Davíð Moggaritstjóri upp mep pennann.

Ákveðnir fjölmiðlar hafa að undanförnu dregið upp dökka mynd af mistökum fyrrum bankastjóra Seðlabankans í útlánum. Sagt er að tapið sem ríkið þarf að taka á sig vegna þessa séu 270 milljarðar.Haldið er fram að hægt hefði verið a komast hjá þessu.

Í morgun tekur Gylfi Viðskiptaráðherra undir þessa gagnrýni. Ég hef á síðustu dögum eins og ávallt flett Morgunblaðinu og leitað að einhverju bitastæðu um þetta mál en ekki fundið.

Gagnrýni fjölmiðla og ákveðinna aðila beinist nú fyrst og fremst að Davíð Oddssyni fyrrverandi Seðlabankastjóra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Mikið kapp er lagt á að draga upp þá mynd af Davíð að hann eigi mikla sök á hruninu og slæmri stöðu þjóðarbúsins.

Ég held að Davíð Oddsson verði nú að taka upp pennann og gera grein fyrir þessum málum á síðum Morgunblaðsins. Það er ekki hægt að þegja þetta mál í hel.

Það hlýtur ennfremur að vera nauðsynlegt að upplýsa hvaða ráðherrar voru upplýstir eða jafnvel þátttakendur í ákvörðunum Seðlabankans.

Hvað með yfirmann bankanna á þessum tímum viðskiptar´ðaðherrann sjálfan Björgvin G.Sigurðsson.

Vissi hann ekkert? 

 


mbl.is Afdrifarík mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki bara að gera grein fyrir þessu - HELDUR AÐ BIÐJA ÍSLENSKU ÞJÓÐIN AFSÖKUNAR!

Einnig þarf hann að biðja íslensku þjóðina afsökunar á að hafa lagt Þjóðhagsstofnun niður í einu af sínum alþekktu æðisköstum og þar með valda því að hér var engin stofnun til að sinna heildareftirliti með gangi mála.  Eitthvað sem hentar sjálfstæðismönnum afskaplega vel og sagt er að hann hafi verið hvattur til að gera af flokkspútunum.

Bjarni (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 12:52

2 Smámynd: Offari

Davíð gerði þau mistök að lána bönkunum og gerði líka þau mistök að lána bönkunum ekki. Ég hef aldrei skilið þetta öðrvísi en svo að þetta hafi verið óumflýjanlegt hvort heldur sem hann gerði.

Offari, 14.12.2009 kl. 12:56

3 Smámynd: Jón Sveinsson

Já Sigurður vonandi tekur Davíð upp pennann því skrumið í þjóðfélaginu er til háborinnar skammar, það þarf að vera alt upp á borði eins og skötuhjúin seija  en gæti verið að það kæmi einhverstaðar við kaunið á þeim sem eingin má vita það held ég. takk firir

Jón Sveinsson, 14.12.2009 kl. 13:11

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Sigurður

Þetta var ekki í "ákveðnum fjölmiðlum". Þetta birtist í skýrslu ríkisendurskoðunar og þaðan fór það m.a.út á netið.

Tap Seðlabankans við að lána bönkunum fé gegn skuldabréfum bankana, það er, með veði í bréfunum sjálfum, nam ekki 270 milljörðum. Það tap nam 345 milljörðum. Ríkissjóður tók á sig 270 milljarða en 75 milljarðar féllu á Seðlabankann. Með því að ríkissjóður tók á sig þessa 270 milljarða þá var Seðlabankanum forðað frá gjaldþroti.

Tap vegna þessara lána, ástarbréfanna, er í heild 345 milljarðar.

Það að Seðlabankinn lánaði bönkunum gegn veði í skuldabréfum bankana, þ.e. gegn veði í bréfunum sjálfum, það er svipaður gjörningur og þegar bankarnir lánuðu félögum og einstaklingum fé til að kaup hlutabréf í bönkunum og veðið fyrir láninu voru hlutabréfin sjálf.

En það er eins og Offari (2) segir, allt sem gert er orkar tvímælis.

Væntanlega hefði Seðlabankinn ekki orðið gjaldþrota ef ekki hefðu verið teknir út úr honum til viðbótar 270 milljarðar og þeir settir inn í peningamálasjóði bankana eftir að bankarnir voru orðnir gjaldþrota. Sjá gjörningur hefur væntalega tæmt endanlega allar hirslur bankans og hann skilinn eftir gjaldþrota eftir þann gjörning.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.12.2009 kl. 14:36

5 Smámynd: Billi bilaði

Varðandi síðustu spurningu þína þá hefur því marg oft verið haldið fram að Björgvini hafi verið haldið fyrir utan alla vitneskju. Þannig að samkvæmt því er svarið já.

Betri spurningu teldi ég vera: „Er það ásættanlegt?“ Við því yrði mitt svar nei.

Billi bilaði, 14.12.2009 kl. 15:34

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ef bakar og höfuðbanki fara á hausinn hvað þá með fyrirtækin og almenning í landinu? Ekki var neitt lítið sem menn borguðu til þessara stofnana í formi vaxta og gjalda auk afborgana af allt að því okurlánum en samt fór sem fór, ekki geta fyrirtækin hækkað vörur sínar og þjónustu í takt við allt annað eða hvað?

Sigurður Haraldsson, 14.12.2009 kl. 16:10

7 identicon

Davíð gerði sér far um að hunsa Björgvin og halda honum frá öllum ákvörðunum.

Hrósaði sér meira af því á göngum seðlabankans.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 828248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband