Ólafur Ragnar forseti hlýtur að hlusta á þjóðina.

Nú hafa yfir 39 þúsund kjósendur skorað á Ólaf Ragnar forseta að staðfesta ekki lögin frá Alþingi varðandi Icesave sem samþykkt voru áðan með 33 atkvæðum gegn 30.

Fleiri undirskriftir munu örugglega bætast við á næstu klukkustundum.

Ólafur Ragnar hlýtur að hlusta á vilja þjóðarinnar og vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú verður hann að sýna í verki að það gangi ekki að gjá skapist milli þings og þjóðar.


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæþór Helgi Jensson

ólafur ragnar er gamall þingmaður ættaður úr vinstri flokkunum og ég held að hann muni pottþétt skrifa undir því miður.

Hefði verið gott að davíd oddson hefði nú verið forseti. 

samfylkinginn hefur tak á þessu öllu með forseta sem er vinstri maður. 

Og gamall hundur og hann skrifar undir vittu til. 

Sæþór Helgi Jensson, 30.12.2009 kl. 23:49

2 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Enga trú hef ég á því að grísinn hafni þessu, hvaða hag hefur hann persónulega af því, það er hans mælikvarði.

Nei núna er það eina sem hægt er að gera, hafa samband við hagstofuna eftir helgi og afsala sínum íslenska ríkisborgararétti, ég á von á að það verði viðbrögð mín og minnar fjölskyldu sem hefur möguleika á því að taka upp norskan ríkisborgararétt.

Eftir þessa athvæðagreiðslu og niðurstöðu, er ekki mögulegt að viðurkenna sig sem íslending, því hver vill kenna sig við land sem gefst upp fyrir ólögmætum og ósangjörnum þrýstingi fyrrum bandalagsþjóða

Anton Þór Harðarson, 30.12.2009 kl. 23:49

3 identicon

Allir að mæta á bessastaði á morgun að mótmæla þessari nauðgun á Íslandi!

Geir (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 23:51

4 Smámynd: Offari

Ég vona bara að forsetinn sé ekki byggður úr sama fúaspreki og bannkarnir voru.

Offari, 30.12.2009 kl. 23:51

5 identicon

Hef lúmskan grun um það að forsetin hlusti lítt á þjóð sína,ætli Dorrit hin ágæta sé nokkuð hluthafi í þeim bönkum í Bretlandi sem eru að heimta féð okkar.? Það hryggir mann þessi niðurstaða,en það er óskandi að forsetin hlusti,enda er þettað mál mikilvægara en fjölmiðlalögin. Eitthvað segir mér að ofurbylting þjóðarinnar sé og liggi í loftinu.

Númi (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 23:59

6 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Alþingi sem virðir þjóð sina að vettugi kallar á hallarbyltingu og rýrir lánstraust ríkisins enn frekar, Við erum nú í ruslflokki þjóða.

Ekki óraði mig fyrir því að skynsemi og þjóðarhollusta viki fyrir lélegri flokkspólítík.

Dapurlegt er það.

Árni Þór Björnsson, 31.12.2009 kl. 00:05

7 identicon

41 Þúsund. :D vonum að það muni vera nóg fyrir hálfvitann.

Magnús (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:08

8 identicon

Blessaður Sigurður.

Ég er ekki sammála ykkur íhaldsmönnum í ICESAVE málinu, en ég held að Óli forseti eigi enga aðra valkosti en hafna lögunum og vísa þeim í þjóðaratkvæði.

Hafðu það gott um áramótin.

m.b.k.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:14

9 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ef hann skrifar undir þetta kommaplagg sem er verið að nauðga inná okkur Íslendinga sem ég held að hann muni gera þá legg ég til að fólk og félagasamtök sem hann er verndari fyrir hunsi hann algjörlega og beri alls ekki virðingu fyrir honum enda hvernig er hægt að bera virðingu fyrir forseta þjóðar sem leggur skuldaklafa á komandi kynslóðir.....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 31.12.2009 kl. 00:17

10 Smámynd: Sigurður Hrellir

Tæp 42.000 og hækkar ört!

Sigurður Hrellir, 31.12.2009 kl. 00:22

11 Smámynd: Elle_

Og minni á Sigurður, að nú snýst það ekki bara um gjána, heldur líka horfnu fyrirvarana.  Hann notaði það sem rök fyrir að skrifa undir Icesave 2. september.

Elle_, 31.12.2009 kl. 00:27

12 identicon

Já nú verður þjóðin að treysta á gamla kommann hann Ólaf Ragnar. Já, það verður að segjast eins og er að hann er ólíkindatól.

En ef hann samþykkir þetta sem lög er hann alls ekki samkvæmur sjálfum sér. Sé ekki hvernig hann ætti að réttlæta það fyrir þjóðinni.

Hann samþykkti fyrri útgáfu Icesave með sérstakri áritun þann 2. september sem lesa má hér á vef Indefence.is:

http://dl.dropbox.com/u/3133573/yfirlysing_forseta_islands_undirritud09_09_02.pdf

Það væri afar undarlegt ef hann samþykkti ekki þjóðaratkvæðagreiðslu miðað við allan þann fjölda sem fer fram á það. Ég held að þá færi fyrst allt upp í loft í landinu. Get vel ímyndað mér að ástandinu þá mætti líkja við borgarastyrjöld.

Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 01:09

13 Smámynd: Elle_

Ég er ekki sammála ykkur íhaldsmönnum í ICESAVE málinu, . . .

Icesave kúgunin ætti nú ekki að koma hægri eða vinstri neitt við.  Það er fjöldinn allur af óflokksbundnu og vinstra fólki sem er andvígt kúgun og þrælasamningi.  

Elle_, 31.12.2009 kl. 01:45

14 Smámynd: Níels Steinar Jónsson

Það væri ekki leiðinleg að sjá svona 20-30% af þessum 42000 á Bessastaðatúninu. Koma svo ! 

Níels Steinar Jónsson, 31.12.2009 kl. 08:26

15 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Íslenski þrælinn stígur ekki í vitið, og það sama má nú segja um flesta kjósendur VG.  Sá FL-okkur hefur aldrei gáfulegar lausnir fram að færa, í raun bara drasl. Samspillingin er svo bara stórhættulegur EB flokkur.  Formaður VG talaði allt öðru vísi fyrir hrun, en snérist svo eins og VINDHANNI 360 gráður, í flest öllum málum, það er afrek út af fyrir sig.  Þjóðin & alþingi hefur sýnt fram á vilja í sumar að við viljum greiða tengt Icesave þó okkur beri í raun ekki lagaleg skylda til þess, þá viljum við axla "pólitíska & siðferðislega ábyrgð á okkar glæpamönnum" - en SteinFREÐUR & Svavar sömdu svo illa af sér að hér verður "frostavetur næstu 20 árin með tilheyrandi fátæk" - svo kalla þessir aular sig "Norræna velferðastjórn" - klækastjórn hjá vinstri mönnum, það liggur við að maður æli, aulaskapur þessa liðs er ótrúlegur.  Þráinn Bertelsson talaði um fyrir rúmu ári síðan að það væri aumingjarskapur hjá ríkisstjórninni að vera á hjánum fyrir nýlenduveldum UK & Hollendinga.  Svo segir hann nú (á hnjánum) að lengra verði ekki komist.  Þetta lið er óborganlegt og leiksýningar þær sem þeir setja upp á alþingi eru yfirleit til háborinnar skammar. 

Óli grís kan "klækastjórnmál & lýðskrum" enda vinstri maður í húð & hár.  Óli var UMBOÐSMAÐUR útrásarskúrkanna og það fer vel á því að maður með "skítlegt eðli" samþykki þessi (ó)lög, gegn 70% vilja þjóðarinnar, það er ekki gjá, bilið er of stórt til að vera gjá, í raun bara "himinn & haf milli þings & þjóðar" enda skilur ekki þjóðin þá ÖMURLEGU verkstjórn Jóhönnu & SteinFREÐS í þessu skelfilega máli.  Geta íslenskra stjórnmálamanna er til skammar, ef þetta lið væri að vinna fyrir einkafyrirtæki þá væri búið að reka það á staðnum.  Óli grís á að SAMEINA þjóðina, en leppalúði er snillingur í að SUNDRA þjóðinni.  Ég segi nú bara um okkar skítapakk - sorry - okkar stjórnmálamenn "helvítis fukking fukk".

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 31.12.2009 kl. 12:51

16 Smámynd: Elle_

Ég veit að vísu, Jakob, um fjölda fólks sem kaus VG og var illa svikið og ég var ein af þeim.  Það eru þeir kjósendur sem ENN styðja Samfylkinguna eða VG og verja allar þeirra illgjörðir, sem eru óskiljanlegir.   

Elle_, 31.12.2009 kl. 16:27

17 identicon

Við megum ekki gleyma hugleysingjanum af Suðurnesjunum Atla Gíslasyni búslóðarflutningsmanns og skattaskýrsluútfyllanda. 

Nú þurfa menn ekki að vera sér menntaðir í lagafræðum til að skilja ágætlega hvað hegningarlög segja, og hversu víða menn hafa dansað línudans hvað stjórnarskrá varðar.  Td. atriði eins og bregðast skildum hvað samningsgerð varðar og undanskot gagna eins og þeir Steingrímur J. og Össur gerðust sekir um, og breytir engu hvort um brotavilja eða gáleysi er um að ræða.  Sem á við flest ef ekki öll önnur möguleg brot.  Afsakaðu hversu langt þetta verður, en ar sem þetta er lífleg síða er örugglega gagnlegt fyrir marga að hugleiða í hverskonar ógöngur ráðamenn núverandi og fyrrverandi eru búnir að koma sér út í með ömurlegri og fullkomlega óásættanlegri framgöngu sinni í Icesave málinu.

X. kafli. Landráð.

86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.
88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.]2)
1)L. 82/1998, 21. gr. 2)L. 47/1941, 1. gr.
89. gr. Beri íslenskur ríkisborgari í ófriði vopn gegn íslenska ríkinu eða bandamönnum þess, þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem í ófriði, eða þegar ófriður vofir yfir, veitir fjandmönnum íslenska ríkisins liðsinni í orði eða verki eða veikir viðnámsþrótt íslenska ríkisins eða bandamanna þess.
90. gr. Rjúfi maður, meðan á ófriði stendur eða þegar hann vofir yfir, samning eða skuldbindingu, sem varðar ráðstafanir, sem íslenska ríkið hefur gert vegna ófriðar eða ófriðarhættu, þá skal hann sæta …1) fangelsi allt að 3 árum.
Hafi manni orðið slíkt á af stórfelldu gáleysi, skal honum refsað með sektum eða [fangelsi allt að 1 ári].1)
1)L. 82/1998, 22. gr.
91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
1)L. 82/1998, 23. gr.
92. gr. Hver, sem af ásetningi eða gáleysi kunngerir, lýsir eða skýrir óviðkomandi mönnum frá leynilegum hervarnarráðstöfunum, er íslenska ríkið hefur gert, skal sæta …1) fangelsi allt að 10 árum, eða sektum, ef brot er lítilræði eitt.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem af ásetningi eða gáleysi stofnar hlutleysisstöðu íslenska ríkisins í hættu, aðstoðar erlent ríki við skerðingu á hlutleysi þess, eða brýtur bann, sem ríkið hefur sett til verndar hlutleysi sínu.
1)L. 82/1998, 24. gr.
93. gr. Stuðli maður að því, að njósnir fyrir erlent ríki eða erlenda stjórnmálaflokka beinist að einhverju innan íslenska ríkisins eða geti beint eða óbeint farið þar fram, þá varðar það …1) fangelsi allt að 5 árum.
1)L. 82/1998, 25. gr.
94. gr. Ef verknaði, sem refsing er lögð við í XXIII., XXIV. eða XXV. kafla laga þessara, er beint að þjóðhöfðingja erlends ríkis eða sendimönnum þess hér á landi, má auka refsingu þá, sem við brotinu liggur, þannig að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.
95. gr. [Hver, sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðarmerki, fána Sameinuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs, skal sæta sektum [eða fangelsi allt að 2 árum. Nú eru sakir miklar og varðar brot þá fangelsi allt að 6 árum.]1)]2)
[Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem smánar opinberlega eða hefur annars í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum, eða ærumeiðandi aðdróttanir við aðra starfsmenn erlends ríkis, sem staddir eru hér á landi.]3)
[Sömu refsingu skal hver sá sæta sem ógnar eða beitir valdi gagnvart sendierindreka erlends ríkis hér á landi eða ræðst inn á eða veldur skemmdum á sendiráðssvæði eða hótar slíku.]4)
1)L. 82/1998, 26. gr. 2)L. 101/1976, 10. gr. 3)L. 47/1941, 2. gr. 4)L. 56/2002, 1. gr.
96. gr. …1)
1)L. 82/1998, 27. gr.
97. gr. Mál út af brotum, sem í þessum kafla getur, skal því aðeins höfða, að dómsmálaráðherra hafi lagt svo fyrir, og sæta þau öll [meðferð sakamála].1)
1)L. 88/2008, 234. gr.

Gleðilegt nýtt ár.  (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband