Mun Ásmundur Heimssýnarformaður láta Breta og Hollendinga kúga sig?

Ásmundur formaður Heimssýnar og þingmaður VG er í mjög sérkennilegri stöðu þegar kemur að atkvæðagreiðslu í hinu margrædda Icesave máli. Allar líkur eru á að atkvæði hans ráði úrslitum um það hvort ríkisábyrgð verður samþykkt eða felld.

Það hlýtur að vera einstök staða að vera formaður samtaka sem berjast fyrir að Ísland haldi sínu sjálfstæði og hafni aðild að Efnahagsbandalaigi Evrópu. Ásmundur hefur nú tækifæri til þess að sýna á Alþingi að við látum ekki undan hótunum Breta og Hollendinga. Ásmundur hefur nú það einstaka tækifæri að koma í veg fyrir að Íslendingar verði bundnir á skuldaklafa um ókomna framtíð og verði að greiða Bretum og Hollendingum það sem ekki liggur ljóst fyrir hvort við þurfum að gera.

Ef Ásmundur er trúr  stefnu og skoðunum Heimssýnar,þar sem hann gegnir formennsku,er augljóst að hann mun greiða atkvæði gegn ríkisábyrgð á Icesave.

Greiði hann ekki atkvæði gegn Icesave hefur hann lítið að gera sem formaður Heimssýnar.


mbl.is Icesave á Alþingi á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Nei, ég er algerlega sammála að Ásmundur mun ekki hafa neitt erindi í Heimssýn ef hann hafnar ekki Icesave.  Það dugar ekki að vera fjarverandi eða sitja hjá. 

Og ég skora á Þráin Bertelsson að hafna Icesave, segja nei.  Og minni hann á að hann hafnaði Icesave fyrst og minni hann á það sem hann sagði 5. okt., sl.: 

http://www.althingi.is/altext/raeda/138/rad20091005T205749.html

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20091005T205749&horfa=1

Elle_, 27.12.2009 kl. 23:15

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ef stefna Heimssýnar er að sleppa undan ábyrgð hef ég ekki mikla trú á þeirri heimsýn því ég er hlynnt réttlátri heimssýn. Býst eiginlega ekki við að þú sérst sammála því. Og varla birtir þú þessa færslu en vonandi hugleiðir þú hvernig þér finnist réttlát heimssýn eigi að virka.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.12.2009 kl. 23:52

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég skora líka á Þráinn og Ásmund að kjósa gegn Icesave og vera menn með mönnum en ekki skúrkar.

Sigurður Haraldsson, 28.12.2009 kl. 01:24

4 identicon

Bara svona að skipta mér af. Réttlát heimssýn er hvað fyrir þér Anna? Ísland gerði mörg mistök og höfum við þurft að borga þau all flest. Icesave var sameiginleg mistök þriggja þjóða ásamt meingölluðum reglum um tryggingu innistæðu sem við fengum frá ESB. Mín heimssýn er að fólk eigi að taka ábyrgð á gjörðum sínum, Ísland þarf að gera það, fólk innan fyrri ríkisstjórna þurfa að gera það, bankafíflin þurfa að gera það og eru Bretar og Hollendingar engin undantekning þó þeir geti neitað okkur inngöngu í ESB. Því skiptist ábyrgðin niður á milli Íslendinga, Breta, Hollendinga(og ESB) en ekki að Íslendingar girði niðrum sig og taki allt ósmurt.

Þó ég sé algjörlega ósammála að almenningur borgi brúsann, þá er ákveðið réttlæti í að Ísland þurfi að taka ábyrgð á sínum fyrrverandi ríkisstjórnum. Þetta var mjög vel gert í fyrirvörunum sem voru samþykktir í enda ágúst þar sem við tökum ábyrgð á því, svo lengi sem við getum axlað ábyrgðina án þess að vera betur sett undir torfu.

Gunnar (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 04:03

5 Smámynd: Elle_

Ef stefna Heimssýnar er að sleppa undan ábyrgð . . .

Icesave er ekki okkar skuld, Anna, og þ.a.l. ættum við að hafna Icesave.  Það er ekki að víkjast undan ábyrgð að neita að borga það sem maður ekki skuldar.  Við höfum oft útskýrt þetta fyrir þér í mismunandi síðum.  Viljir þú borga Icesave, máttu það hinsvegar þó þú ætlir okkur hinum það ekki.    

Elle_, 28.12.2009 kl. 11:37

6 identicon

Ég vona að þingmenn okkar opni nú augun og kjósi í þágu þjóðar sinnar og segi nei við Icesave. Langstærsti hluti þjóðarinnar vill hafna Icesave í núverandi mynd og þingmenn verða bara að hlusta!

Soffía (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828232

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband