Skattastefna Vinstri stjórnar hækkar húsnæðislán um 13 milljarða.

Er eitthvað vit í skattastefnu Vinstri stjórnarinnar,sem kemur til með að hækka húsnæðislán um 13 milljarða við gildistöku. Var þetta Skjaldborgin um heimilin sem Jóhanna verkestjóri átti við.?

Hvers vegna að kollvarpa einföldu skattakerfi í flókið,sem leiða mun til eftiráskatta hjá tugum þúsunda.Hver er eiginlega tilgangurinn með því að flækja málin.


mbl.is Hærri skattar hækka lánin um 13,4 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Ég vísa í fyrri skrif mín um það hvernig vinstri stjórnin er að rústa tekjuskattskerfinu algjörlega.  Það munu nánast allir skattgreiðendur fá afar flókna álagningarseðla í hendur sumarið 2011 og lenda að meira eða minna leiti í eftirásköttum eða í það minnsta miklum leiðréttingum.

Síðan eru flestar aðrar skattatillögur að fara beint út í verðlagið og viðhalda hér hárri verðbólgu með tilheyrandi hækkun á vísitölu sem eykur vaxtabyrðina auk þess sem það kemur í veg fyrir lækkun nafnvaxta. 

Eina skjaldborgin sem reist hefur verið er utan um bankana og lánveitendur en ekki heimilin og hinn almenna skuldsetta borgara.

Jón Óskarsson, 18.12.2009 kl. 13:38

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég tek undir að lítið hefur farið fyrir skjaldborg um heimilin.  Hitt er annað mál, að það hefur ekki skipt máli hver ríkisstjórnin hefur verið, allar skattahækkanir hafa ratað inn í lán heimilanna.  Þar er verðtryggingunni um að kenna, ekki sköttunum.  Hagsmunasamtök heimilanna vilja þess vegna fá 4% þak á verðbætur sem síðar myndi lækka uns verðbætur verði hugsanlega lagðar af.  Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi um þetta efni, en það situr fast í viðskiptanefnd.  Þetta er í annað, ef ekki þriðja sinn, sem þetta frumvarp er lagt fram.  Fjármálastofnanir vilja ekki sjá þessa breytingu, þar sem þær byggja afkomu sína meðal á þessum sjálfvirku, breytilegu vöxtum.  Eins og segir í fréttatilkynningunni, þá er verðtryggingin/verðbæturnar eins og fíkniefni fíkilsins og hann verður bara að fara í meðferð.  Svo einfalt er það.

Marinó G. Njálsson, 18.12.2009 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband