngja því þegjandi. Herjólfur er nefnilega þjóðvegur Vestmannaeyinga og því eru þessi dæmi fullkomlega sambærileg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Gleymdu ekki Bakkafjöruhöfninni, Sigurður.  Fáir staðir á landinu er að fá eins mikla peninga í samgöngubætur eins og Vestmannaeyjar. Enda eru Eyjamenn vel að því komnir.

Þórir Kjartansson, 5.12.2009 kl. 22:31

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það er  nú verið að setja stórfé í Landeyjarhöfn  það má alveg þakka það svona í leiðinni - ekki satt?

Kristinn Pétursson, 6.12.2009 kl. 01:20

3 identicon

Vestmannaeyingar verða að taka þátt í þjóðhagslegum sparnaði eins og aðrir, ekki alltaf kvarta út í eitt.  Grímseyingar fá 3 skip í viku og 3 flugferðir og kvarta ekki!

Gestur (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 07:44

4 identicon

Er ekki málið að það verður að draga úr kostnaði og verið er að reyna að bera niður þar sem mögulegt er. Ég tek ekki undir samlíkinguna með Reykjanesbrautina, enda aðrar leiðir fyrir samgögnur úr Eyjum en ferjusiglingar. Ég tel samt mjög alvarlegt að við séum að reka heilt sveitarfélag byggt oná lifandi eldstöð, við verðum að spekúlera í hvort eitthvað vit sé í því!

Agnar (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 12:03

5 identicon

Þetta er algert væl. Það sem veiðist úr sjónum er þjóðar eign. Þar með eru allir þeir "peningar" sem verið er að búa til í Vestmanneyjum aðeins þjónustu störf fyrir þjóðarbúið. Spurningin er hvor ekki sé hægt að vinna þann afla á hagkvæmari vegu. Bjóða aflan upp á markaði og þannig hámarka þann pening sem eigendur hanns fá.

Ég held ef það væru 4 ferðir í viku þá væri það nú vel gert. Nú ef menn geta ekki lifað við það, þá má náttúrulega hækka farið þar til hægt er að fara 5, 6, 8, 10 eða 12 ferðir. En það gengur ekki að menn séu með svona væl.

Jón "Nonni" (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 13:43

6 identicon

Held að menn ættu að búa í eyjum áður en þeir fara að tjá sig eitthvað. Niðurskurður í eyjum er orðin svakalegur að þeir fari ekki að minnka ferðir milli eyja og lands líka. Búið er að skera niður um rúman milljarð til okkar eyjamanna.

Heimild: http://www.eyjafrettir.is/frettir/2009/11/16/nidurskurdur_rikisins_varla_undir_rumum_milljardi

Talið svo um okkur eyjamenn sem einhverja byrgði fyri ykkur Íslendinga. Það væri óskandi að fleiri Íslendingar væru eins og þú Sigurður, óeigingjarnir annað en þeir sem eru að kommenta hjá þér.

william (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 16:57

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Það verð ég nú að segja að þessi fækkun er nú ekki alvarleg svona yfir verstu vetrarmánuðina og í raun alveg eðlileg.

Það eru svo faír suma dagana að það hálfa væri nóg og ég sé ekkert að því að það sé bara ein ferð á dag 2-3 daga í viku í janúar, febrúar og mars. Einhver sagði mér að í þessum fjórum ferðum um daginn voru rúmlega 100 einn daginn undir 100 þann næsta. Svo ég sé bara ekkert að því að ná fram hagræðingu í rekstri með þessum hætti.

Bestu kveðjur úr Eyjum

Gísli Foster Hjartarson, 6.12.2009 kl. 17:09

8 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Sæll Sigurður.

Þakka þér þessa færslu ég tek heilshugar undir með þér og william. Það er fáránlegt að fara afturábak í þessum málum.

Ein aðal ástæðan fyrir því að ég flutti frá æskuslóðum mínum Vestmannaeyjum var af því hversu oft ég komst ekki frá Eyjum vegna slæmra samgöngumála, minnist tilviks þar sem ég var tepptur í Eyjum í 16 daga, og gleðst ég alltaf jafn mikið í hvert skipti sem bætt hefur verið úr þeim málum, og það hefur mikið áunnist og um það ber að standa vörð.

Að tala um það að nýtingin sé ekki nógu góð er álíka fáránlegt og það að strætó færi ekki nema eina ferð á dag milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, í þeim tilgangi að ná fram betri nýtingu.

Kveðja Þórólfur.

Þórólfur Ingvarsson, 7.12.2009 kl. 07:28

9 Smámynd: Jarl Sigurgeirsson

Þakka þér Sigurður fyrir auðsýndan áhuga á málefnum Vestmannaeyja nú sem fyrr. Þessi ákvörðun samgönguráðherra kemur svo sem ekki á óvart. Hans helstu afrek til handa okkur Vestmannaeyingum eru að hætta við smíði nýrrar ferju, leggja af ríkisstyrki við flugið og nú að fækka ferðum Herjólfs. Sú heimild sem William vitnar í sýnir vel hvernig yfirvöld ætla að ná fram sparnaði. Það á að draga saman á landbyggðinni til þess að geta fyllt upp í þessa húskofa sem standa auðir eftir fjárglæfrafylleríið í höfuðborginni.

Afstaða Gísla er alveg fráleit. Með sömu rökum mætti setja hér á ferðakerfi þar sem við söfnuðum bara í bátinn þar til við næðum fullri ferð. Það yrði að sjálfsögðu hagkvæmasti kosturinn. Eða hvað?

Það að haldið sé áfram framkvæmdum í LandEyjahöfn kemur ekki til með að auka kostnað ríkisins í samgöngumálum milli lands og Eyja á nokkurn hátt. Ferðatíminn styttist þannig að báturinn verður í siglingum talsvert minni tíma en áður sem þýðir mun minni rekstrarkostnað. Öll umræða um að verið sé að ausa peningum í þessa framkvæmd er því á vanþekkingu byggð.

þessi umræða um að fiskurinn sé þjóðareign og peningarnir eigi að fara í þjóðina, minna um margt á söguna af litlu gulu hænunni sem bakaði brauðið sem enginn vildi baka en allir vildu éta.  Ég veit ekki betur en Eyjamenn borgi sína skatta og skyldur til samfélagsins á sama hátt og aðrir og úr því að minnst er á fiskinn í sjónum þá er engin grein á Íslandi jafn kyrfilega skattlögð og sjávarútegurinn.

Úr því að menn eru líka að velta fyrir sér eldstöðvum þá eru fá svæði á landinu jafn virk og höfuðborgarsvæðið. Væri kannski meira vit í að snúa þessari þróun stjórnvalda við og efla fremur landsbyggðina heldur en safna öllu liðinu saman í þessa húskofa á hitaveitusvæðinu.

Kv. Jarl.

Jarl Sigurgeirsson, 7.12.2009 kl. 12:51

10 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ekki get ég ekki tekið undir að afstaða mín sé fráleit eins og Jarl vinur minn heldur fram, þarna er ég aðeins að ræða um fækkun á ferðum yfir 3 mánuði um 2 ferðir á viku - 24 ferðir, engan vegin sambærilegt því að safna bara í ferðir - en þetta sér hver með sínum augum. Sé ekkert að því að aðlaga þetta aðeins á þessum tímum. Frétti að í gær hefðu t.d. verið 50 farþegar í þessum 4 ferðum sem skipið fór.

En við vitum það allir að traffíkin er miklu meiri á öðrum tímum ársins og þá verða menn að vera tilbúnir eins og menn hafa verið frekar liðlegir við síðustu ár. - En það eru ekki allir hlutir komnir á hreint í þessu öllu saman en ég held að við er til þekkjum hér í Eyjum teljum að Bakkafjara verði bót fyrir okkur samgöngulega, en spurningin með flugið er svo önnur og það verður forvitnilegt að sjá hver þróunin verður þar.

Gísli Foster Hjartarson, 9.12.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband